Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 6

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 6
Rómantískur eldhúsgluggi ,,Café"-gluggatjöldin í þessu eld- húsi eru aldrei dregin fyrir. Þess í stað eru þykku messingstangirnar notaðar til að hengja ýmis eldhúsáhöld á. Til þess eru notaðir S-laga krókar, sem fljótlegt er að taka niður og hengja upp aftur, færa til o.s.frv. Að sjálfsögðu mætti hafa neðri gluggatjöldin dregin fyrir, en hengja áhöldin í efri stöngina. Það er líka mjög skemmtileg hug- mynd. Notað áfram Það getur oft borgað sig að athuga vel gömul húsgögn, áður en þeim er komið í geymslu eða jafnvel hent á haugana. T.d. eru skúffur upplagðar sem hillur, eins og sjá má á þessari mynd. 6VIKAN 13. TBL. Páskahátíð ,,Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf". í tilefni þess, að senn rennur páskahátíðin upp, sýni ég ykkur mynd af frábæru listaverki eftir Michelangelo. Það ber nafnið: Kristur tekinn af krossinum, og er höggvið í marmara á árunum 1550-1555. Listamaðurinn var orðinn gamall maður og gat ekki lengur málað, og þessi hópmynd varð til; „vegna þess að andi hans og hæfileikar gátu ekki lengi verið aðgerðarlausir og hann hélt líkama sínum hraustum með því að handleika meitilinn," eins og hann sagði sjálfur. María guðsmóðir heldur á Kristi eftir að hann hefur verið tekinn af krossinum. Nikodemus styður við og stendur fast í báða fætur, og önnur María kemur til hjálpar þegar hún sér, að móðurina brestur afl og að hún getur ekki lengur haldið á líkinu, yfirbuguð af sorg. Takið eftir, hve líkamf Krists er frábærlega unninn. Daúðari líkami en þessi fyrirfinnst varla, hann sígur niður í máttlausum stelling- um. Hugsið ykkur, þó er þetta verk unnið í marmara. Fegurðin og tilfinningin, sem birtist í sársaukafullum svip allra persónanna, og þó einkum hinnar sorgmæddu móður, er stórkostleg — fegurð mannlegrar samúðar í einstöku listaverki. Michelangelo var fæddur í Florens 6. mars 1475 og dó árið 1564 þann 18. febrúar. Hann lauk aldrei til fulls því listaverki, sem hér um ræðir. Hann braut það niður, því slíkar kröfur gerði hann til listaverka sinna, að hann var aldrei ánægður með þau. Annar listamaður frá Flórens skeytti verkið saman og endurnýjaði einhverja hluta þess, en því varð þó aldrei lokið til fulls. Eigandi þessa verks er dóm- kirkjan í Flórens. Vorb/ær ■HBHBMnDnBnUBBMI Mynd af stúlku og baldursbrám minnir okkur á vorið, sem er í nánd. Trén munu springa út og blómin stinga kollunum upp úr jörðinni svona rétt til að kanna, hvort þeirra tími sé kominn, og vorblær andar að vanga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.