Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 16

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 16
£ í ! I f ’« ? 4 t f I »* I * ¥ \ í í I I i * f * — _ Er mikil samkeppni milli akureysku blaöanna? — Já, já, þaö er samkeppni á milli þeirra, ep allt í góðu. — Nú liggur í augum uppi, að á svo fáliðaðri ritstjórn sem á islendingi má ekki mikið út af bera til að erfitt sé aö láta áætlanir stardast. — Já, það má nú segja, en þeir erfiðleikar, sem mér þóttu verst við að eiga, stöfuðu þó ekki af því, heldur var rafmagnsleysi minn helsti þrándur í götu. Fyrr. vetur- inn minn á íslendingi var sífellt ólag á rafmagni, og það var skammtað langtímum saman. Það tók marga tíma að bræða blýiö, sem notað var við prentun blaðs- ins, og rafmagnsleysið setti oft strik í reikninginn. Þó bjargaðist þeita alltai nema einu sinni, að við neyddumst til að fella niður blað. — Nú eignaðist þú yngri soninn í ritstjóratíð þinni. Ekki hefurðu komið út blaði á meöan? — Ekkert blað féll niður þess vegna. Mértókst að koma frá mér síöasta blaði fyrir jól og notaði svo jólafríið til að eignast Héðin. Hálf- um mánuði síðar var ég komin til starfa á ný. — Þá er náttúrlega komið að spurningunni sígildu, hvernig þér hafi tekist að samræma störf þín heimilishaldinu og móðurhlutverk- inu? — Ég átti í nokkurri baráttu við sjálfa mig, þegar ég fór í blaða- mannaskólann í Osló. Mér fannst ég hálfgert vera að stela tíma frá syni mínum, af }>ví að ég var ekki aö vinna mér til lífsviöurværis. En ég sé ekki eftir bví núna og ég hef ekki samviskubit vegna strákanna að vinna svona mikið úti. Ánægö útivinnandi móðir er betri en sú sem er óánægð heima. Og ég yrði aldrei ánægð án starfs utan heimilis. — Skiptið þið hjónin meö ykkur verkum á heimilinu? — Fyrst í stað var ákaflega ,,Ég er ekki ánœgð með, hvernig ráðist hefur verið á húsmóðurstarf- ið. sem mér finnst hreint ekki ómerkara en önnur störf.” hefðbundin verkaskipting á heim- ilinu. En þegar ég þyrjaði í skól- anum í Noregi, stakk ég viö fótum og fór að hugsa málið, þetta gæti ekki gengið. Það reyndist ekkert vandamál að breyta þessu. Við hjónin gátum komið á jafnvægi sem við vorum bæði ánægð með og upp frá því höfum við gengið jafnt til verka á heimilinu. Það liggur raunar við, aö það gangi fulllangt í hina áttina, þegar Björn er að ýta mér út úr eldhúsinu. 4- Og þetta er hið eina rétta og eðlilega fyrirkomulag að þínu mati? — Mer finnst þetta svo eðli- legt og sjálfsagt, að ég verð nú orðið jafnvel hissa, þegar ég verð þess vör, að öðrum finnist eitt- hvað athugavert viö þaf — Þú hefur sem sagt ekki orðið að berjast fyrir þínum rétti á heimilinu. En telurðu ekki það mikið óréttlæti viðgangast úti í þjóðfélaginu, að gegn því þurfi að berjast? — Vissulega er mikið óréttlæti ríkjandi í þessum efnum, en ég hef enga allsherjar lausn á því vandamáli, og ég finn enga köllun hjá mér til að berjast hatrammlega gegn því. Ég held það sé farsæl- ast að leyfa málunum að þróast í rólegheitum, og það munu þau gera. Ég er til dæmis ekki ánægð með, hvernig ráðist hefur veriö á húsmóðurstarfið, sem mér finnst hreint ekk; ómerkara en önnur störf og algjör óþarfi að stuðla að óánægju þeirra, sem stunda vilja það starf eingöngu. — Hafa synir þínir aldrei sýnt leiðindi út af því, hvað þú hefur verið önnum kafin út á við? — Nei, ég held þeim finnist þetta ástand fullkomlega eölilegt rétt eins og okkur foreldrunum. Að vísu fundum við, að það var kominn eins konar stofnanaleiði í Þórleif Stefán í fyrravetur, enda var hann búinn að vera alla tíð á barnaheimili, fyrst í Noregi og svo aftur á Akureyri, og þá komum við bræðrunum báðum í gæslu á einkaheimili, þar sem þeir voru ákaflega ánægðir. En ég neita því ekki, að mér líkar best, eins og við höfum það núna, með manneskju inni á heimilinu, sem alltaf er til taks, þegar á þarf að halda. — Og nú ertu byrjuð á sjón- varpinu. Er það ekki talsvert ólíkt þvl, sem þú hefur áður fengist við? — Það er ólíkt að mörgu leyti. Meðal annars það að við þurfum alltaf að hafa í huga þaö mynd- ræna við fréttirnar. — Hvað finnst þer erfiðast í byrjun? — Mér fannst og finnst enn erfiðast að lesa fréttirnar, koma fram sjálf. Það er allt í lagi að tala við fólk, ég man varla eftir mynda- vélinni í þeim tilvikum, enda beinist hún aðallega að þeim sem talaö er við. — Finnst þér réttmæt sú gagn- rýni, sem sjónvarpið verður stöð- ugt fyrir? — Að mörgu leyti já. Mér finnst ýmislegt athugavert við dagskrá sjónvarpsins, en það er varla ástæða til að ræða það frekar hér. enda hafa fréttamennirnir lítil áhrif á dagskrána sem slíka. — Fréttir sjónvarpsins hafa ekki sættýkja mikilli gagnrýni. Hvernig finnst þér íslenska sjónvarpið standa sig á því sviði? — Það fer nú allt eftir því, viö hvað er miðað. Norskar sjónvarps- fréttir þykja til dæmis með af- brigðum lélegar og leiðinlegar, en hér virðast sjónvarpsfréttir nokkuð vinsælar. Samanborið við sænska sjónvarpið eigum við hins vegar langt í land. En aðstöðumunurinn er Ifka aiveg gífurlegur. Því miður virðast lítil líkindi til þess, að aðstæðurnar breytist okkur í hag í náinni framtíð. Samt sem áður er ég fyll áhuga á mfnu starfi og hef mikla ánægju af því. Vinnu- tlminn hentar líka að mörgu leyti betur en þegar unnið er frá kl. 9—5 eða lengur, eins og oft varð raunin, þegar ég var með Íslend- ing. Við vinnum þarna frá kl. 9—9 tvo daga í röð og eigum svo frí næstu tvo daga. Með því lagi finnst mér ég ná að vera meira samvistum við strákana núna en áður. Nú var þeim Héðni og Þórleifi Stefáni farið að þykja nóg um 16 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.