Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 5

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 5
tóku yfir reksturinn þar, og þar kynntist hann konu sinni, sem vann þar sem hlaðfreyja um tíma. — Þá var ég hennar „boss”, en það snérist svo við þegar við giftum okkur, sagði Gunnar og hló. — Var ekki ævintýralegt að búa á Bahamaeyjum? — Nei, ekki fannst okkur það, þegar á heildina er litið. Það var að vísu ævintýralegt að því leyti, að það var sól og blíða upp á hvern dag og náttúrufegurð geysimikil, en líferni eyjaskeggja er alltof frá- brugóið þvi sem gerist heima á íslandi, svo að við hefðum aldrei fest þar rætur. Helmingur eyjaskeggja er á eyj- unni New Providence, þar sem höfuðborgin Nassau er. Hún er á stærð við Reykjavík, svo að nærri lætur, að bahamabúar og íslending- ar séu jafn fjölmennir. Annað eigum við ekki sameiginlegt, nema jú að bahamabúar hafa nýlokið sjálfstæð- isbaráttu við breta, á meðan við börðumst um þorskinn. — Síðasta árið sem við dvöldum þar var pólitískt ástand nokkuð slæmt og útlendingar búsettir þar ekki sér- lega vinsælir. Þetta bitnaði þó ekki á ferðamönnum. En sem sagt, dásamlegur staður að heimsækja, en ekki við okkar hæfi til búsetu. — Hefur nokkuð alvarlegt komið fyrir í áætlunarflugi hingað vestur? — Nei, allt hefur gengið mjög vel. Það eina, sem talist getur til „atvika” er, að ekki alls fyrir löngu sprungu þrjú dekk í flugtaki í Keflavik, svo að flugstjórinn varð að lenda á „aðeins” sjö heilum hér í Chicago. En það gekk alveg prýðilega og var aldrei nein hætta á ferð í því sambandi. — Eru farþegar Loftleiða ekki ánægðir að ferðalokum? — Jú, yfirleitt allir, sérstaklega vegna þess að þeir fá mun betri þjónustu en þeir eiga von á, þar sem þeir borga lægra verð en hjá öðrum flugfélögum. Staðreyndin er nefni- lega sú, að við bjóðum alveg sambærilega þjónustu og önnur flugfélög, reyndar betri, því að við veitum frítt vín með matnum, sem önnur flugfélög gera ekki. Vel- gengni okkar er lika undir öflugri sölustarfsemi komið, og höfum við góð sambönd við ferðaskrifstofur um öll Bandaríkin. Á meðan við töluðum saman, sátum við úti í garði og sóluðum Fjölskyldan saman komin úti í garði. Krakkarnir eru öll komin í skóla, og frúin dreif sig lika i skóla, svo að það er heilmikið stúderað i fjölskyldunni. — Gengur starfsemi Loftleiða vel hér í Chicago? Gunnar: —Já, hún hefur gengið vel frá upphafi. O’Hare flugvöllur- inn er sá stærsti i heimi, hvað umferð varðar, og þjónusta þar er mjöggóð. Félagið hefur haldið uppi áætlunarferðum til New York í tæpan aldarfjórðung, og farþega- fjöldinn hefur aukist jafnt og þétt, svo að það var vissulega þörf á að beina fluginu líka hingað. Loftleiðir hafa getið sér gott orð hér í Chicagó og margir farþeganna koma aftur og aftur til okkar. Við bjóðum líka ódýrari fargjöld, og á það sinn þátt í aukinni aðsókn. — I hverju er starf þitt aðallega fólgið? — Ég er eini starfsmaður Loft- leiða á flugvellinum, þar sem ferðir hingað eru aðeins fjórum sinnum í viku. I stað þess að hafa okkar eigið starfslið, meðan starfsemin er ekki umfangsmeiri, er ódýrara að leigja vinnuafl og þó aðstoð, sem nauð- synlega þarf á að halda. frska félagið Aer Lingus sér um farþega- afgreiðslu og allt sem því fylgir, Continental Airlines sér um viðhald á vélum, hleðslu og afhleðslu á farangri. Matur um borð er keyptur af enn öðru fyrirtæki, sem sér um að koma honum um borð. Mín vinna er þvi aðallega fólgin í því að sjá um að allt sé gert og „kvarta og skammast”, sé þess þörf. Ég tek líka á móti islenskum farþegum, sem hingað koma, annaðhvort til að dveljast, eða á leið eitthvað lengra vestur, og aðstoða þá með hótel og annað. Það er oft betra fyrir farþega á leið lengra vestur að fljúga hingað en til New York, því að héðan eru miklu tíðari samgöng- ur til margra staða i mið- og vestur- hluta Bandaríkjanna og Canada. Fyrstu árin, sem Gunnar vann hjá Loftleiðum, vann hann ó af- greiðslunni i Reykjavik og síðar- meir í Keflavík, þegar Loftleiðir ENGINN VffNDI GÐ LfiTfl SÉR LÍÐfi VEL HÉR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.