Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 26

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 26
Rit Stjórnunar félagsins: NÚTÍMASTJÓRNUN eftir Peter Grope er líklega útbreiddasta stjórnunarbók á Norður- löndum um þessar mundir. Höfundurinn gefur íbókinnigottyfirlityfirstjórnunarfræðin. Hann leggur áherzlu á að lýsa starfsemi skipulags- heilda, þ.e. fyrirtækja og stofnana, og dregur fram sameiginleg einkenni þeirra, sem stjórn- endur þurfa að kunna skil á. FJARMÁLASTJÓRN FYRIRTÆKJA eftir Árna Vilhjálmsson prófessor kom fyrst úr árið 1965. Bókin hefur verið ófáanleg um árabil en hefur nú verið endurprentuö vegna mikillar eftirspurnar. Höfundurinn gerir grein fyrir tegundum fjármuna og fjármagnsog atriðum, semráðavali milli fjármagnstegunda. Þáfjallar hann um fjárhagsleg vandamál við rekstur, og að lokum er fjárfestingarreikningum lýst. ATVINNULÝÐRÆÐI eftir Ingólf Hjartarson fjallar á hlutlægan hátt um þann þátt í stjórnun atvinnufyrirtækjanna sem hvað mest hefur verið í sviðsljósi umræðna í nágrannalönd- unum. Auk skilgreiningar á hugtakinu gerir höfundurinn grein fyrir þróun atvinnulýðræðis í Noregi, Danmörku, V-Þýzkalandi og Júgó- slavíu og vegur og metu kosti þess og galla. Stjórnunarfélag íslands v. Hún stansaði andartak við þrepin sem lágu upp að dyrunum. Undar- leg þögn ríkti á staðnum. Dymar voru kyrfilega lokaðar og hún varð ekki vör við neina hreyfingu, þó að ljós lýsti í gluggunum. Hún rýndi upp í gluggana og sá skugga bregða fyrir. Eitthvert líf virtist vera inni í byggingunni, og hún lyfti pilsunum og gekk ákveðin upp þrepin. Bréfmiði var festur á hurðina, en á honum stóð eitt orð: BANNAÐ. Hún hristi undrandi höfuðið. Þetta virtist i meira lagi dularfullt. Hún bankaði á dyrnar og heyrði þrusk fyrir innan. Dymar opnuðust hœgt, og þreytuleg rödd sagði: , .Bannað. Aðgangur er bannaður. Staðnum er lokað”, og svo átti að skella aftur hurðinni. En Abby ýtti á móti, og henni tókst að opna dyrnar. Hún stóð nú augliti til auglitis við konuna, sem hafði reynt að vama henni inn- göngu. Hún hélt á kertastjaka og riðaði örlitið til, þar sem hún stóð þarna í anddyrinu. Hún horfði þreytulega á Abby. „Aðgangur er bannaður,” sagði hún. „Það er best að þú farir aftur.” „Þetta er sjúkrahús Abels Lack- lands, er það ekki?” spurði Abby. „Hann hefur aldrei lokað dyninum á þá, sem leita hjálpar hjá honum. Hvað hefur breyst?” „Þekkir þú hr. Abel?” „Já, égþekki hann.” „Þú ert ekki að leita lækninga?” „Nei. Ég vil ná tali af hr. Lack- land.” „Það er gott, þvi að við gætum ekki hjálpað þér, þótt þú værir sjálf drottningin. Og ef þú ert skynsöm, þá snýrð þú við og hittir hr. Lack- land á heimili sínu, þegar hann kemst þangað. Ég bið þig sjálfrar þín vegna að fara núna.” Einhver kom niður stigann með eitthvað þungt á bakinu, og Abby sá í daufu skini kertaljóssins, að það var lík. Maðurinn gekk hægt yfir að bakdyrunum. „Opnaðu dymar Nancy,” tautaði hann, og konan flýtti sér með kertastjakann í hendinni og opnaði dymar, sem vom í skugganum. „Svona hr. Snow,” sagði hún. „Varaðu þig. Ég skal fvlgja þér eftir með ljósið.” Ómurinn af rödd- um þeirra fjaraði út um leið og þau hurfu. Það fór hrollur um Abby. Eftir andartaks hik gekk hún ákveðin upp stigann. Upp á stiga- pallinum var bjartara, kerti stóðu á hillum meðfram veggjunum. Tvær stórar hurðir stóðu í hálfa gátt, hún gekk að þeim og opnaði aðra þeirra og fór inn. Þetta var stórt herbergi og fullt af fólki. Rúm stóðu þétt meðfram veggjunuxn, og flatsæng- um var komið fyiir ó miðju gólf- inu. öll rúmin vom nýtt. Þrjár vemr vom á hreyfingu meðfram rúmunum, og Abby pírði augun til að sjó hverjar þær væm, óp heyrðist frá einu horninu. Ein veranna fór frá einu rúmanna og gekk eins hratt og leyfði að horn- inu, og Abby greindi nú að þetta var kona, lítil og grönn og mjög ákveðin i hreyfingum, og næstum án þess að hugsa sagði hún „Ung- frú Ingoldsby!” Ungfrú Ingoldsby, sem hafði verið kennslukona þeirra og ráðs- kona á Gower Street. Litla konan starði á Abby, og sagði því næst eins eðlilega og þær hefðu verið samvistum siðastliðin tíu ár. ,Gott kvöld Abby, pabbi þinn er — ” hún snéri höfðinu „já þarna er hann, i horninu.” EINNI & PINNI 28 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.