Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 36

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 36
SJORfENINGJfl- FJfÍRSJÓÐURINN EFTIR AKSEL SANDEMOSE Það er eins og síðan séu hundrað ár. Lassi, Jonni og ég lékum okkur í þurrum lsekjarfarvegi með háum sandöldum til beggja hliða. Sólin skein, við grófum I sandinn og vorum í paradís. Ég var dálítið frá hinum og hamaðist, svo að svitinn draup. Ég veit ekki af hverju við grófum þessar holur, en við gerðum það og vorum saelir. Þá gerðist undrið. Blikkdós kom upp úr sandinum, og hún var full af peningum. Ég rak upp gleðióp, áður en ég fengi hugsað mig um. Lassi og Jonni sáu hana. Það er vissulega einsog hundrað ár séu síðan, en ennþá man ég ofsalegan hitann í blóðinu. Ég hafði fundið fólginn fjársjóð! Ég var bálreiður við Lassa og Jonna. Hefði það bara verið Lassi, hefði ég slegið hann utanundir og hjaupið burt með milljónina. En Jonna var ekki haegt að losna við, hann var fjórtán ára, fimm árum eldri en ég. Við lögðum af stað. Lassi og Jonni gerðu hvor um sig kröfu til þriðjungs. Mér lá við gráti. Af hvcrju eigið þið að fá svona mikið af því, sem ég hef fundið? ,,Við verðum þá bara að segja frá þessu”, sagði Jonni kæruleysislega. Þetta þaggaði niður í mér. En ég vildi þá að minnsta kosti opna dósina sjálfur og sjá fyrstur, hvað í henni væri. Því það var ég, sem hafði fundið hana. ,,0, þá snuðar þú okkur bara”, hrópaði Lassi. ,,Við skulum heldur segja frá þessu”, sagðijonni. Ég hélt dauðahaldi um dósina og óskaði, að þessir tveir bófar dyttu dauðir niður. Nú skildi ég alla sjóræningjanna, sem vildu eiga allt sjálfir, kaptein Kid og Morgan og alla þá.... Ég fékk örvæntingarfulla hug- mynd: ,,Ha ha, þarna gabbaði ég ykkur laglega. Það var ég sjálfur, sem lét dósina þarna, og hún er full af ryðguðum nöglum.” En í sömu andrá stóð ég eins og negldur niður. Hvílík skelfileg hugsun. Auðvitað var ekki annað en naglar I dósinni. Jonni kom fast að mér með soltin, gráðug augun. Ég gafst upp. í dósinni voru fjórar krónur, níutíu og tveir aurar I koparskild- ingum — líklega til að sem mest færi fyrir fjársjóðnum. Þetta var Uka álitlegur auður. Það var mcira en ég vann mér inn á má:.uði með blaðasölu, og þá peninga fékk pabbi auðvitað. A meðan við sátum og töldum milljónirnar, uppgötvaði ég, að það var bréf á botni dósarinnar. Seðlar? Nei, reyndar ekki. Það var blóð- flekkað plagg, með hauskúpu og krossleggjum og djöfullegum hót- unum. Við skilduro nú raunar, að þetta var ekki mjög hættulegt, en við tókum þátt I leiknum og töluðum hvíslandi um Kid kaptein... og við gutum augunum hver á annan eins og sannir stórbófar og hugleiddum morð til að tryggja yfirráð okkar yfir fjársjóðnum. En undirniðri var eitthvað, sem nagaði mig. Nei, það var ekki hugsunin um vesalings drenginn, sem misst hafði fjársjóðinn sinn. Börn væru ekki jafn aðlaðandi, ef þau fyndu til sársauka með öðrum. Það liðu mörg ár, þangað til ég gat gert mér hugmynd um hina óbæru- legu sorg, sem hann hefur orðið fyrir, þegar hann kom og sá, að fjársjóðurinn var horfinn. Hver veit, ef til vill voru þessir fáu skildingar afraksturinn af áralöngu erfiði og sjálfsafneitun... og svo draumurinn um sjóræningjafjársjóðinn... Það er talað um að grafa pund sitt I jörðu. Drottinn minn