Vikan


Vikan - 10.02.1977, Page 21

Vikan - 10.02.1977, Page 21
V ílcjgiícrö UMSJÖN: ÁRNIBJARNASON sem dugir reglulega vel fyrir þessa kraftmiklu vél. Um tuttugu manns vinna á þessu verkstæði. og eru þeir allir mjög færir. Þegar stór alþjóða rall.v eru haldin, fara þeir allir á vettvang til að aðstoða við við- gerðir á bílunum í keppni. Þarna á verkstæðinu var verið að smíða tvo bíla. sem áttu að fara til Af- ríku og taka þar þátt í rally. Þess- ir bílar voru sérsmíðaðir ein- göngu fyrir þetta eina rally. Eg hef áður minnst á Norman Master, sem er aðalviðgerðarmað- ur Clarks. Hann var að sjálfsögðu þarna á staðnum. Mér tókst að fá hann til að fara með mig í ökuferð á bíl Clarks. Við settumst inn í bílinn, og Norman setti í gang og ók af stað. Og þvílík læti í gírkass- anum! Eg hélt fyrst, að Clark hefði alveg gengið frá honum í R.A.C., en þá sagði Norman, að þetta væri splunkunýr gírkassi. En hvernig stóð þá á þessum endemis hávaða í apparatinu? Mér fannst eins og ég væri sestur inn í grjótmulningsvél. Eg hafði orð á þvi við Norman, að ef ég heyrði svona gauragang í girkass- anum í bílnum mínum, þá væri ég klár á því, að allt draslið væri að gefast upp. En skýringin á þess- Hér er svo vinnustaður Clarks. Kannski ekki mikill íburður, en eflaust með skemmtilegri vinnu- stöðum samt. Þarna sjást kluklkur þær og mælar, sem notaðir eru til að finna réttan hraða og yfirleitt að hjálpa rallymönnum í gegnum rallyið. öryggið, því þeir vilja ekki eiga það á hættu, að þeirra menn geti slasast. Eg sá til dæmis þarna hjá þeim flak af Escort, sem Timo Makinen velti í R.A.C. rallyinu. Þar flóst megnið af yfirbygging- unni utan af bílnum, en í velti- grindinni sást ekki misfella, og Timo og Liddon, sem var aðstoð- arökumaður, sluppu alveg ó- meiddir. Vélin góða og aðeins 250 hestöfl, sem er skki svo lítið í Escort. Eins og sjá má, ef myndin kemur vel út, er vélin merkt Rodger. Það er sérsmiðuð vél í hvern bíl og fyrir hvern mann. Til dæmis er vélin í bíl Clarks rækilega merkt honum, til þess að enginn annar fengi þá vél. Þessar vélar snúast allt að 9.500 snúninga á minútu og gefa þá um það bil 250 hestöfl. Gírkassinn er svokallaður Z F gír- kassi, fimm gíra, og er sá eini. Norman Master, töframaðurinn sem smiðar rallybilana fyrir Clark. um hávaða var sú, að gírkassinn er ekki synkroniseraður, og mjög stutt er á milli tannhjólanna í honum. Við ókum eftir sveitavegi á þrjátíu mílum í fimmta gir, og vélin snerist á eitt þúsund snúningum, það var rétt á mörkunum, að hún héldist í gangi. En þá gerði Norman svolít- ið einkennilegt. Hann gaf í botn, án þess að skipta niður, og bíllinn hreinlega tók undir sig stökk og æddi urrandi af stað með þvílík- um látum, að mér dauðbrá. Við tókum beygju á sirka áttatíu míl- unt, og þess varð varla vart, svo lýtalaust tók bíllinn beygjuna. Það eru ekki nema 500 snúningar á milli gíra í þessum girkassa. Ja, þetta var eitthvað annað en Runólfur gamli. Eg yfirgaf Bore- ham nteð söknuði. -A.B. 6. TBL. VIKAN21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.