Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 30

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 30
TODDÝ sófasettíó er sniðíó fyrir unga tolkið Verð aðeins kr 109.000 Góðir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er BYKO K0PAV0GS SF NÝBÝLAVEGI8 SÍMI:41000 „Verður það?” sagði hann. „Þú heldur að líf hennar hér í þessu í þessu rúmi hafi verið tilgangslaust? Að hún hefði átt að deyja á götunni um kvöldið? „Heldur þú það ekki?” Hann var þögull um stund, þá sagði hann: „Nei, ég held það ekki” Hann þagnaði aftur „Ég skal segja þér” sagði hann grimmdarlega „það hefur verið vera hennar hér, sem hefur gert líf mitt þolanlegt, þessi siðastliðin þrjú ár. Ef hún hefði dáið það kvöld, hefði ég ekki getað haldið áfram að lifa. Sársauk- inn, sem hún leið og hægur bati var mér að kenna. Ég, læknir. Mín sök. En ég hef tekið út eitthvað af sekt minni, því hún hefur legið hér meðvitundarlaus öll þessi ár, og ég hef hjúkrað henni og litið eftir henni þannig að...” „Líf hennar eins og það er nú, hefur verið eins og smyrsl á sárin” sagði hann „því hún hefur frelsað mig. Allt hennar líf með mér langaði hana til þess, en þá var það ekki hægt. En þessi þrjú síðustu ár hefur hún gert það og ég trúi.-” Hann leit á Abby. „Ég er þakklátur henni”. „Ég skil þetta ekki” sagði Abby. „Það er ekki svo erfitt að skilja þetta. Ekki þegar þú veist allt, sem á undan er gengið.” Hann lyfti ekki höfði, en byrjaði að tala. Hann sagði henni frá barnæsku sinni, frá hungrinu í fátækrahverfinu, þar sem hann var fæddur, og hún var gráti næst yfir sorgarsögunni um einmana og hrædda barnið. Hann sagði henni frá vasaþjófnuðum sem hann framdi, Jesse Constam og Charlotte sem höfðu tekið hann að sér. Hann sagði henni frá vinum sínum, sem hafði þótt vænt. um hann og hjálpað honum til að koma undir sig fótunum. Þá breyttist rödd hans, og hann sagði henni frá hjákonu sinni Lilith Lucas, sem hann hafði tilbeðið. Þegar Abby hlustaði fann hún biturleikann, sem hann hafði kynnst og þjáningarnar, sem hann hafði þolað vegna Lilith, og hvemig Dorothea og Lilith höfðu vafið sig inn í hans eigin ævisögu. Að lokum fór hún að skilja. Hún sá nú, hvers vegna uppvaxt- arár hennar höfðu verið þrúguð hræðslu móður hennar, hvers vegna Dorothea hafði starað biðjandi aug- um á mann sinn og hvers vegna Abel hafði verið svo höstugur við hana. Og best af öUu skUdi hún, hvað faðir hennar hafði átt við með frelsinu, sem Dorothea hafði gefið honum. Fyrir aftan þau opnaðist hurðin og ungfrú Ingoldsby kom inn. „Það er tUbúinn matur handa ykkur í eldhúsinu. Mér þykir leitt að þið þurfið að borða þar, en þetta er erfitt án þjónustuliðs. Rupert er hér. Hann segir að mál sjúkrahúss- ins standi tU bóta.” Hún var eins og gustur af fersku lofti, sem blés í burt þrúgandi andrúmsloftinu í herberginu. „Komið niður Abby” sagði hún 32 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.