Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 4

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 4
Rœtt við Gunnar O. Sigurðsson stöðvarstjóra LL í Chicago Ekki langt frá hringiðunni í Chi- cago, eða i útjaðri borgarinnar er um 20 þús. manna bær, Buffolo Grove. Þangað er um klukkutíma akstur frá hjarta borgarlífsins, og þegar þangað er komið, er tekinn við allt annar heimur, að manni finnst. Þar eru grasvellir, leiktæki og golfvellir og lítil einbýlishús, þar sem íbúamir njóta hvíldar að loknum vinnudegi : stórborginni. I einu þessara húsa býr stöðvarstjóri Loftleiða á O’Hare flugvelli, Gunn- ar O. Sigurðsson ásamt konu sinni og þremur bömum. Gunnar er um hálftíma að aka til vinnu sinnar út á völl, og að lokinni vinnu siðdegis á sunnudag sótti hann okkur á Sheraton og bauð okkur heim til sín í spjall og rólegheit. Gunnar hefur unnið hjá Loftleið- um frá því 1959, og áður en hann tók við starfinu í Chicago árið 1973, þegar áætlunarflugið hófst, hafði hann starfað hjá Air Bahama i Nassau á Bahamaeyjum í fjögur ár. — Mér hefur fundist gaman að þessu flakki, en nú finnst mér tími til kominn að fara að taka það rólega og líklega verð ég hér áfram, eða flyst heim fyrir fullt og allt. Okkur liður vel hér og höfum ekki yfir neinu að kvarta, og krakkarnir em öll komin i skóla, þar sem þau una hag sínum vel. Frúin dreif sig meira að segja í skóla líka, svo að það er heilmikið stúderað í fjöl- skyldunni. Þau Gunnar og Doddý, eins og Margrét Þórðardóttir er oftast kölluð, eiga þrjú börn, tvær dætur 9 og ll ára og 6 ára son, sem- er afskaplega alvarlega þenkjandi ungur maður og ga 1 sér varla tíma til þess að tala við okkur. — Mér fannst ég ekki hafa nóg að gera á meðan börnin em í skólanum, sem er lengi dags, svo að ég nota nú timann til þess að læra snyrtingu og hárgreiðslu í snyrtiskóla hér í nágrenninu. Mig hefur lengi langað til þess, svo að ég er mjög ánægð með að hafa drifið mig í þetta, sagði Doddý. Hún sagði, að það væri ekki nauðsynlegt að ljúka náminu á ákveðnum tíma, heldur væri það undir henni sjálfri komið, hversu dugleg hún væri að sækja tíma, en skylda væri að sækja 1500 tima samtals, sem verður að vera lokið innan 3ja ára. — Er gott að búa í þessu hverfi? — Já, alveg einstaklega, því að hér er allt til alls og góð aðstaða fyrir krakkana, bæði á sumrin og vetuma, hér em góð skautasvell og önnur aðstaða fyrir vetrarleiki. Gunnar: — Eg myndi ekki hika við að leggja á mig allt að tveggja tíma akstur daglega til og frá vinnu til þess að komast í rólegt hverfi að lokinni vinnu, enda væri annað óréttlátt gagnvart börnunum. — Hafa krakkarnir ekki gleymt islenskunni? — Nei, ekki alveg, þvi að við tölum alltaf íslensku hér við þau, þó að þau svari okkur oft á ensku. Svo rifjaðist málið upp fyrir þeim í sumar, þegar þau vom heima á íslandi í nokkrar vikur. En enskuna tala þau alveg eins og innfædd. — Gerir heimþráin aldrei vart við sig? Doddý: — Ekki oft og það er sjálfsagt vegna þess hve margir íslendingar búa hér í nágrenninu. Nokkrar íslenskar konur giftar bandarískum mönnum búa hér nálægt, og við höldum mikið hóp- inn, hittumst alltaf reglulega í saumaklúbb og segjum þá nýjustu fréttir að heiman. Svo er starf- rækt íslendingafélag, sem stendur fyrir þorrablóti og öðmm rammisl- enskum samkomum. Við konumar vinnum mikið að sameiginlegum verkefnum og fyrir jólin í fyrra tókum við að okkur að skreyta 6m hátt jólatré að íslenskum sið sem var til sýnis í anddyri hins fræga safns, Museum of Science and Hús þeirra hjóna í Buffolo Grove er ákaflega fallegt og klætt Cypms- viðarplötum. Industry og í sambandi við það fengum við íslenska brúðuleikhúsið Leikbrúðuland, til að koma hingað' og halda sýningar. Svo það er engin hætta á, að gamla góða Island gleymist hérna í Ameríkunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.