Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 34

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 34
 Blessuð öll sömul! Ég dreif mig með bílinn á verk- stæði um daginn, sem er nú svo sem ekki í frásögur færandi. Sem sé, ég var ekki búin að panta tíma, enda þurfti aðeins að athuga flaut- una, því hún hafði farið úr sam- bandi síðast, þegar billinn var á verkstæði, en það var þrem dögum áður. Nú, ég snéri mér að manni, sem'var að hamast við að skráfa eitthvað i vél á bíl einum og spurði, hvort hann gæti ekki bjargað þessu fyrir mig í snatri. Nei, það gat hann ekki og benti mér á að tala við þennan í köflóttu skyrtunni. Þeir voru nú reyndar þrír í köflóttum skyrtum, svo ég vatt mér bara að öðrum, sem virtist ósköp aluðlegur og rólegur og spurði, hvort hann gæti litið á þetta fyrir mig. Jú, alveg sjálf- sagt. Hann snaraði sér inn í bílinn i einum grænum, tók þar úr eitt- hvað, sem hann kallaði öryggi, „spekúleraði” dálitið, sagði mér að prófa flautuna, og ekkert gerðist, engin flauta. Heyrðu, þú verður að koma seinna, því það þarf að skrúfa grillið i sundur, eitthvað leiðir út, sagði hann. Nú það skipti kannski ekki megin máli, hvort flautan kæmist í lag strax í dag, svo ég sagðist bara koma á morgun. Þakkaði fyrir mig og fór. Ekki hafði ég lengi ekið, þegar ég þurfti að nota stefnuljósið, og hvað haldið þið? Stefnuljósið, sem var i lagi, þegar ég kom á verkstæðið, var nú bara alveg óvirkt og sömuleiðis bensín- mælirinn, og ég sem gat ómögu- lega munað, hve mikið bensin væri á bílnum. Svei mér þá, fyrst var ég að hugsa um að reiðast óskaplega, en varð þá hugsað til broslegu hliðarinnar og hætti við reiðina. Ök síðan sem leið liggur beint heim. En bíðið við, sagan er ekki öll ennþá. Um kvöldið þurfti ég að bregða mér í smáökuferð, þorði varla út af löggunni, en gerði það nú sen.t. Það var tekið að rigna allhressilega, svo að þurrkumar þurfti ég að nota, en þá voru þær farnar líka, sömu- leiðis miðstöðin. Nei, nú var nóg komið. Með mér i bilnum voru tvær ungar, hressar dömur, önnur þeirra hafði heyrt, að öryggi í bíla fengjust á bensínstöðvum. Það hafði ég ekki hina minnstu hug- mynd um, vissi ekki einu sinni, að öryggi væru notuð í bíia fyrr en i dag. Ég verð víst að viðurkenna, að ég veit harla lítið um bíla svona yfirleitt. Læt mér bara nægja að keyra þá og finnst það 36 VIKAN 45. TBL. * * * Dustin Hoffmann með vasapela Dustin Hoffmann virðist kunna vel að meta að fá sér „einn lítinn" eftir myndinni að dæma. En við frumsýningu í New York, á hinni umtöluðu kvikmynd „All the President's Men", sem fjallar um Water- gatemálið, hafði leikarinn ekki aðeins konu sína með, heldur flösku upp á vasann. Myndina hafði hann séð nokkrum sinnum áður, þar sem hann er einn af aðalleikurunum og hefur líklega reiknað með að sér myndi leiðast ferlega. Myndin vakti feikilega mikla lukku. Þeir Dustin Hoff- mann og Robert Redford voru kallaðir fram og hylltir óspart, en þá var nú flaskan hans Dustins tóm. Innihaldið var reyndar sak- laust hvítvín. / pappír og p/asti Þessar stúlkur eru í plastbuxum með smekk, plastskóm og með plastskyggni yfir augum. Ekki veit ég til þess, að þessar vörur fáist hér ennþá, en pappírsjakkar hafa fengist hér í sumar. — Fórstu eftir uppskriftinni, senrég gaf þér? — Nei, þá væri ég dauö núna. — Hvað meinar þú með því? — Uppskriftin fauk út um gluggann á 6. hæð. alveg ljómandi þægilegt. Nú öryggið fengum við á næstu bensínstöð, og öllu var bjargað nema flautunni, sem þagði eins og steinn. Á morgun drif ég mig aftur á verkstæðið og læt laga flautuna og hefi hugsað mér að prófa allt kramið áður en ég fer af stað aftur. Eitt er þó gott við þetta allt saman. Ég veit pínu- lítið meira um bíla en áður. Bless, Blái fuglinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.