Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 11
* Tveir innbrotsþjófar voru búnir að velja sérálitlegt hústil að brjótast inn í. Annar stóð vakt fyrir utan, meðan hinn fór inn til að afla fanga. Sá kom út eftir nokkra stund, súr á svip. „Náðirðu í nokkuð? spurði sá, sem úti var. ,,Nei, ég held nú síður, sagði hinn. „Bölvuð blókin, sem hérna býr, er lögfræðingur." „Ljóta ólánið," sagði hinn. „Tapaðirðu nokkru?" ★ ★ ★ — Nei, nei, ég hef ekki tlma til þess að koma inn núna — en áfram með söguna. Skömmu eftir að Al Smith var í fyrsta sinn kosinn borgarstjóri I New York, fór hann í heimsókn í Sing Sing fangelsið. Eftir að hafa skoðað húsakynnin, varð hann I lokin að halda smá tölu yfir föngunum. Hann var kvíðinn og tauga- óstyrkur, þegar til kom, og ekki batnaði, þegar hann byrjaði meö orðunum: „Kæru samborgarar — og mundi þá, aö refsifangar í USA hafa ekki borgararéttindi. Hann reyndi I skyndi að leiörétta villuna, en ekki tók betra við: „Kæru afbrotamenn," stamaði hann. Þegar honum varð Ijóst, að þetta var ekki heldur viðeigandi ávarp, reyndi hann í þriöja og síðasta sinn: „Nú jæja, það gleður mig að sjá ykkur svo marga hér saman- komna." ★ ★ ★ — Foreldrar mlnir eru komnir á versta aldur. Þau halda að þau hafi alltaf rétt fyrir sér. ,,Ég er svo gullheppinn að vinna við málaralistina alla daga, og það er dásamlegt, — en það er hægt að þreytast á því eins og öðru. Þessvegna er það oft svo, að þegar ég kem heim eftir langan vinnudag, þá sest ég við hljóðfærið. Þar get ég haldið áfram að mála, en ég hefi þá breytt um aðferð og mála í tónum.” Þetta segir Sigfús Halldórsson meðal annars í viðtali, sem birtist í næstu VIKU við þennan vinsæla listamann, sem málar og semur tónlist af hjartans lyst og er innilega sáttur við allt og alla. Og þar birtist einnig í fyrsta sinn nýtt lag eftir Sigfús við ljóð eftir Tómas Guðmundsson. I NÆSTU VIKU SIGFÚS HALLDÓRSSON LISTAMAÐUR HÁRGREIÐSLUMEISTARINN FRÁ OSLÓ Perry Vangsmo hárgreiðslumeistari frá Osló er hrifinn af íslandi og íslensku hárgreiðslufólki. ,,Ég vinn afskaplega vel á Islandi”, segir hann. „Það er landið og litimir, sem verka svo vel á mig, og það sama kemur alltaf fyrir mig í Finnlandi. Mér finnst líka finnar og íslendingar eiga svo margt sameiginlegt annað en fallegt kvenfólk.” 1 næstu VIKU birtist viðtal við Perry og myndir af átta stúlkum, sem hann greiddi fyrir VIKUNA. BOÐORÐIN TÍU VIÐ BARNAUPPELDIÐ Dr. Gustaf Jonsson er jafn þekktur í Svíþjóð og uppeldisfræðingurinn dr. Spock er í Bandarikjunum. Hann hefur haft meiri áhrif en nokkur annar skandinavi á álit manna og samfélags á börnum, uppeldi þeirra og vandamálum. Hann hefur gengið fram af mörgum með skoðunum sínum, en alltaf stendur hann með börnunum. Gustaf Jonsson hefur mótað reynslu sína af börnum og barnauppeldi í tíu boðorð foreldrum og öðrum uppalendum til hliðsjónar. Sjá nánar í næstu VIKU. SVONA EIGA BÍLAR AÐ VERA Eflaust eru einhverjir óánægðir með það, að þátturinn Á fleygiferð fellur niður í þessu blaði. En í næsta blaði birtist þeim mikil sárabót, því þar lýsir Árni reynslu sinni af Volvo 343, sem hann fékk nýlega að prófa. Allur öryggisútbúnaður þykir ákaflega vandaður í þessari tegund, og hafa til dæmis bandaríkjamenn keypt nokkra bíla af þessari gerð til þess eins að prófa öryggisútbúnaðinn og læra af því. Ámi er mjög hrifinn af bílnum, eins og sjá má af fyrirsögninni: Svona eiga bílar að vera. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Ðlaðamenn: Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson. Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing Siðumúla 12. Simar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 i ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, mai, ágúst. 45. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.