Vikan


Vikan - 06.01.1977, Qupperneq 39

Vikan - 06.01.1977, Qupperneq 39
M«ð fiðring í bensíntefinam A f lcygifcrð UMSJÓN: / ÁRNIBJARNA/i Eins og minnst^var á í einu af síðustu tölublöðum síðasta árs, var haldin sýning á tveimur gerðum frá Ford. Þó var ekki á þessari sýningu sá Fordbíll, sem mér finnst einna mest varið í, en það er Escort 1600 Sport. Eg fékk tækifæri til að prófa þennan Escort og hafði mikið gaman af, því hann er fjári skemmtilegur í akstri. Vélin er 1600 cc, 4 cyl með einum i tvöföldum Weber blöndungi. Á 5500 snúningum gefur vélin 86 din hestöfl. Tannstangarstýri er að sjálfsögðu í Escortinum, Mac— Pherson fjöðrun á framhjólum, en stífar blaðfjaðrir að aftan. Gírkass- inn er fjögra gíra, alsamhæfður í alla gíra. Innrétting er öll mjög sportleg og skemmtilega gerð, mælarnir gífur- lega skemmtilegir, Stýrið lítið með góðu handgripi og sætin bæði þægileg og smekkleg. Að útliti er þessi sportgerð eins og standard gerðin, ef undanskilin eru aukaljós á framstuðurum, sportfelgur og sportrendur og stafir. Ogsvovarsest undir stýri og ekið af stað, og ekki var laust við, að ég fengi svolítinn fiðring í bensinfótinn strax í upphafi. í fyrstu var ekið niður í bæ og þvælst fram og aftur til að ganga úr skugga um, hvemig billinn væri í bæjarumferð, og ekki er hægt að kvarta undan því að hann hagi sér ósæmilega í þéttbýl- inu. Stýrið er afskaplega lítið doblað og svarar frábærlega vel, gírstöngin er vel staðsett, og stutt er milli gíra, svo hægt er að skipta um gír með ótrúlegum hraða. Ástig á alla pedala er gott, og bremsu- pedalinn mátulega stífur. Ekki skipti máli, hvort ekið var niðri í miðbæ eftir þröngum og krókóttum götum í mikilli umferð, þar sem alltaf þarf að vera að stoppa og taka af stað, skipta um gír og beygja i bak og stjór, eins og sjómennimir segja, eða keyrt eftir beinum greiðfæmm götum, eins og Miklubraut og Hringbraut. Escort- inn lét mjög vel að stjórn og var bæði lipur og snaggaralegur í akstri. En ekki var hægt að vera að dúlla sér í bænum allan tímann, sem ég hafði bilinn til umráða, og svo var mig líka farið að lengja eftir að komast á malarveg og fór því að fikra mig út úr bænum. Á leiðinni út úr bænum prófaði ég Escortinn á mikilli ferð í beygjur á malbiki. Þar stóð hann sig vel og lét ekki mikið á sig fá, þótt ekið væri á ofsaferð í krappar bevgjur, hann vippaði sér í gegnum þær eins og ekkert væri. Og loksins var komið á malar- veg rétt fyrir utan bæ, þar sem hægt er að vera í friði og engin um- ferð. Escortinn var á stífpumpuðum radial dekkjum og þar af leiðandi miklu lausari á mölinni en ella. Vegurinn, sem ég prófaði bílinn á var þröngur og hlykkjóttur, sem sagt tilvalinn í leiðangra eins og þennan. Þegar gefið er í botn og bæði hólfin á Weber blöndungnum opnast upp á gátt tekur Escortinn kipp og rýkur af stað með urrandi vélarhljóði. Þannig keyrði ég hann fram og aftur eftir grjóthörðum og freðnum malarvegi, og hann var góður, kannski heldur of laus að íftan, en góður. Það var ekið á fullri ferð að beygjum, skipt niður og keyrt í gegnum hverja beygjuna á fætur annarri á fullri ferð. Það er mjög misjafnt, hvemig bílar verka á mann, sumir vel og aðrir allt að því stressandi, maður situr stífur við stýrið og hefur áhyggjur af því hverju hann finni næst upp á. Escortinn verkaði vel á mig, og eftir að ég hafði vanist honum svolítið fannst mér alltaf hægt að vita hvar ég hafði hann. Escort 1600 Sport kostar 1.550 þúsund krónur. 1.TBL. VIKAN39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.