Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 57

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 57
,,Ég hefði átt að senda bil eftir þér," sagði hann. ,,Ég skil ekkert i mér að hafa ekki haft hugsun á þvi. Vegurinn hingað er árans leiðinleg- ur, en þetta er vonandi ekki eins ömurlegt, þegar komið er á staðinn." „Síður en svo," sagði ég, „húsið þitt er mjög fallegt." Ég gat ekki stillt mig um að skotra augunum aftur a manninn, sem var að bóna bílinn. , ,Ég held að ég hafi séð þennan vinnumann þinn áður," sagði ég. „Alfio Marcello? Hér á svona litilli eyju er það ekkert undarlegt." Mig langaði að bæta því við, að ég hefði einnig séð hann a Möltu, en hætti við það. Hr. Jarvis leiddi mig í gegnum stóran forsal að glerrennihurðum og þaðan út á verönd. Grannvaxin stúlka reis upp úr sólstól, sem stóð við hliðina á sundlaug, og gekk í áttina til okkar. Þetta var Noni sú, sem hafði krækt í elskhuga minn fyrrverandi, Michael Brent. Hún var í efnislítilli blúsu og stuttbux- um. Hörund hennar glansaði af sólarolíu og sérhver hluti likama hennar bar vott um fullkomnun. Mér lánaðist að heilsa henni vingjarnlega og brosti mínu blið- asta. Við tókumst ekki í hendur. Er ég leit framhjá henni virtist hún lesa hugsanir mínar: „Við buðum Michael, en því miður gat hann ekki komið." Ég brosti viðutan, rétt eins og ég hefði varla heyrt hvað hún sagði. Raunar var mér mikill léttir að þvi að þurfa ekki að horfa upp é þessi skötuhjú saman. Edgar Jarvis, sem var skilnings- ríkur maður, beindi hugsunum okkar að öðru: „Fer vel um þig á hóteli sonar míns?" sagði hann. „Já, mjög vel," svaraði ég. „Gott," sagði hann, en svo var eins og slikja legðist yfir augun. „Eins og títt er um unga menn, þá var Randal heldur óráðinn um tíma. Hann langaði til þess að gera söng að atvinnu sinni og stefndi að því arum saman, en auðvitað..." Hann ypti öxlum. „Ég er feginn, að þessi hótelrekstur hans gengur vel." Hann var ekki beinlínis sannfær- andi. Er síðdegisteið var borið fram innandyra, fannst mér þetta geta verið á einhverju ensku sveitasetri. Ég hafði orð á því, að mér þætti rnyndirnar á veggjunum fallegar. „Það þykir mér gott að heyra," svaraði faðir Noniar. „Þær eru allar eftir maltneska málara. Ég hef gaman af því að reyna að velja út verk einhvers, sem kann að verða frægur síðar meir. Faðir þinn kunni betur að meta eftirprentanir eða góðar eftirlíkingar. Hann átti ágæta eftirlíkingu af mynd eftir Modigliani, sem ég myndi gjarnan vilja eiga, en ég hygg að hann hafi selt hana." Um leið og ég tók samloku af diski, sem hann rétti að mér, sagði ég: „Nei, hr. Jarvis, svo er ekki." „Jæja. Mig minnti að hann hefði sagt mér, að hann..." Jarvis beit 1 samloku og kyngdi áður en hann bætti við: „Ef þig skyldi einhvern tima vanta kaupanda að henni, láttu mig þá vita. Mér finnst þessi mynd alveg ágæt." „Sjálfsagt," svaraði ég hlæjandi. „Ég get ekki sagt, að mér líki hún, svo að ég tek þigkannski á orðinu." Edgar Jarvis virtist skynja, að við Noni kærðum okkur ekki um of náin kynni og hann bauðst til þess að fara með mig í stutta skoðunar- ferð eftir tedrykkjuna. Þegar við fórum að skoða garðinn, fór Noni upp á loft til þess að hafa fataskipti eftir því sem hún sagði. Síðasta herbergið sem við skoð- uðum í húsinu var lítil setustofa. Ég tók eftir því, að þar uppi á hillu var fjöldinn allur af lögfrseðibókum. Ég sneri mér að Jarvis. , ,Ertu lögfræð- ingur?" spurði ég. „Malafærslumaður," svaraði hann, „en hættur störfum." „Heimili þitt er mjög fallegt," sagði ég brosandi, „þakka þér fyrir að sýna mér það." „Mín var ánægjan. Myndirðu xannski vilja snyrta þig eitthvað núna?" Hann hringdi bjöllu. Þjón- ustustúlka kom og fylgdi mér upp á loft. En Noni birtist á stigapallinum uppi og sagði: „Þetta er allt í lagi Maria, ég skal vísa fröken Prescott leiðina." Hún fylgdi mér að stóru baðher- bergi. Þar var bæði snyrtiborð, stóll og einhver ósköp af snyrtivörum. Glugginn var opinn, en glugga- tjöldin voru dregin fyrir til þess að bægja sólinni frá. Ég gerði mér ljóst, að það var einmitt fyrir neðan þennan glugga, sem Alfio var að bóna bilinn. Þótt ég gæti ekki greint orðaskil, heyrði ég einhvern tala reiðilegri röddu. Framhald í næsta blaöi. Til fermingargjafa tu merkin. SVÍSSIK ÖU þe) Gull skartgiptó Skartgreipáskrin Mansettuhnkppar Skrifborðsklfltkur Bókahnifa' og margt UR OG SKARTGRIPIR: KORNELÍUS JONSSON SKÖLAVÖRÐUSTÍG8 BANKASTRÆTI6 ?18588-18600 Hárlagningarvökvinn ÍÆl) 1yrir blástur: iiiíbrm Inform í litlu, fjólubláu og grænu glösunum.fær hárið til að sitja alveg eins og þú vilt hafa það,- eðlilega og með lyftingu. Inform - fyrir dömur og herra. HALLDÓR JÓNSSON HF. Dugguvogi 8 13. TBL. VIKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.