Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 37
Að síðustu sat ég einn eftir ásamt manni, sem ég þekkti annars ekki neitt. Hann líktist njálg, sem er úti að viðra sig. Hann fitjaði á ný upp á kókaíntalinu. Ég vissi, að hann vissi meira um kókaín en íbúana á Mars, og þá var óhjákvæmilegt, að mér dytti nokkuð í hug. Viltu reyna það? sagði ég. Ég er nefnilega gefinn fyrir kókaín og hef alltaf einn eða tvo skammta á mér. Það er gróflega gaman, en í fyrsta sinn er verkunin nokkuð sterk, svo þú verður vist að láta þér nægja hálfan skammt.” Augun glóðu í höfðinu á honum af eftirvæntingu. Er það ekki afskaplega dýrt? O, sagði ég, aðeins átta krónur skammturinn, þegar maður hefur réttu samböndin. Ég rétti honum hálfan skammt- inn. „Skolaðu þessu niður með kaffi. Þá kom á daginn, að hann hafði heyrt eitthvað um, að kókaín ætti að sjúga upp I nefið. O, sagði ég, það er fullt af hjátrú í veröldinni. Þú hlýtur að skilja, að svoleiðis nokkuð er tómur þvætt- ingur. Hefurðu nokkurntíma heyrt um fólk, sem drekkur brennivín með nefinu? Hann gleypti hálfa asperín- skammtinn og gerði mig svo sann- arlega furðulostinn. Áhrifin komu samstundis í ljós. Það var einsog hann hefði í einni andrá drukkið fjórtán vískísjússa af sterkustu teg- und. Þjónninn vændi hann um að hafa drukkið áfengi í laumi, og þetta endaði með hroðalegu hneyksli. Við strákarnir vissum, að menn urðu fullir af að drekka eitthvað, sem þeir keyptu. Að öðru leyti voru hugmyndir okkar fremur óljósar. Við þjóruðum, hrópuðum, æptum og slöguðum, en við vorum samt börn og keyptum brjóstsykur, lakkrís og gúmmíkarla fyrir megnið af upphæðinni... Þegar maður er búinn að drekka út allt kaupið sitt, hvað gcrir hann, þá? Það er sitt af hverju, en fyrit kemur, að hann laumast heim og stelur þeim fáu krónum, sem konan á eftir til heimilisins. Sem við stóðum þarna, fátækir og umkomu- lausir og áttum ekki eyri eftir af sjóræningjafjársjóðnum, eygði ég einn möguleika til að hressa upp á hetjuljómann. Hcima lágu þrjáríu aurar, fengnir með súrum sveita blaðsöludrengs anno 1908, scm hafði önglað þeim saman einum af öðrum til að draumurinn um smásjá mætti einhverntíma rætast. Það utðu tvær flöskur af límon- aði, sem við skiptum á milli okkar. Kennslukonan mín sagði sífellt, að við værum svo hamingjusamir, hvaðan sem hún hefur haft það. Hún sagði, að seinna meir yrði stórum verra að lifa. Eftir barna- skólann kæmi lífsins skóli, en honum þyrftum við ekki að kvíða, ef við einungis tileinkuðum okkur speki hennar. Það eru engin takmörk fyrir, hvað fastráðnu, óuppsegjanlegu starfsfólki leyfist að telja börnum trú um. Sannleikurinn er sá, að það batnar stöðugt, Við hjúpum okkur venjum, við venjum okkur við að lifa og taka atburðunum með ró. Við hættum til dæmis að hata — og er nokkur þyngri byrði en hatrið? Fullorðið fólk hatar ckki, nema það, sem þarfnast kleppsvistar. Við óskum einstaka manneskjum fjand- ans til, en það er allt annað mál. Börn hata og elska, og það getur ungt fólk líka gert. Seinna reykir maður pípu og gætir þess að láta sér ekki verða kalt á fótunum og les bækur um þessa gjörspilltu æsku, sem við þekkjum ekki vitund — við skildum ekki einu sinni neitt I okkar eigin æsku. Þegar magi er vanur brauði, graut og kartöflum og þekkir lltið til annarra hluta, hefur það vissar afleiðingar I för með sér að fylla hann af llmonaði og lituðum úrgangscfnum frá sykurverksmiðj- unum. Ég skalf af hrolli á leiðinni heim frá þjórinu og mér leið afleitlega. Einn var ég llka, svo það var ekki einusinni hægt að gorta. Sjóræningjafjársjóðurinn var upp- urinn, spariskildingarnir sömuleið- is, smásjáin draumur handan sjón- deildarhringsins. Ég var eyðilagður af sorg og mórölskum timbur- mönnum. örvæntingin lá eins og kalt og þungt farg á sálinni. Nei, ég hafði ekki lyst á mat. Svo var ég skammaður. Þannig var það alltaf, ef maður vildi ekki borða. Hvað voru þau að jagast? Það var alltaf verið að fárast yfir verðinu á matnum. Þá máttu þau víst vera ánægð, þegar maður át ekki — það var sparnaður. Þau vildu troða I mann mcð valdi, kúfuð skeið af graut upp I sig, og svo stóran lófa fyrir munninn, þar til maður blánaði I framan. Grautur var hollur. Þau héldu víst, að maður myndi svelta I hel til næsta máls og álitu betra, að maður kafnaði án frekari umsvifa. Nei ég þurfti engan mat. Ég varð að leita athvarfs í kassanum, þar sem dýrgripir mínir voru gcymdir: naglar, merkilegir steinar, myndir og margir undar- legir hlutir — og verðskráin frá vöruhúsinu. Ég lá á hnjánum og blaðaði I henni. Tárin byrjuðu að drjúpa. * Hadda fer í búðir Þessir náttserkir eru íslenskir og fóst bæði stuttir og síðir, í stærð- unum S-M-L. Þeir fást í versluninni Mona Lisa Laugavegi 19. Á Njálsgötu er sængurfataverslun- in Verið. Sérverslun með tilbúinn sængurfatnað. Þetta rúmfatasett er straufrítt, úr terelyne og bómull, og kostar með laki kr. 6.800. Einnig er hægt að fá svæfil með og kostar hann kr. 800. Settin fást i fjórum litum. Stóll við matborðið, stóll með borði — og bíll! Þessi hlutur er sænskur og fæst í fjórum litum í Vörðunni á Grettisgötu 2a Hjá Kristjáni Siggeirssyni, Lauga- vegi 13, fást þessi plastherðatré, ásamt meðfylgjandi snögum. Þau eru þýsk og fást i fjórum litum, gulum, rauðum, grænum og hvít- um. Upplögð á baðið eða í forstof- una. Herðatrén kosta kr. 920 stykk- ið. I versluninni Bláskógar, Ármúla 8, fást þessi dönsku bambushúsgögn. Borðið er hægt að fá með tré — eða glerplötu. Borðið kostar kr. 47.040, en hver stóll kr. 24.990. 45. T6L. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.