Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 32

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 32
Þegar hún stígur inn í kirkjuna verður hún að gæta þess að setja hægri fótinn fyrst yfir þröskuldinn. Hún á að bera eitthvað nýtt og líka gamalt og einhvern hlut, sem hún hefur fengið að láni. Blár litur er lika ómissandi. Það er mikilvægt, að eiginmaðurinn beri hana inn á nýja heimilið, en þó ekki fyrr en sjóðandi vatni hefur verið skvett á þröskuldinn. Geti hún svo fengið tengdamömmu til þess að brjóta brauðbita yfir höfðinu á sér, þarf hún ekkert að óttast um framtíðina. Vígslan á að fara fram á miðviku- degi í júnímánuði, en ekki undir neinum kringumstæðum á föstu- degi í október. Það á rót sína að rekja til þess, að Adam át af eplinu á föstudegi, og sögusagnir herma, að októberhjúskapur sé ætíð til óhamingju fyrir brúðina. Sú brúður, sem vaknar við fugla- söng á brúðkaupsdaginn, á aldrei að lenda í þrætum við eiginmann- inn. Ef húskötturinn hnerrar, áður en brúðurin fer til kirkjunnar, er það einnig góðs viti. Og ef hún er svo heppin að finna köngulóarvef á brúðakjólnum um morguninn, verður hún auðug. Gamlar sagnir t*»l;a það líka best, að brúðurin saumi sjálf brúðar- kjólinn, en slörið má hún ekki sauma. Þegar brúðurin er fullklædd má hún ekki sjá sjálfa sig í spegli, og geti hún ekki stillt sig um það, getur hún forðast óhamingju með því að bæta einhverju á sig til dæmis skartgrip eða auka hárnál. Á leiðinni til kirkjunnar verður hún að hafa augun opin. Sjái hún HJÁTRÚ. ÁSTIR OQ BELLIBRÖGÐ ið. Þann dag getur brúðurin líka haft örlítil áhrif á skapanornirnar.' Um leið og hún vaknar getur hún til dæmis tekið sér stöðu uppi á stól og klifrað svo þaðan upp á borð. Þetta er táknrænt fyrir vaxandi velgengni í hjúskapnum. Hvorki brúðguminn né brúðurin mega prófa hringana fyrir brúð- kaupið, og það er óheillamerki að missa þá í gólfið. Hvorugt þeirra má heldur lesa þær ritningargreinar sem notaðar verða við vígsluna. Brúðguminn þarf ekki að vara sig á jafn mörgu og brúðurin. Það mikilvægasta er, að hann má ekki því. Þegar hin nýgiftu eiga að skiptast á hiingum verða þau að muna eftir því að setja hringana langt upp á fingurna, annars munu þau fljótt skilja og ef brúðurin þarf að hjálpa brúðgumanum með hring- inn verður hún hinn ráðandi helm- ingur hjónabandsins. SKÁL BRÚÐARINNAR, EN í ÁFENGUM DRYKK. Skál brúðarinnar á að drekka í áfengum drykk, því að allt annað færir brúðinni óhamingju. Svo er það líka mikilvægt, að allir borði af brúðkaupskökunni. Skorist einhver Hvorki brúðurin aé brúðguminn mega sjá þær ritningargreinar, sem notaðar verða við vígsluna. Brúðguminn mó ekki snúa sér að brúðinni, meðan hún gengur upp að altarinu, heldur biða þar til hún stendur við hlið hans. Á brúðkaupsferðinni skulu brúð- hjónin gefa sig hvort öðru, en gæta þess að brjóta ekkert ____ sérstak- lega eru speglar hættulegir. dúfu, er það heillamerki, en að sjá grís eða hana bendir til ógæfu. Allur grátur er bannaður, þar til eftir vígsluna, og sú brúður, sem tárfellir, áður en hún fær hringinn, mun gráta það sem eftir er í hjóna- bandinu. BRÚÐURIN ÆTTI AÐ STANDA UPPIÁBORÐI. Á brúðkaupsdaginn vinna allir af sérstökum dugnaði fyrir brúðarpar- sjá hana fyrr en við vígsluna. Hann má heldur ekki sjá hana koma inn í kirkjuna og verður þvi að snúa baki fram í kirkjuna, þangað til hún stendur við hlið hans fyrir framan altarið. Þá verða þau líka að muna eftir því að brosa hvort til annars, því það er fyrir hamingju. Hafi brúðguminn gleymt einhverju má hann alls ekki fara til baka, heldur á hann að senda svaramanninn eftir undan því, þýðir það að honum sé illa við brúðina. Að kasta hrís- grjónum á brúðhjónin er gamall indverskur siður, sem felur í sér ósk um barnalán. Þeir sem áræða að stela kossi frá brúðinni fyrir framan brúðgumann verða hamingjusamir allt næsta ár. En slíkt gerir nú enginn... Og sá sem sér sér færi á að stela nælu úr brúðarklæðunum verður líka heppinn allt næsta ár, en næluna má þó alls ekki nota í annað sinn, hvorki af brúði né öðrum. Þegar svo brúðarparið leggur af stað í brúðkaupsferðina, má hvor- ugt þeirra lita til baka. Og hvað sem fyrir kemur mega þau ekki snúa aftur, þótt þau hafi gleymt ein- hverju mikilvægu. Smárifrildi yfir hveitibrauðsdagana er happamerki, en það boðar aftur á móti óham- 34 VIKAN 45.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.