Vikan


Vikan - 10.11.1977, Síða 15

Vikan - 10.11.1977, Síða 15
— Ég vil hafa tlma til að vera með börnunum mlnum. Magnús, Stefán og Þorsteinn með mömmu sinni, sem eftir útlitinu að dæma gætieins verið systir þeirra. Við störf i tónlistardeildinni. Æt/i hún sé ekki að athuga, hvort þetta sé lagið, sem beðið var um I óskalagaþáttinn, ,,Undir tólf." er kennd við. Hann var sjálfur smiður og vann hér allt meira og minnasjálfur. Oghúsiðerþað vel úr garði gert, að í þau fimm ár, sem ég hefbúiöhér, hefurekkert þurftfyrir það að gera. REYNI AÐ LESA ALLAR KVEÐJUR — Nú veit ég að þú stjórnar óskalagaþætti fyrir börn í útvarp- inu. En eitthvað hlýtur þú að gera þess utan. — Já, blessuö vertu. Þetta er algert aukastarf hjá mér. Frá átta á morgnana til svona eitt á daginn vinn ég niðri á Tónlistardeild útvarpsins. En mestur timi fer ( að hugsa um börnin, þegar ég kem heim. Ég er ein af þeim, sem neita að vinna meira en þetta, til þess að hafa meiri tíma til að vera með börnunum. — Það er ákaflega gaman að vinna að „Laginu mínu," eins og óskalagaþátturinn heitir. Ég reyni að lesa upp öll bréf, sem ég fæ, þó að ég geti ekki leikiö öll lögin. Ég held, að fyrir krakkana sé þaö númer eitt að kveðja komist til skila og nafnið þeirra komi í útvarpið. Svo reyni ég auövitaö að velja þau lög, sem ég held, að þau hafi gaman af. Ég held, að þeimfalli það vel, að minnsta kosti hafa þau ekkert sett út á þetta skipulag mitt. HEFÐI VILJAÐ EIGA TiU — Segðu mér svolítið af þínum eigin börnum. — Já, ég á nú ekki nema þrjú. Ég hef alltaf haft ákaflega gaman af börnum og hefði helst viljað eiga tíu stykki. Strákarnir mínir eru líka svo sérstaklega yndislegir og vilja allt fyrir mig gera. Ég held, að ég sé óskaplega heppin með þá. Já, í 45. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.