Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 28

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 28
SfKÍin gildirfrá fimmtudegi til miðvikudags HRÚT'JRINN 21. mars - 20. april Þú verður mikið heima á kvöldin og lætur þér ekki leiðast, þvi að þú ert nýbúinn að finna þér drjúgt heimaverkefni. Gættu þess vandlega að móðga engan. tm NAUTIÐ 21. aoril — 21. maí Einþykkni þin hefur fælt frá þér persónu ___ sem þér þykir mjög vænt um. Reyndu að fá hana til þess að sættast við þig aftur. ^ » Happalitur þinn er appelsínugult. TVÍBURAPNIR 22. maí - 21. júní Yfirleitt má segja að heildarútkoma vikunn- ar verði jákvæð, þó þú verðir að vísu fyrir nokkrum skakkaföllum. Þú verður að taika sjálfstæðar ákvarðanir i vissu tilfelli. £oS' KRABBINN 22. júni - 23. júli Varastu að tala of mikið um nánustu sam- starfsmenn útávið, það gæti verið að einhver væri á hnotskóg eftir þessum um- sögnum um þá. ^ i r- Þú lendir i dálitiili klípu en úr henni rætist ^ ._. KÍ samt á besta veg ef þú heldur fast við þitt. í? Það eru ýmsir hlutir sem þú verður að láta ganga fyrir hvað sem hver segir. MEYJAN 24. ápúst — 23. sept. Að líkindum verður eitthvað um lasleika á heimili þinu eða i kringum þig á vinnustað. Þú hefur nokkrar áhyggjur af því að geta ekki afkastað verkefnum þínum. VOGIN 24. sept — 23. okt. Kunningi sem þú hefur oft rétt hjálparhönd sýnir þakklæti sitt í verki. Þér verður boðið á skemmtistað þar sem nokkuð óvænt ber fyrir sjónir. Heillalitur er rauður. SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Þú gerir nokkrar tilraunir til þess að fá svar við spumingu sem hefur valdið þér nokkr- um ónotum. Þú færð fréttir af vinum þínum. t BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Vegna utanaðkomandi áhrifa verðurðu að draga ýmsar persónulegar framkvæmdir. Þér er best að hætta að hugsa um væntan- lega aðstoð vissrar persónu. STEINGEITIN 22. des. -20. ian. Nokkrar óveðursblikur eru á lofti. Þú ættir að forðast allar rökræður og stælur, þótt þér finnist hallað á rétt þinn. Notaðu eitthvert kvöldið til kunningjaheimsóknar. VATNSBERINN 21. jan. - 19. febr. Það er eins og vissir hlutir í eigu þinni reyn- ‘ý-it'jf ist þér alltaf jafnilla, hversu oft sem þú skiptir um. Reyndu að læra eitthvað af reynslunni og þiggja ráð af öðrum. FISKARNIR 20. febr. - 20. mars Þér verður mun meira úr fjármunum þínum en þú hafðir þorað að vona. Kunningi þinn tekur þig með sér í stutt, en mjög skemmti- legt ferðalag. Þú kynnist nýju fólki. STcJÖRNUSPfl Hann leit yfir öxl sér á sofandi börnin og lækkaði róminn. ,,Það er Celia — hún fór út ein hvem tíma í kvöld og hefur ekki komið aftur.” Abby hristi höfuðið. ,,En hvenær komstu hingað Jonah? Klukkan er aðeins níu. Hún getur ekki hafa farið langt. Hún er heima, það er ég viss um, og hugsar um hvert þú getir hafa farið með börnin á svona hráslagalegu kvöldi.” Hann tók hendur hennar i sínar og sagði hratt ,,Ég veit að ég hef ástæðu til að vera áhyggjufullur, Abby, þú þekkir hana ekki. Hún hefur aldrei verið fjarverandi á kvöldmáltíðum allan þann tíma sem við höfum verið hér. Hún heldur að enginn nema hún hafi vit til að ráða fram úr vandamálum, ég er áhyggjufullur.” „Allt í lagi, Jonah” sagði hún rólega. „Ef þú trúir að þú hafir ástæðu til að vera áhyggjufullur, tek ég þátt í því með þér. En hvað viltu að ég geri?” „Börnin” sagði hann strax. „Viltu hafa þau hér hjá þér þar til égfinnCeliu...?” Rödd