Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 18

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 18
Það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel í leikhúsi, sagði einn leikhúsgesta að lokinni annarri sýningu á Stórlöxum eftir Ferenc Molnár í Iðnó. Vikan tekur undir þessi orð og fleiri af því tagi, sem látin voru falla frammi á anddyrinu eftir þá sýningu, og telur óhætt að ráðleggja fólki að láta ekki þessa skemmtun fram hjá sér fara, þótt gagnrýnendur dag- blaðanna hafi ekki lokið neitt sérstöku lofsorði á Stórlaxa þeirra leikfélagsmanna. Hér er ekki um eitt samfellt leikrit að ræða, heldur tvo skylda leikþætti. Fyrri þátturinn nefnist Einkalíf og gerist í fínni veislu á heimili virtra bankastjórahjóna. Síðbúinn gestur kemur því til leiðar, að við fáum að skyggnast undir grímu yfirborðskurteisinnar og vináttunnar. í síðari þættinum fylgjumst.við með því, hvernig tötralegur eigna- leysirgi er dubbaður upp í höfð- inglegan stóreignamann á rúmum klukkutíma, og má þá nærri geta, að það er handagangur ( öskjunni. Það sem trúlega verður flestum minnisstæðast er leikur Þorsteins Gunnarssonar í báðum þáttunum, svo gjörólík hlutverk, sem hann hefur þar á hendi. í fyrri þættinum bregður hann upp svipmynd af þjóni, gömlum hrjáðum og gleði- vana, svipmynd, sem allir muna, bótt hann segi svo sem ekki neitt. HfiNDfiQfiNQaR í síðari þættinum fer hann með hlutverk bankastjóra, sem ekkert er ómögulegt, jafnvel ekki að skapa nýjan mann úr litlu efni. Þótt ekki væri til annars, er ómaksins vert að fara og sjá Þorstein leika þessi hlutverk. Aðrir leikendur er níu, og hver þeirra fer með fleiri en eitt hlutverk, sumir með mörg, og væri eflaust ekki síður skemmti- legt að horfa á hamaganginn að tjaldabaki, þegar verið er að skipta um gervi. Vigdís Finnbogadóttir leikhús- stjóri þýddi Stórlaxana á íslensku, Jón Hjartarson leikstýrði, og Steinþór Sigurðsson gerði leik- myndir. K.H. Læknisskoöun er eitt af því, sem Siguröur Karisson má gangast undir, áður en hann er gerður aö heidri manni. Kjartan Ragnarsson ieikur iækninn. í ÖSKJUNNI LEIKHÚSGESTIR í vetur getíb þii) byrjab Leikbúsferbina hjá okkur. pví um belgar. á f'mtud'úgum. lattgard'ógum og sumiudögum tmtntm vib optta kl. 18.00. sérstaklega fyrir Leikhúsgesti. Njótib þess ab fá góbati mat og góba pjónustu í rólegu umhverft ábttr en pib farib í Ijtikbúsib. HÓTEL HOLT Sími 21011 ^mmmmmam^^^mmammmmmmmmmmmmM Þegar bankastjórinn loks gefur sér tima til að spjalla við fulltrúann, á sá síðarnefndi erfitt um mál. Karl Guðmundsson, Þorsteinn Gunn- arsson. 18 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.