Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 27

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 27
til að gera meira en klípa, án þess að valda sársauka. Mér virtist þetta vera fremur snoturt lítið dýr, og þar sem Montgomery sagði, að það eyðilegði aldrei grassvörðinn með því að grafa í hann og væri mjög hreinlegt í lifnaðarháttum sínum, get ég hugsað mér, að það kynni að reynast heppileg tilbreyting frá hinum venjulegu kaninum, sem eru í skemmtigörðum heldra fólks. Við sáum líka á leið okkar bol trés, sem börkurinn hafði flagnað af í lengjum og sem var klofið. Mont- gomery vakti athygli mina á þessu. ,,Að klóra ekki börk af trjám; það er Lögmálið," sagði hann. „Sumir þeirra gæta þessa sérlega vel!" Það var eftir þetta, að ég held, að við hittum skógargoðið og apamann- inn. Skógargoðið var vottur af klassísku minni Moreaus, því að andlit hans var sauðarlegt á svip — eins og hin grófari manntegund Hebrea — rödd hans var óþýtt jarm, og fæturnir voru djöfullegir. Hann var að naga hýði frækennds ávaxtar, þegar hann fór fram hjá okkur. Báðir heilsuðu þeir Mont- gomery. „Komdu sæll," sögðu þeir, „þú þarna, sem ert hinn maðurinn með svipuna!" „Nú er þriðji maðurinn með svipu," sagði Montgomery. „Svo að það er best fyrir þig að gæta þín!" „Var hann ekki búinn til?" sagði apamaðurinn. „Hannsagði — hann sagðist hafa verið búinn til." Skógargoðs-maðurinn leit for- vitnislega á mig. „Sá þriðji með svipuna, sá, sem gengur grátandi út í sjóinn, hefur grannt, hvítt andlit." „Hann hefur mjóa, langa svipu," sagði Montgomery. „í gær blæddi úr honum, og hann grét," sagði skógargoðið. „Það blæðir ekki úr þér, og þú grætur ekki. Það blæðir ekki úr húsbóndanum, og hann grætur heldur ekki." „Þú, sem ert beiningamaður!" sagði Montgomery. Það mun blæða úr þér, og þú munt gráta, ef þú ert ekki á verði." „Hann hefur fimm fingur; hann er fimm-maður eins og ég," sagði apamaðurinn. „Komdu nú, Prendick," sagði Montgomery og tók undir handlegg minn, og ég hélt áfram með honum. Skógargoðið og apamaðurinn stóðu og horfðu á okkur og sögðu eitthvað hvor við annan. „Hann segir ekkert," sagði skógargoðið. „Menn hafa raddir." „I gær spurði hann um mat til að borða," sagði apamaðurinn. „Hann vissi ekki um mat." Svo töluðu þeir saman, svo að ekki heyrðist, og ég heyrði skógargoðið hlæja. Það var á leið okkar til baka, að við rákumst á dauða kaninu. Rauður likami þessa vesahngs, htla dýrs hafði verið rifinn í tætlur, mörg rifbeinin voru ber og hvít, og hryggurinn hafði óneitanlega verið nagaður. Þá stansaði Montgomery. „Drottinn minn!" sagði hann og laut niður og tók upp nokkra af moluðum hryggjarhðunum til þess að rannsaka þá nánar. „Drottinn minn!" endurtók hann, „hvað getur þetta táknað?" Einhver kjötætan ykkar hefur munað eftir fyrri venjum sínum," sagði ég eftir stutta þögn. „Þessi hryggur hefur verið bitinn i sundur." Hann stóð og starði og var hvítur í framan og hafði teygt vörina é ská. „Þetta líkar mér ekki," sagði hann hægt. „Ég sá eitthvað sams konar," sagði ég, „daginn sem ég kom hingað." „Fari það bölvað! Hvað var það?" „Kanina, sem hausinn hafði verið snúinn af." , .Daginn, semþú komst hingað?" „Daginn, sem ég kom hingað. I kjarrinu, bak við garðinn, þegar ég kom út um kvöldið. Höfuðið var alveg slitið af." Hann blistraði lágt og lengi. „Og það, sem meira er, ég hef hugmynd um, hvert af manndýrun- um ykkar gerði þetta. Það er aðeins grunur, eins og þú skilur. Áður en ég rakst á kaninuna, sá ég eina af ó- freskjunum ykkar, þar setn hún var að drekka úr læknum." „Saug hann vatnið upp í sig?" „Já." „Að sjúga ekki drykk upp í sig; það er Lögmálið. Manndýrin skeyta ekki mikið um Lögmalið, — þegar Moreau er ekki nærri, eða finnst þér það?" „Þetta var manndýrið, sem elti mig." „Vitanlega," sagði Montgomery; Canon Ef þér kaupið Canon- vasavél/ þá er ekki tjaldað til einnar nætur. Sendum í póstkröfu Einkaumboð, varahlutir/ ábyrgö og þjónusta. KRIFVELIN Suðurlandsbraut 12, simi 85277. Fermingargjöfin f æst hjá okkur 40 mismunandi teg- undir myndavéla myndidþn ÁSTÞÓR Hafnarstraeti 17og Suðurlandsbraut 20 13. TBL. VIKAN27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.