Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 15

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 15
Björn Þórleifsson og Sigrún Stefánsdóttir ásamt sonum sínum, Héðni og Þórleifi Stefáni. vann aðallega við. Verdens Gang leggur mikla áherslu á útlitið, og við vorum átta, sem sáum um það undir stjórn eins manns. — Nú ert þú fædd og uppalin á Akureyri, og sagt er, að enginn sé spámaður í sínu heimalandi. Samtferðu þangað að loknu námi og gerist ritstjóri íslendings. — Ég ætlaöi mér aldrei að verða neinn spámaður. En ég stóðst ekki mátið, þegar mér bauðst þetta starf, og ég sé ekki eftir því að hafa tekið því. Ritstjórnin færði mér margvíslega nýja reynslu, sem ég vildi ekki vera án. — Það hefur líklega verið svolítið annað en starfið á Morg- unblaðinu eða Verdens Gang. — Það er víst óhætt að segja það. íslendingur er 8 síðna blað, sem kemur út einu sinni í viku. var aldrei í vandræðum með fréttir 'í blaðið. — Og þér hefur ekki fundist þú vera undir pólitískri pressu? — Svo var um samið í upphafi, að ég fengi frjálsar hendur, og eina flokkspólitíkin í blaðinu var leiðarinn, sem aðrir sáu um, og svo barst auðvitað ein og ein grein frá flo'kksmönnum, sem koma vildu sínu á framfæri, og ég tók við þeim. Vissulega hafði það óbein áhrif á störf mín, að Islend- ingur er yfirlýst málgagn sjálf- stæðisflokksins, og ég hefði ef til vill gert ýmislegt öðru vísi, ef blaðið hefði verið óháð stjórn- málalega. En ég skrifaöi þó ýmsar greinar sem ég vissi, að féllu ekki alls kostar að stefnuskránni en ég varð aldrei fyrir afskiptum þess ^vegna. ÍN STfiRFS UTfiN HEIMIUS vikna frí til þess að eignast hann. En það var ári seinna sem við hjónin drifum okkur til Noregs þar sem Björn stundaði nám í félags- ráðgjöf í þrjú ár, en ég fór á blaðamannaskóla í Osló. — Svo að þú hefur lært blaöa- mennsku (tveimur löndum. Nú er algengast hérlendis að blaöamenn læri aðeins af reynslunni. Ráð- leggur þú fólki að læra blaðamennsku í skóla? — Já, þaö geri ég, og ég er viss um, aö það hefði bætandi áhrif á heildina og stuölaöi jafnvel að meiri stööugleika t stéttinni. Blaðamennska hefur nánast verið áningarstarf fyrir marga, en ef fólk menntar sig á þessu sviði, gegnir öðru máli. Mér fannst ég læra heilmikið á þessu, sérstak- lega í Noregi, því þá hafði ég líka nokkra reynslu og vissi betur, að hverju ég var að leita. Við fengum tilsögn í öllum þáttum blaða- mennsku, útlitsteiknun og Ijós- myndun auk heldur annars, og það kom sér sannarlega vel, þegar ég byrjaði með islending. Námið tók tvö ár, og síðari veturinn vann ég meðfram á síðdegisblaðinu Verdens Gang, sá þar fast um útlit einnar síðu og fékk föst laun, sem kom sér vel fyrir fjölskyld- una. Að skóla loknum vann ég svo eitt ár á Verdens Gang áður en við fórum heim. — Hvers konar blað er það? — Það er nú ekki sérlega vandaö blað að mínum dómi, sölusjónarmiðið ræður þar of miklu. Það kom oft fyrir, að frétt var birt, ef hún þótti líklegt sölu- efni, enda þótt vitað væri, að hana þyrfti að leiörétta næsta dag. Ég heföi aldrei þrifist þarna lengi. En starfið þar færði mér dýrmæta reynslu í útlitsteiknun, sem ég og starfsliðiö var ritstjóri, auglýs- ingastjóri í hálfu starfi og skrif- stofustúlka I hálfu starfi. Það segir slg þv( sjálft, að ég þurfti að gera flest á ritstjórn, skrifa blaðið, taka myndir, teikna útlitið, lesa próf- arkir og sendast. Þó komst ég aldrei svo langt að bera út blaðið, Það var held ég það eina. — Gilda ekki allt önnur lögmál [ fréttamennsku við blað, sem kemur út aöeins einu sinni ( viku? — Jú, fyrir blaö, sem kemur út á fimmtudegi, er húsbruni á sunnudegi ekki lengur frétt, nema einhver ný hlið finnist á málinu. Svona blöð þurfa að koma auga á það fréttnæma ( daglega lífinu ( kringum þau í stað þess að bíða eftir óvæntum stórfréttum. Þetta vandist reyndar fljótt, og þegar frá leið var fólk farið að gefa mér ábendingar um eitt og annað, sem væri þess virði að skrifa um, og ég — Nú eru gefin út fjögur þlöð á Akureyri. Er þörf fyrir öll þessi smáblöð úti á landi? — Já, þau hafa sitt að segja, því allir þessir fjölmiðlar hér í Reykja- vík gera landsbyggðinni lítil skil. Heimamenn sjálfir eiga þar að vísu stærsta sök, þeir ættu að gera meira af því að koma á framfæri fréttum úr sínu byggðarlagi. Ég tel, að reykvískir fjölmiðlar ættu að nota sér landsbyggðarblöðin miklu meira en þeir gera. Það má til dæmis alloft sjá í blöðunum klausur, sem tindar eru orðrétt upp úr einhverju landsbyggðar- blaöanna, og þar með er málið afgreitt. Þessum fréttum ætti hins vegar að fylgja eftir, láta frétta- ritarana á staðnum kafa dýpra í málið. 45. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.