Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 31
„og herra Lackland, það er nauð- synlegt fyrir ykkur að borða.” „Égkem,” sagði hann, „eftir að ég hef litið á Willam. „Hvernig líður honum?” „Alls ekki vel”, sagði ungfrú Ingoldsby. „Nei, Abby, þú ferð til hans seinna. Fyrst verður þú að borða.” Abby fór hlýðin niður og fann Rupert í eldhúsinu. „Abby,” sagði hann. „Ánœgju- legt að sjá þig hér. Hvar er pabbi?” ,,Hann fór til Williams” Rupert hló, stuttum, hörðum hlátri. i.Það er kaldranalegt. Hann er sá eini af okkur, sem neitar að hjálpa til á sjúkrahúsinu, þótt hann sé sjálfur læknir. Þegar við gerðum okkur grein fyrir að þar geisaði kólera buðust ungfrú Ingoldsby og Martha til að koma. En William, hann gat ekki forðað sér nógu fljótt, og hann bíður lægri hlut fyrir henni.” Hann snéri sér að dyrunum. „Ég ætla að fara í rúmið, ég er máttvana.” Abby horfði á eftir honum. Þegar hún hafði borðað brauðsneið fór hún aftur upp. Það hafði verið sent eftir henni svo hún gæti hjálpað til við hjúkrunina og það ætlaði hún sér að gera. Dorothea, sem hélt fast í lífs- neistann, virtist fjara út fyrir augunum á þeim. í hvert skipti, sem þau héldu að hún væri að draga síðasta andardráttinn, var eins og hún fyndi einhvern innri styrk til að halda áfram og þannig gekk það þar til að þriðji dagurinn var liðinn og sá fjórði rann upp. Á sama tíma varð William veikari og veikari. Abby skiptist á við ungfrú Ingoldsby við að sitja hjá honum. Hún gat komið vökva inn fyrir varir hans, vafið hann inn í kalda bakstra til að koma hitanum niður. Grá húð hans var þvegin og olíuborin, í óendanlegri baráttu við að halda honum hreinum og kæla hann, þegar hann reyndi að komast úr heljargreipum sjúkdómsins, sem hrjáði hann. Rupert kom til sjúkrahússins á þriðja degi og þar voru aðeins þau þrjú, faðir hennar, hún sjálf og ungfrú Ingoldsby. Það var á síðasta degi vikunnar sem Dorothea dó, þegar Abby og ungfrú Ingoldsby sátu við rúm hennar. „Ég skal segja honum það” sagði ungfrú Ingoldsby. „Ég óska eftir því, ef þú leyfir mér það.” Abby horfði beint á smávaxna konuna og kinkaði kolli. Og þá nótt dó William. Það var þá sem Abby grét. Hún hafði séð móður sína fara, og fann ekki til annars en eftirsjár. En William, að sjá hann liggja látinn í óumbúnu rúminu olli henni ómælanlegum sársauka. Hún sat og lét tárin taka völdin. Hún grét vegna svo margs. Vegna James og eyðilagðrar æsku hans, vegna Williams, vegna hennar eigin þrár eftir Gideon, sem hún gæti aldrei notið, vegna harmleiks í fortíð föður hennar og hennar sjálfrar. Abby lét tímann líða, skilnings - og afskiptalaust. Þetta kvöld hafði verið martröð. Þau þurftu að senda eftir hjálp, og vegna þess að þau höfðu ekkert þjónustufólk, var það sem Abby fór. „Ef þú ferð á sjúkrahúsið,” hvíslaði ungfrú Ingoldsby að Abby „og segir Mörthu og Rupert, hvað hefur gerst, koma þau strax og Rupert veit hvað á að gera.” Abby hafði farið i kápuna og farið út á götuna. Hún stóð þar stutta stund og andaði að sér röku kvöld- loftinu. Það rann upp fyrir henni, að þetta var í fyrsta sinn í sjö daga, sem hún hafði farið út fyrir dyr. Hún náði sér siðan í leiguvagn. Martha og Rupert höfðu verið sofandi í litla herberginu hennar Nancy á sjúkrahúsinu. Nancy lét Abby setjast niður og fá sér glas af madeira á meðan hún fór „til að gera nauðsynlegar ráðstafanir, því ég býst við að verða upptekin ó Gower Streeet ó næstunni.” Nancy hafði augsýnilega tekið að sér óbyrgðina því það var hún, sem fór til baka til Gower Street með Abby og Mörthu, sem var þögul, hún sem skipaði hjúkrunarkonun- um að fara næsta dag til Gower Street til að hjálpa og hún sem sá um að leggja líkin tvö til og senda eftir kistum. Og næsta morgun sagði Nancy ákveðin við Abby, að nú væri kominn timi fyrir hana til að fara heim. Svo að Abby kvaddi föður sinn og ungfrú Ingoldsby að sinni. „Ég kem aftur til að vera við jarðarfarirnar,” sagði hún við ung- frú Ingoldsby, „þú sendir mér skilaboð?" „Já, auðvitað,” svaraði hún, „ég gleðst yfir því að þú skulir geta komið. Við þörfnuðumst þín hér, en það var meira en það. Það gleður mig að sjá þig og föður þinn vingast á ný. Það er sorglegt að það skuli hafa þurft slíkar aðstæður til — en betra er seint en aldrei. Þið eruð vinir núna, og ég er glöð yfir því.” „Églika,” sagði Abby. „Þú lítur eftir föður minum ungfrú Ingolds- by?” Hann finnur meira til miss- isins en hann gerir sér grein fyrir.” „Það skal ég vissulega gera. Þú mátt treysta mér.” sagði ungfrú Ingoldsby, það vottaði fyrir ákafa í rödd hennar. Abby leit snögglega á hana. Sér til undrunar sá hún að ungfrú Ingoldsby eldroðnaði. Framhald í næsta blaði. Svör við „Manstu hver það var?” SVAR AF BLS. 27 1. b. 2. c. 3. c. 4. b. 5. c. 6. a. 7. c. 8. a. 9. b. 10. c. Trumbuslög berast um skóginn. ViA fvllum Dokana af bessum nullsandi flvtium bíi tilskÍDSins... komum svo ^anur ettir meiru. 45. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.