Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 3

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 3
Orðrómur hefur gengið um Lizu Minnelli og Jack Haley síðan þau giftust, orðrómur um skilnað, ótryggð og óhamingju. Það er bara vitleysa, segir Jack Haley — ég elska Lizu æ meira með hverjum deginum sem líður. Hér segir hann frá því, hvernig þau Liza hittust og hvers vegna þau eru ennþá jafn ástfangin hvort af öðru. JRLIZCl MINNELLI _ ERFITT AÐ SAMRÆMA „STUNDATÖFLUNA” OKKAR. Nú hafa Liza og Jack verið gift í nærri tvö ár. Jack finnst óréttlátt að bera þau saman við önnur hjón. — Flest hjón hittast daglega, segir hann. — Það er dálítið annað með okkur, sem erum á ferðinni sitt hvorum megin á hnettinum. En þetta hafa verið stórkostleg ár, sem hafa fært báðum mikla velgengni. Mér finnst, að ég elski Lizu meira með hverjum degi sem liður... Við lifum erilsömu lifi, en líka skemmtilegu. I rauninni er stærsta spurningin, hvernig eigi að sam- ræma áætlanir okkar. Það er ekki auðvelt. Núna er Liza t.d. í Róm að leika í kvikmynd með föður sínum og verður að heiman í heila fjóra mánuði! En við notum simann mikið, og það líða aldrei margir dagar án þess að við höfum sam- band. Við vissum, hvernig þetta yrði, áður en við gengum í hjónaband, svo að við gengum ekki að neinu gruflandi. Frá Róm fer Liza til Kali- forníu til að leika í kvikmynd, og þá fáum við að vera saman daglega, dásamlegt! _ EINS KONAR SJÖMANNA- HJÓNABAND. Við þekkjum skemmtanalífið út og inn og vitum, hvaða vandamál- um við getum reiknað að mæta. Hjónabandi okkar finnst mér mætti líkja við sjónmannahjónaband, þar sem maðurinn er að heiman og konan verður eftir heima, nema hjá okkur er þetta yfirleitt öfugt. Ég trúi því, að við stöndum af okkur alla erfiðleika. Við berum virðingu hvort fyrir öðru. Ég tel, að við séum raunsæ: við tökum raun- veruleikann eins og hann er.... Lengi var orðrómur á kreiki um rómantiskt samband milli Lizu og Burt Reynolds — karlmannlega leikarans, sem varð þekktur, þegar hann lét birta af sér nektarmynd í amerísku kvennablaði. — Ég held, að orðrómurinn hafi verið verri fyrir Burt heldur en Lizu og mig, segir Jack. — Það hefði getað eyðilagt mikið fyrir honum, en Liza og ég erum örugg um hvort annað og vön kjaftasögum frá barn- æsku. Okkur er hreinlega sama um þær. Það var orðrómur á kreiki um Lizu og Peter Sellers lika. Frá þvi var skýrt, að þau hittust á ákveðnu veitingahúsi í Hollywood á hverju kvöldi — en um þetta leyti vorum við saman á Spáni! Svona er nú mikið að marka slúðrið! Það borgar sig ekki að láta það ergja sig — maður getur alveg eins skemmt sér yfir því fáránlegasta og sleppt hinu. _ SAMA ATVINNA, EN VINNA EKKI SAMAN. Við vinnum ekki saman og lifum þar hvort sínu lífi, og einmitt þess vegna er auðveldara að gagnrýna hvort annað á málefnalegan og hreinskilinn hátt. Það er oft þannig, að þekkt hjón í skemmtanalífinu eiga endilega að vinna saman. Allt í lagi — ef það getur gengið. Gott dæmi er Roger Smith og Ann-Mar- gret. Hann lagði leiklistina á hilluna til að hjálpa henni á framabrautinni Það mætti líka nefna parið Blake Edwards og Julie Andrews. Stund- um vinna þau saman, stundum ekki. Þetta hentar þeim, en það er ekki öruggt, að okkur hentaði slíkt. Það er líka þannig, að við erum ekki að gera sömu hluti, Liza er skemmtikraftur, en ég er leik- stjóri. Við vissum frá byrjun, að við yrðum óháð hvort öðru á leiðinni upp á tindinn. Við höfum bæði gert okkar besta — hvort á sínu sviði. _ LIZA ER EKKI EINS ÓSTUNDVÍS OG SAGT ER. — Var erfitt fyrir fertugan pipar- svein að byrja nýtt líf í hjónabandi með Lizu Minnelli? — Það var ekki auðvelt, en það er enginn kominn til með að segja, að svo hefði átt að vera. Það er í rauninni ekki rétt að segja, að maður færi fórnir. Aðlögun væri réttara orð... Liza þarfnaðist min og ég hennar. Þá skipta smáatriði ekki ýkja miklu máli... Stærsti galli minn er sá að taka verkefni með mér heim. I kollinum sem sagt. Mér finnst, að maður eigi að beina athygli sinni fullkomlega að þeim sem maður elskEu-, þann. tima sem maður getur verið sam- vistum. Vinnan tekur of mikið af tíma manns. Það er sagt, að stærsti galli Lizu sé óstundvísi hennar. Það er ekki satt. Á brúðkaupsdaginn okkar t.d. vorum við sautján saman í tveimur bílum. Við komum of seint — sem sagt við en þó stóð í blöðunum, að Liza hefði verið of sein eins og venjulega. Það var óréttlátt. Ég held, að þetta sé eitthvað í sam- bandi við það orð, sem fór af móður hennar. Það var þekkt, að Judy Garland var ekki alltaf stundvís, en það sama gildir alls ekki um dótturina. Liza reynir þvert á móti alltaf að vera stundvis — einmitt til að vinna gegn orðrómnum frá móður sinni. Liza hefur gaman af matargerð. En í sannleika sagt verð ég að viðurkenna að það er mjög einföld matargerð hjá okkur. Pizza, ham- borgarar...Venjulegur, almennileg- ur amerískur matur. Fred Astaire er uppáhalds leikai - inn okkar beggja. Hann er svo fjöl- hæfur, og það er ennþá nautn að sjá hann koma fram. Hvað viltu segja um framtíðina? Jack hlær við spurningunni. — Jú, stundum tölum við um, að nú væri kannski kominn tími til að eignast erfingja. Kannski það verði fljótlega... Það verður spennandi að vita. Hjónaband þeirra Lizu og Jack virðist vera traust. Þess vegna geta þau leyft sér að hlæja að slúður- sögunum... * 45. m. 'VlllKíWbl 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.