dýri. Þarna hefur litli sjóræninginn legið langa sumardaga I dæld við lækinn, vopnaður trésverði og prýddur fjað- urskreyttum pappírshatti og haldið vörð um fjársjóðinn. Og svo, einmitt þegar Morgan kapteinn sté á land, var hin vlgreifa hetja I skólanum. Þetta hugsaði ég ekkert um. Það sem kvaldi mig var allt annars eðlis. Hefðu Lassi og Jonni ekki verið með I spilinu, hefði ég getað fengið bæði smásjá og bókastoðarfugla og átt peninga afgangs. Stóra verðskráin frá vöruhúsinu var mín kærasta lesning, eins og hún var reyndar lika mörgum fullorðnum. Þar mátti finna allt, frá kvenkjólum til músagildra. Það var vart hægt að hugsa sér bók, sem hafði að geyma annað eins efni fyrir hugmynda - flugið. t henni var lika mynd, sem mér fannst verðúgt takmark lifs- baráttu langrar ævi: Smásjá á níutlu aura. Nú skil ég raunar, að vöruhúsið hefur verið nokkuð flott I nafngift- inni. Smásjáin var stækkunargler. En þó ég hefði gert mér grein fyrir muninum, hefði það engu breytt. Bókafuglaparið var lika hægt að fá I borginni og kostaði tvær krónur. Ef við hefðum skipt peningunum strax, hefði ef til vill eitthvað bjargast. En ég gat ekki fengið af mér að sleppa peningunum. tJr því það var ég, sem hafði fundið fjársjóðinn, gátu þeir að minnsta kosti leyft mér að kaupa handa þeim lika. Að lokum féllust þeir á það, og Jonni setti upp fullorðinssvip. ,,Þá verður þú líka að gæða okkur á límonaði.” Ég féll fyrir þessu eins og sveskja. Límonaði hafði enginn okkar fengið nema á jólatrésskemmtuninni I stúkunni — og drekka það svo um mitt sumar. ,,Og svo kostar það engin ósköp”, sagði Lassi. Aðeins fimmtán aura á mann, ef við skilum flöskunum. Við fengum snert af stór- mennskubrjálæði við þá tilhugsun, að fimmtán aurar væru svo sem ekki neitt. Við örkuðum inn í kaupstað- inn og upp aðalgötuna, litum hæðnislega á aðra drengi, blótuð- um og skyrptum: Víkið úr vegi. Aldrei hefur þeim Alexander mikla, Sesari, eða Djengis Khan og Napóleon fundist þeir eins miklir kallar. Enginn gat efast um, að hér komu menn framtíðarinnar. Eng- inn gat séð, að hjarta eins drengj- anna var kramið af kvíða: Smásjáin, smásjáin. Heitut drengshnefi læstist um koparskildingana, sem þyngdu buxnavasann. Smásjáin. Nú gat maður loks fengið að sjá, hvernig flugufótur leit út, og allar smáver- urnar, sem kennarinn sagði, að væru allstaðar. Fló hlaut að verða að minnsta kosti eins stór og fíll að sjá. Ég mundi enn eftir smásjánni, er við stóðúm í húsasundi og drukkum okkur fulla af limonaði. Við urðum I raun og veru ölvaðir. Við vissum, að menn drukku sig fulla, og nú urðum við það, og ég held við höfum kannað öll þekkt stig ölv- unarinnar, uns algleymi tók við. f ölvímunni gleymdi ég smá- sjánni, eins og menn gleyma konu og börnum og skóm, sem þarf að sóla. ÉJr því hægt er að gleyma rafmagnsreikningi, kaupmanni og húsaleigu, var ekki mikið, þó ég gleymdi bókafuglum. Fólk heldur, að skáld ljúgi, en skáld eru þeir einu, sem I það minnsta reyna að segja satt. Ég hef einu sinni eitrað fyrir mann með hálfum asperínskammti. Við höfð- um setið I veitingahúsi og gætt okkur á kaffi. Þar eð við höfðum ekki efni á öðru og meira, urðum við að láta okkur nægja að tala um eiturlyf. Við töluðum um kókaín. 38 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.