Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 14

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 14
Mannaskipti hafa verið næsta fátíð á fréttastofu sjón- varpsins undanfarin ár, og því var það nokkurt nýnæmi, þegar Sigrún Stefánsdóttir hóf þar störf eftir sumarfrí. Nýtt andlit í sjónvarpi vekur alltaf athygli og forvitni á þeirra persónu, sem að baki þess býr. Sigrún er að vísu ekki alveg óþekkt persóna, því að til sjónvarpsins kom hún frá Akureyri, þar sem hún ritstýrði Íslendingi við góðan orðstír um tveggja ára skeið. Sigrún tók vel bón Vikunnar um viðtal. Við Sigrún mæltum okkur mót heima hjá henni að Vesturbergi 4, þar sem hún býr með manni sínum, Birni Þórleifssyni, og son- unum tveimur, Þórleifi Stefáni 6 ára og Héðni, sem er tæpra tveggja ára. Sá síðasttaidi svaf miðdegis- blundinn sinn, þegar mig bar að hafa yfirleitt. En þeirri sögu verða lítil skil gerð hér. Sigrún er ein af tiltölulega fáum íslendingum, sem lært hafa blaðamennsku í skóla, og ég spurði hana, hvers vegna hún hefði lagt út á þá braut. — Það var mest tilviljun, eins og svo margt. Við vorum tvær vin- EG YRÐIRLDREI fiNfEGÐ fi garði, stóri bróðir var í skólanum og pabbi að vinna. í móttöku- nefndinni voru svolítill kettlingur og norsk stúlka, sem býr hjá fjölskyldunni og gætir bús og barna, þegar hjónin eru bæði að vinna. Sigrún var rétt ókomin. Hún vatt sér inn úr dyrunum létt í spori og prúð í fasi, í kotpilsi og stígvélum, og bað mig afsaka, hvað hún hefði tafist. En hún átti eftir að tefjast msira, því rétt á eftir kom lítill svefnugur angi fram og vildi auðvitað hvergi annars staðar vera en hjá mömmu, úr þvi hún var til staðar. Og mér meira en datt í hug, að gaman væri að skrá samræður okkar með inn- skotum þeirra bræðra, Héðins og Þórleifs, sem kom heim úr skólan- um skömmu síðar og þurfti að siálfsögðu einnig vissa athygli. Það hefði sagt sina sögu um það næði, sem mæður ungra barna konurnar, sem vildum sjá okkur um í heiminum eftir stúdentspróf 1967. Áhugi okkar beindist að Bandaríkjunum og við vissum, að við höfðum meiri von um styrk- veitingu þar, ef við veldum ein- hverjar námsgreinar, sem ekki væri hægt að stunda hér heima. Því settumst við niður og lögðum heilann í bleyti. Otkoman varð blaðamennska hjá mér, en félags- fræði hjá henni. Ég var svo eitt ár við nám í blaðamennsku í háskóla í Arkansas. Af þeirri dvöl er svo sem ekki mikiö að segja, og ekki lærði ég mikið þar, sem að gagni hefur komið í starfi hér heima, til þess eru aðstæður alltof ólíkar og allt aðrar kröfur gerðar. Hins vegar fullnægði ég útþránni í bili, og þegar ég kom heim, skellti ég mér í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og uppfyllti þar með gamlan draum. Meðan ég var enn í þeim skóla, gerði ég þaö upp við mig, að ég vildi heldur leggja fyrir mig blaðamennsku en íþrótta- kennslu, og sumarið eftir gerðist ég blaðamaður á Morgunblaðinu. — Og hefur ekki notfært þér kunnáttuna úr íþróttakennaraskól- anum síðan? — Ekki að heitið geti. Að vísu var ég með fjölskylduleikfimi á Akureyri, sem var óskaplega skemmtilegt fyrirtæki. Við komum saman nokkrar fjölskyldur, bæði fullorðnir og börn, einu sinni í viku og höfðum mikið gaman af. Ég gæti hugsað mér að stofna til slíks aftur. Auk þess hef ég gripið inn íforfallakennslu nokkrum sinnum. — Hvers konar fréttir skrifað- irðu einkum á Morgunblaðinu? — Innlendar, af öllu tagi. Ég vil taka það fram, að ég held, að íslenskar konur í blaðamannastétt eigi það Elínu Pálmadóttur mest að þakka, að þær skuli fá að ganga í allt til jafns við karlmenn- ina. Hún setti það skilyrði, þegar hún hóf störf á Morgunblaðinu, að henni yrði ekki hlíft við neinu vegna kynferðis, og sú regla er, held ég, nokkuð almennt í heiðri höfð. — Hvað er þér minnisstæðast frá þessum fyrstu árum f blaða- mennskunni? — Ég fann strax, að starfið átti vel við mig. Þetta var skemmtilegt tímabil og gekk að mestu snurðulaust. Ég held ég geti ekki tínt til nein atvik, en það sem mér þótti leiöinlegast var að geta ekki fariö að Heklugosinu 1970, því þá var ég komin svo langt á leið með eldri soninn. — Varð fæðing hans kannski til þess, að þú hættir á Morgun- blaðinu? — Nei, ég tók mér bara fárra 14 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.