Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 20

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 20
ÓTEK-Ar DISKÓTEK-* DISKOTEK-* DIS KÓTEK ★ DISKÓTEK^ DISKÓTEK^ DISKÓTEK^ DISK FERÐA DISKÓTEK OBELIX UMBOÐSSlMI 15699 KL. 9-12,30 FVRIR HÁDEGI. m * g cn O H m * o cn O' H m * xsia * x3io»sia * »3ioxsia * xsioxsia ¥ »3io>isia Innan í bugðu árinnar var mikil húsaþyrping. Þetta var gamli bæjarhlutinn, sem að stofni til var sexhundruð ára gamall. Þar fyrir ofan var brött hlíð, þakin vínviði. ,,Við förum í þessa átt,” sagði David. ,,Ekki inn í gamla bæjar- hlutann, heldur rétt þar fyrir utan.” Hins vegar yrði ágætt að mæla sér mót í gamla bæjarhlutanum. Þar voru mjóar gangstéttir, sem lógu undir bogagöngum, en meðfram voru litlar verslanir, stöðugur straumur fólks frá nærliggjandi þorpum klætt að staðarsið, dimmar vinstofur, litlar krár og andrúms- loftið líkt og á markaðstorgi. ,,Ef ég man rétt, þá er þrjú hundruð ára gamalt gistihús á alveg ágætum ekki þreyttur, ungi maður, á því að ganga í fötum, sem eru alveg eins og allur fjöldinn klœðist. Um slíka fram- leiðslu er stund- um haft að orð- taki, að þar séu 13 í dúsíninu. Því ekki að koma og velja úr 100 fata- efnum og 100 sniðum — allt eftir þínum sér- staka smekk. Hltínta KJÖRGARÐI ERT ÞÚ... stað. Gullna eitt eða annað, heitir það. Ég þekki það um leið og ég sé skiltið.” ,,Þú hefur þá komið hingað áður? Þú þekkir Merano?” Irinu létti. Göturnar voru svo hlykkjóttar að hana sundlaði. Ef til vill hefðu þau þurft að velkjast um klukkutímun- um saman, til þess að finna einhvern samastað. ,,Já, lítið eitt,” sagði David. ,,Ég dvaldi hér í tvo daga fyrir sextán árum.” Eftir að hann hafði verið í Vín, hugsaði hún...Hann hefur þá farið hingað eftir að hafa beðið mín þar. ,,Ef ég hefði verið hjá þér þá...” Já, það hefði forðað þeim báðum undan margvíslegu hugarangri. ,,Þú ert hér núna.” „Var það þess vegna, sem þú valdir Merano?” Gamla, góða undirmeðvitundin að verki? Hann hló og sagði. „Gæti verið.” Þau höfðu ekið um fjölfama götu, sem var stutt eins og raunar aðrar götur í þessum bæ. Nú óku þau hlykkjótta götu, sem ló upp í móti, en beggja vegna voru hús og litlar verslanir. David hægði á bilnum, þegar hann kom auga á litla bensínstöð. Gistihúsið átti að vera þar rétt hjá. Já, Gullni örninn mundi hann nú að það hét. En hann só hvergi skiltið, aðeins nafn á ítölsku kaffihúsi. Hann renndi upp að bensínstöðinni og tók eftir því, að þar við hliðina var bílageymsla. Ef gistihúsið væri nú þama rétt hjó, þá myndi bílageymslan hæfa ágætlega. „Svona fljótt?” sagði Irina. Fyrir andartaki höfðu þau verið í erilsöm- um miðbænum, en nú vom þau komin í eins konar þorp. „En hvar er gistihúsið?” „Ég er víst ekki eins minnis- góður og ég hélt,” sagði David, steig út úr bílnum og reyndi að gera litið úr vonbrigðum sínum. Gullni örninn hefði verið kjörinn staður. Ljóshærður, bláeygur austurríkis- maður, sem virtist vera eini starfs- maðurinn í bílageymslunni, kom nú yfir til hans. Hann skýrði það fyrir David, að Caffé d’Oro hefði komið í staðinn fyrir Gyllta öminn. „Þau gáfust upp á að reka gistihúsið og fluttu til norður Týról.” Ungi maðurinn yppti öxlum. Hann hafði sætt sig við ítölsku nöfnin á götun- um og að börnin skyldu læra ítölsku í skólanum. Hann gat talað móður- mól sitt, þegar hann var meðal vina eða við útlendinga, sem myndu ekki kjafta frá. Hann leit ó David og Mercedesbilinn og fallegu konuna, sem sat enn í bílnum. „Vantar yður herbergi?” „Já, en aðeins skamma stund.” „Móðir mín er með laust herbergi á prýðilegum stað.” David leit ó manninn ó móti. Hann var sviphreinn, virtist laus við allt undirferli og brosið var vingjamlegt. „Hvar er það?” Það gat verið óralangt í burtu. „Hér rétt hjá. Ef þér akið upp þessa götu, beygið til hægri og því næst...” „Er ekki hægt að stytta sér leið 20 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.