Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 13
TH þess aö geta hafið nám í 1. bekk Stýrimannaskólans þarf að hafa gagnfræðapróf eða hlið- stæða menntun og 24 mánaöa starfstíma sem háseti eftir 15 ára aidur á skipi yfir 12 rúmlestum. Þeir, sem ekki hafa gagnfræða- próf, geta stundað eins vetrar nám við undirbúningsdeild skól- ans, áður en þeir setjast í 1. bekk, og þurfa þá að hafa 17 mánaða hásetatíma. Auk þess þarf að leggja fram vottorð um góða sjón og eðlilegt litaskyn. Það hlýtur að vera mögulegt fyrir dug/egan 16 ára ungling að komast á loðnuver- tíð. Skriftin er ekki sem verst og bréfið villulaust. FERLEG VANDRÆÐI. Ágæti Póstur! Ég á í ferlegum vandræöum með foreldra mína. Viltu segja mér, hvað þú telur réttast af mér að gera. Ég rífst daginn út og inn við foreldra mína, sérstaklega mömmu. Sem dæmi ætla ég að nefna eftirfarandi: Ef ég fæ þá hugmynd að baka köku, eða prjóna eitthvað, verður mamma alveg æf og segir, að ég vilji allt gera, en geti ekkert. Ég verð náttúrlega reið og sár og byrja að mæla í móti, en þá fæ ég að heyra, að ég sé frek og ókurteis. Þetta hefur í eitt skipti endað með slagsmálum. Síðan fór mamma beint til pabba og byrjaði að predika yfir honum, hvað ég væri orðin hræðilega óviöráðanleg og hvað í ósköpunum ætti að gera við mig. Þetta gerist um það bil tvisvar á dag, og það finnst mér ansi mikið. Þau segja, að ég sé löt og nenni ekkert að gera. Það er aö vísu satt, en það stafar af því, að ég er alltaf full af hatri og viðbjóði á þeim. Mér finnst bara alls ekki hægt að lifa í þvílíku ósamlyndi við foreldra sína. Mér líður svo skratti illa, að ég fæ aöallega þrjár hugmyndir. Sú fyrsta er að æða út til vinkonu minnar og gista hjá henni, án þess að láta þau vita. Eða þá að drekkja mér einfaldlega. Það er mjög hentugt, því að sjórinn er hér rétt hjá. Þriðja hugmyndin er sú að skera mig á púlsinn og láta fóikið finna mig í blóði mínu. Þú sérð, að ég er langt leidd. Stundum sit ég langtímum saman, stari út í loftið og hugleiði róttækar aðgerðir til þess að koma móður minni af stóli. Ekki segja mér að ræða málin við foreldra mína, því að slíkt er ekki mögulegt. Þau myndu þá bara segja mér að þegja og fara út eða upp í herbergi. Elsku Póstur, finndu eitthvað gott ráð. Á ég að hætta að hugsa um þetta, fara aö heiman eða grenja af stingandi sársauka innra með mér á hverjum degi. Með von um birtingu. Þín Snúlla. P.S. Hve gamla telurðu mig vera? Pósturinn er alveg í öngum sinum út afþessu ástandi á heimili þínu. Í öl/um bænum farðu ekki að gera neina vit/eysu. Það er varla um annað að gera fyrir þig en að fara að heiman. Þú iætir verið i burtu um tíma og komið svo aftur heim svona til reynslu. Þú gætir líka reynt að fá einhverja aðra til þess að tala við foreldra þina fyrir þig, fyrst þú getur það ekki sjálf. Þú ert sennilega 15 ára eða þar um bil. Vonandi stendur þetta allt til Lára K. Albertsdóttir, Naustabúð 13, He/lissandi, óskar eftir að komast í bréfasamband við stelp- ur og stráka á aldrinum 13—15 ára. Sjálf svarar hún öllum bréfum sem henni berast. LHja Bára Guðbjartsdóttir, Nausta- búð 6, Hellissandi óskar eftir að komast í bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 10—12 ára. Sjálf er hún 10 ára og svarar öllum bréfum, sem henni berast. Elfa Björk Guðbjartsdóttir, Naustabúö 6, Hellissandi, óskar eftir að komast i bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 11—13 ára. Sjálf er hún 11 ára og svarar öllum bréfum, sem henni berast. Bestu kaupin eru heimilistæki frá Urvals norsk heimilistæki frá KPS einum stærsta heimilistækjaframleiðanda á Norður- löndum. 3 litir: Hvitt, Avocado, Grænt og tízkuliturinn Karry gulur Einstaklega lágt verð. P. 351 3hellna e/davélarfhvítu .... kr. 87.510,- P. 351 3 hellna eldavélar ilit ..... kr. 93.420.- P. 461 4 hellna eldavélar ihvítu ....kr. 102.600 P. 461 4 hellna eldavélar I/it...... kr. 108.860.- Eigum einnig á lager kæliskápa, gufugleypa og uppþvottavélgr í sömu litum. Greiðsluskilmálar. Skrifið eftir myndalista EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI „? A. SÍMI 1 6995. FAXASftÁfAft ÓDYRIR OG HENTUGIR I mörgum stærðum og gerðum Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STÍLrHÚSGÖGN AUDRf'l KKU b3 KOPAVuG, ^fvVi-iö.hO 45. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.