hans titraði. „Þú finnur marga leiguvagna á endastöðinni, þar sem strætisvagn- arnir snúa við. Sendu mér orð á morgun, og segðu mér hvað hefur gerst. Og hafðu ekki áhyggjur af bömunum, ég skal líta vel eftir þeim.” sagði Abby. Hann kyssti hana á kinnina, næstum innilega. „Þú ert allra systra best, Abby. Líf mitt væri alveg óbærilegt án þín, held ég.” Þar með var hann farinn. Þegar henni og Ellie hafði tekist að hátta Phoebe og koma henni fyrir í litla herberginu inn af her- bergi ungfrú Miller og með ákafri hjálp Fredericks höfðu háttað Oliver og látið hann í rúm Freder- icks, fór hún inn í sitt eigið her- bergi, að niðurlotum komin. Hún háttaði sig, og fór í bað, í stóra baðkerinu, sem Ellie hafði haft til- búið fyrir framan logandi arininn, og lét þreytu og erfiði dagsins líða úr sér. Það var ekki fyrr en hún var komin upp úr baðinu og i sloppinn að Ellie kom með bréf til hennar. „0, frú, mér þykir svo leitt, en í öllum æsingnum í kvöld, stein- gleymdi ég þessu. Hr Gideon var hér í næstum allan dag, fullur af spumingum um hvar þú værir og vildi ekki þiggja neina hressingu, nema einn tebolla. Hann virtist utan við sig, og svo varð hann skyndilega- að fara. En hann skildi þetta eftir handa þér, frú, og sagði, að ég ætti að láta þig fá þetta um leið og þú kæmir inn. Og svo gleymi ég öllu saman. Mér þykir það leitt, frú, en þú gætir ekki kallað þetta neitt venjulegt kvöld, er það? Mér þykir það svo leitt— ” Og hún dró upp úr vasanum á stórri svuntunni, stórt ferkantað bréf. Þegar Abby var loksins ein, braut hún upp litla innsiglið, opnaði bréfiðoglas. „Kæra Abby, ég er að missa vitið. Þeir sögðu í verksmiðjunni að þú værir farin, og vissu ekkert meira. Kæra, kærasta Abby, ég elska þig svo mikið. Þú veist það, ég þarf ekki að segja þér það, en hvað hefur þrá með það að gera? Mig langar til að segja þér — ég verð að segja þér, að ég bíð aðeins eftir þér til að segja mér tilfinn- ingar þínar, þvi þú getur ekki leynt því lengur. Ég veit, eins og hver maður sem elskar, að þú elskar mig eins og ég elska þig. Ég sá þig í stúkunni, bjarminn frá kertunum lék um höfuð þitt eins og geislabaugur, og ég vissi að birtan kom frá þér sjálfri. Það var eins og þú hrópaðir til mín frá stúkunni, að þú vissir hvað væri í hjarta mínu. Og ég veit hvað er í þínu, ég er viss. Ég veit að þetta bréf er mgl- ingslegt, og vissulega heimskulegt, en ég er svo fullur af áhyggjum og þrá eftirþér. Viltu, um leið og þú kemur heim senda mér skilaboð. Þú veist ekki, hve ég þrái þig. Kæra Abby, ég elska þig mjög heitt.” Hann hafði aðeins skrifað stórt G undir bréfið, stutt óljóst pár, eins og tilfinningar hans til hennar hefðu allt í einu orðið öllu yfirsterkari. Hún hugsaði vandlega og hratt, að venju, og tók skjóta ákvörðun. hún fór niður, skrifaði stutt bréf og lokaði því vandlega áður en hún fór út til að ná í leiguvagn til að flytja það á ákvörðunarstað. Hún sagði reiðilega: „0, hvers vegna komstu? Ég bað þig í bréfinu — þvi að gera þetta svo miklu erfið- ara fyrir okkur bæði? Nei, vertu þar sem þú ert. Ef þú kemur nær, þá get ég ekki hugsað. ” Abby hafði setið við borðið þegar hurðin hafði opnast, hún hélt að það væri aðeins Ellie, stúlkan hennar, komin til að kveikja á lömpunum. Skyndilega fann hún handleggi hans utan um sig, og andardrátt o'a Ódýrar og hentugar peningaskúffur 30 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.