Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 21
augna hennar dýpkuðu og skelfingu brá fyrir í þunglyndislegum, bláum augum hennar. „Herbergið er handa systur minni,” sagði David hraðmœltur. ,,Hún þarfnast hvildar og vill komast í bað og skipta um föt. Við höfum verið á ferðinni í allan dag. Hún er mjög þreytt.” Frau Hartmann mildaðist aðeins og aftur var kominn þessi sami þol- inmóði þjáningarsvipur á andlit hennar. ,,En ég hef aðeins eitt herbergi til leigu. ” David reyndi að vera svolítið ýtinn. ,,Við verðum hér ekki lengi og ég skal borga einn sólarhring fyrirfram.” „Rúmin eru tvö,” sagði hún og hrukkurnar dýpkuðu á ný. Hún lagaði fölnað, ljóst hár sitt óstyrkii hendi. ,,Ég borga fyrir þau bæði.” , ,En þér notið ekki nema.. „Borga fyrir bæði,” sagði David ákveðinn og tók upp veskið sitt. „Þetta herbergi er notalegt og hér fer áreiðanlega vel um systur mína.” „Já, hér mun enginn ónáða hana.” Samviska Frau Hartmanns var nú aftur komin í samt lag og hún virtist ekki hafa neinar áhyggj- ur út af þvi að taka við greiðslu fyrir ónotaða rúmið. Hún gekk á undan þeim upp hvítþveginn tré- stiga og inn í lítið álíka velþvegið herbergi. Á rúmunum voru tandur- hrein sængurföt, en út um glugg- ann gat að líta vínviðinn, sem teygði sig upp í hlíðina. Þegar hún yfirgaf þau, brosti hún hlýtt til þeirra, en sagði ekki neitt. Frau Hartmann virtist litið málgefin, en það sem betra var, hugsaði David, hún hafði ekki beðið um að halda eftir vegabréfunum. Þau gætu því yfirgefið húsið án nokk- urrar tafar. „Ég ætla að hringja í Krieger,” ARANS hér framhjá bilageymslunni?” spurði David og tók eftir bakdyrum sem voru hálfopnar, en þar fyrir handan var garður. ,, Þá verðið þér að ganga. ’ ’ „Já,” sagði David og stillti sig um að gera frekari athugasemdir. „Ef þér styttið yður leið, er þetta aðeins steinsnar héðan. Hvað getið þér borgað mikið fyrir herbergið?” „Hversu mikið setur móðir yðar upp?” Ungi maðurinn hló. Hvað varðaði hann var málið útkljáð. „Hún setur yður áreiðanlega ekki á hausinn.” „Er rennandi vatn i húsinu?” Hann kinkaði kolli. „En ekki í sjálfu herberginu.” „En sími?” „Hann er þarna,” sagði maður- inn og benti i áttina að bílageymsl- unni. „En það verður að greiða aukalega fyrir afnot af honum.” „Auðvitað,” sagði David. „Vild- uð þér vera svo góður að vísa okkur leiðina.” Ungi maðurinn gerði betur en það. Hann hjálpaði David að taka farangurinn úr bílnum og bar meira að segja yfirhafnirnar að bakdyr- unum. „Ég kemst því miður ekki frá. Starfsfélagi minn á frí á laugar- dögum. Þér farið hér yfir bakgarð- inn og í gegnum sundið þarna beint á móti. Því næst beygið þér til vinstri og þar blasir húsið við yður. í glugganum er skilti. Zimmer Frei, stendur á því. Eruð þér með á nótunum?” Ég vona það, hugsaði David. Móðir min heitir Hartmann. Seg- ið henni að Franz hafi sent yður. Af bílnum þurfið þér ekki að hafa HefilbeKkir. Smíðatól i trékassa. Utsögunarsett. Asláttarleikföng. Verkfærasett i belti. Póstsendum samdægurs. LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustig 10 Box 7154 simi 1480ö neinar áhyggjur. Ég skal koma honum fyrir í bílageymslunni. Þarf eitthvað að dytta að honum? Að minnsta kosti myndi ekki saka að skola aðeins af honum.” „Allt í lagi. Og setjið á hann bensin og athugið með olíuna. Lítið sömuleiðis á rafgeyminn og heml- ana.” Þetta myndi hafa ofan af fyrir Franz næsta klukkutímann, hugs- aði David, og hann myndi ekki veita símtali hans neina sérstaka athygli. Bakgarðurinn var lítill og sundið, sem lá á milli tveggja gaflveggja, var stutt. „Ef okkur líst ekki á staðinn,” sagði David lágt við Irinu, „förum við bara. Þökkum fyrir okkur og biðjumst afsökunar. Þau þurftu ekki að ganga nema skamman spöl eftir sundinu, þá voru þau komin út á veg. Annars vegar við þennan veg var húsaröð, en hins vegar teygði vínviður sig upp hlíðina. David beygði til vinstri og þarna við hornið á sundinu og veginum stóð húsið. Skiltinu með orðunum Zimmer Frei var vandlega komið fyrir á milli blómst- urpotta. Þetta var gamalt en nota- legt hús á að líta. Veggirnir voru hvitkalkaðir, en þakið rauðmálað og á gluggasyllunum voru blóma- kassar með litríkum blómum. „Þetta er yndislegt,” sagði Irina. Já, hugsaði David og sérstaklega vegurinn, sem hann sá að endaði við fjölfarna götu skammt undan. Þau áttu þá um tvær leiðir að velja er þau færu héðan. Öttinn við, að þau væru lokuð inni í einhvers konar blindgötu hvarf. Frau Hartmann jók einnig á öryggiskennd hans. Hún virtist hafa nóg á sinni könnu, en var þó í senn kurteis og afskiptalaus. Að- eins eitt olli henni heilabrotum. „Þið eruð ekki gift?” sagði hún, er hún tók eftir því að Irina bar ekki giftingarhring. Hrukkurnar milli SNARA FUCL- HELEN MACINNES 45. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.