Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 12
DÝRALÆKNISFRÆÐI. Kæri Póstur! Við erum tvær stelpur og okkur langar til að fá að vita hvar við getum lært dýralæknisfræði og hvað við yrðum lengi að læra hana. Hvernig fara vatnsberi (stelpa) og Ijón (stelpa) saman? En tvær vatnsberastelpur? Að lokum. Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu að ég sé gömul? Tvær heimskar. Dýralækningar eru ekki kenndar hér á iandi og það þarf stúdents- menntun til þess að geta lagt stund á þær. Íslenskir dýralæknar hafa flestir numið fræði sín á Norðurlöndunum. Algengt er að námið taki sex ár. Vatnsberi og Ijón eiga agætlega saman og einnig tveir vatnsberar, þótt þeir geti stundum verið ósammála. Úr skriftinni les ég atorku og áhugasemi. Þú ert svona 11 ára. VERTÍÐ Á VESTFJÖRÐUM. Kæri Póstur! Við erum hérna tvær 15 ára stelpur og okkur langar til að biðja þig að svara nokkrum spurningum fyrir okkur. 1. Er hægt að komast á fiskvertíö á Vestfjöröum? 2. Ef svo er, hvert á maður þá að snúa sér? 3. Hvernig eiga saman hrúts- stelpa og nautsstrákur? En nauts- stelpa og vatnsberastrákur? 4. Hvað lestu úr skriftinni? Please ekki láta bréfið okkar I hina heimsfrægu, þvl við hættum ekki að skrifa þér fyrr en þú hefur svarað því. Tværað noröan. Pósturinn telur ekki miklar llkur á þvi aö þið getir komist á fiskvertfð á Vestfjörðum. Þið gætuð samt reyntað skrifa tilþeirra staða, sem þið hafið áhuga á og spurt eftir þessu. Margir halda, að samband hrútsstelpu og nautsstráks bless- ist ekki, en það er ekki rétt, þau eiga oftast vel saman. Nautsste/pa og vatnsberastrákur eiga aftur á móti ekki vel saman, þvi að þau eru svo ól/k í sér. Úr skriftinni les ég sjálfselsku og ævintýraþrá. EÐLILEGT EÐUR El. Kæri Póstur! Takk fyrir allt gamalt og gott bæði í Póstinum og Vikunni í heild. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifin af strák eins og flestar aðrar stelpur. En hann hefur bara áhuga á kynlífi þ.e.a.s. að sofa hjá. Ég er bara þannig gerð, að ég hef ekki neinn einasta áhuga á því að hleypa upp á mig. Mér finnst of snemmt að byrja á þvl. Ég vil vináttu á milli stráks og stelpu. Er þetta óeölileg hugsun? Á ég að láta hann lönd og leiö eða reyna að halda I hann? Er óeðlilegt að vera 173 sm. á hæð og 63 kg? Hvað heldurðu, aö ég sé gömul, og hvað lestu úr skriftinni? Hvern- ig fara tveir hrútar saman? En hrútur og vatnsberi? Jæja, vertu blessaður og sæll. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una vona ég, að ruslafatan verði södd eftir birtinguna á þessu bréfi. Ástarþakkir. HrúturTvíburason (samt kvk.). Póstinum finnst þú a/veg full- komlega eðlileg. Þú skalt fara eftir þvi sem þér sjálfri finnst, en ekki því sem aðrir vi/ja. Ef strákurinn getur ekki sætt sig við þaö ættir þú bara að láta hann fiakka. Þú mættir ef tii vi/l vera tveimur kllóum léttari. Þú ert 15 ára og úr skriftinni /es ég hreinskilni, en dálítið óöryggi. Tveir hrútar eiga annaðhvort mjög vel eða mjög illa saman. Samband hrúts og vatnsbera ætti að b/essast. STÝRIMANNASKÓLINN. Kæri Póstur! Ég ætla aö biðja þig aö svara nokkrum spurningum fyrir mig. 1. Hvað þarf maður að vera gamall til þess að komast I Strýrimannaskólann? 2. Er nóg að fara beint úr 3. bekk gagnfræðaskóla? 3. Er erfitt fyrir 16 ára ungling að komast á bát, sem fer á loönu I vetur? Hvernig er skriftin og stafsetn- ingin? Og svo enga útúrsnúninga. Með þökk fyrir hjálpina. R.K. 6 30

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.