Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 38

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 38
DJÖFULLINN O.FL. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi fyrir stuttu siðan mjög sérkennilegan draum og ef þú getur fundið eitthvað út úr honum þá bið ég þig innilega að birta hann fyrir mig. Hann hljóðar svo: Fyrst fannst mér ég vera í sundi með fleiri krökkum. Síðan stóð ég í búningsklefanum, búin að klæða mig, og uppgötvaði allt í einu að ég hafði gleymt bikininu mínu í kirkjunni, sem mér fannst vera í næsta herbergi við búningsherbergið. Ég þoröi ekki að fara ein inn í kirkjuna og bað þvi stelpu að koma með mér. Stelpan hálf dró mig inn ( kirkjuna, því þegar ég gekk inn þá birtist mér djöfuls-andlit likt og eitthvað skrímsli. Það birtist mér og rak upp öskur, hvarf svo en kom aftur á víxl. Ég æpti og öskraði, en stelpan hélt áfram að draga mig (hún hélt ( hægri hönd mína) og mér fannst sem hún sæi þetta, en ekki einungis ég, Viö hliðina á þessari djöfulsmynd var einfaldur kross, upplýstur og hjá þessum krossi var litil kona (huldukona) aö labba. Hún sneri baki í mig og var klædd eins og konur á dögum afa og ömmu. Mér íunnst sem þessi kona væri að gera eitt af sínum daglegu verkum, en um leið og ég sá hana, hugsaöi ég: ,,Nú þaö er þó alltaf einhver i kirkjunni". í sömu svipan og ég hugsaði þetta var ég að beygja mig eftir bikininu mínu. Þá endaði draumurinn. Ég vil segja þaö, að áður en ég sótti sundfötin þá höfðum viö krakkarnir, sem vorum i sundi, verið með ólætin f kirkjunni. Mér fannst sem ég væri f Bústaðakirkju. Krossinn var aiveg eins og krossinn þar. Jæja draumráðandi. Ég vona að þú birtir þetta fyrir mig. Með fyrirfram kæru þakklæti. Tóta. / draumnum koma fram uggvænleg tákn og fyrirborðar alvarlegra atburöa. Þú veröur á einhvern hátt óheppin og þaö hefur / för meö sér slæmar breytingar lllfi þtnu. Innan há/fs árs muntu veröa fyrir mik/u mót/æti eða áfa/H. Ginnandi freistingar eöa þung- bær reynsla mun veröa á vegi þínum og þú munt þurfa á öllum þínum styrk aö ha/da til að láta ekki bugast. Einhver persóna mun þó óvænt veröa þér til hjálpar (huldukonan / draumnum) og gæti breytt gangi mála. Þessi óvænti bjargvættur er eldri en þú sjálf og þú ættir því aö beina athyglinni að eldri kynslóðinni. Á endanum mun samt allt fara vel og þegsr þú ert laus úr þessum ógöngum mun framtíöin veröa bjartari. MEÐ TRÚLOFUNARHRING Á HENDI. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi um daginn mjög svo skýran draum, sem mig langar til að þú ráðir fyrir mig. Draumurinn er á þessa leið: Mér fannst ég vera að labba úti með strák, sem ég var með fyrir löngu, og mér fannst hann aka grænum barnavagni (það var ekkert barn í honum). Það rigndi mikið. Mér fannst hann vera klæddur bláum og rauöum jakka og búinn aö láta klippa sig mjög stutt. Allt ( einu fannst mér ég vera stödd í aftursætinu á einhverjum bíl og mér fannst ég vera að kyssa þennan strák mjög ákaft. í draumnum fannst mér ég vera á föstu (en ég er nýhætt með strák). Mér fannst ég skyndilega vera komin til vinkonu minnar og varð mér litið á hægri hönd mína. Á einn fingurinn var ég komin með trúlofunarhring og fannst mérfingurnir vera orðnir litlir og feitir. Hringurinn var mjór meö skorum, sem voru skærar og innan í hringnum stóð þinn X (köllum hann X), en ég er nýhætt með honum. Mér fannst ég rétta fram höndina og segja: „Ætlið þið ekki að óska mér til hamingju". Enginn vildi þaö nema ein stelpa, sem ég bara kannast við, en þekki ekkert. Hún rýkur á mig og faðmar mig. Þessi stelpa heitir Sigríður. Draumurinn var ekki lengri. Viltu ráða hann fyrir mig. Með fyrirfram. þökk. Kær kveðja, S.G.J. P.S. Þessi draumur var mjög skír, þó sérstaklega þegar ég var með trúlofunar- hringinn. Llklega er þessi gamli vinur þinn ennþá hrifinn af þér. Það bendir allt til þess aö hann vi/ji gjarna vera meö þér aftur. Þú munt sennilega auðgast eitthvaö á næst- unni, en varla mjög mikiö. Þú veröur aö heyja haröa baráttu við sjá/fa þig vegna þessa stráks, en ættir að hitta á réttu lausnina i þeim efnum. Trútofunarhringur- inn er mjög skýrt og einfa/t tákn um giftingu þina. Þú veröur fyrir einhverjum vonbrigö- um, en hjónabandiö á samt aö veröa farsæ/t. MYND AF STRÁK. Kæri draumráöandi! Mig langar til þess að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi i nótt. Hann var svona: Mér fannst ég koma inn í herbergið mitt og þá eru þar nokkrir krakkar, þar á meðal strákur sem ég var með í allt fyrrasumar. Þegar ég sé hann segi ég: ,,Nei komdu sæll". ,,Hver ert þú?" spyr hann. Hann þekkti mig sem sagt ekki. Ég sagði honum ekki strax hver ég væri. Svo fer hann fram á gang að tala við mömmu og pabba og ég heyri að hann er að skila kveðju frá sínum foreldrum. Ég segi við hann þegar hann kemur inn: „Hvernig þekkir þú mömmu og pabba?" En hann svarar því ekki. (Þetta var ekki hér á staðnum, sem við vorum saman og hann hefur aldrei séð mömmu og pabba). Svo var ég að pæla í því hvað hann væri oröinn ferlega feitur, ja, nógu var hann feitur fyrir. Svo fórum við eitthvað út og þá segi ég við hann: „Þú ert kannski búinn að gleyma öllum ánægjustundunum, sem við áttum í fyrrasumar?" Þá fattar gaur hver ég er. Svo tekur hann utan um mig og segir: „Heyrðu, ég á fullt af myndum. Viltu ekki koma niður í bát og velja þér eina af mér?" Ég varð ofsa ánægð því ég átti enga mynd af honum, en báturinn lá bara alls ekki við bryggju hér, heldur var það lítill bátur, svo ég hugsaði, að ég yrði að fara til Akureyrar til að fá myndina og fór að pæla í hvernig ég ætti að komast þangað. Ég man ekkert hvernig ég komst þangað, nema allt i einu er ég komin þangað og sé að vinkona min er farin að vinna um borð i bátnum. Þá vaknaöi ég. 3933 -7274. P.S. Mig langar mjög mikið til að fá þennan draum ráðinn. Sérstaklega af því að ég hef ekki séð náungann í heilt ár og svo var ég og hef ekkert verið að hugsa um hann. Einhver sem þú þekkir nokkuö ve/ mun reynast þér ákaflega eftirlátur. Þú munt kunna aö meta þaö og verður mjög ánægö. Þaö er hugsanlegt að þessi piltur, sem þú talar um komi hér viö sögu, en þó engan veginn fullvlst. Vertu vet á veröi gagnvart öðrum vinum þlnum, því að þeir munu reynast þér heldur ótryggir. MIG BREYMEH 40 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.