Vikan - 10.11.1977, Síða 36
Sakamálasaga eftir ORLU JOHANSEN
Stafurinn
Hið fullkomna morð er ekki til. í gær,
í dag, á morgun er slíkt reynt, en alltaf
er hefndum náð. Ef ekki fyrir
dómstólum, þá á einhvern annan hátt.
P APPÍRSBLAÐIÐ lá á bríkinni
fyrir utan, aðeins til hœgri við
gluggann.... bríkinni eða brettinu,
eða hvað maður á að kalla svona
mjóa steinsteyptabrún, sem af einni
eða annarri óskiljanlegri ástæðu, er
utan við gluggana á nokkuð gamalli
byggingu. í yfir hundrað metra
hæð frá jörðu.
Kannski er það meiningin, að
gluggaþvottamennirnir noti sér
bríkina, nú eða loftfimleikafólk,
sem ekkert óttast. Það er ekki gott
að segja. Ég vissi það eitt, að ég
varð að ná i pappírinn, sem fokið
hafði út um opinn gluggann á
skrifstofunni. Þetta var pappir, sem
ekki væri gott að láta sjást. Það gæti
haft slæmar afleiðingar fyrir lög-
fræðingsskrifstofu mína, ef hann
kæmist i rangar' hendur, og slíkt
gæti auðveldlega gerst. Pappirar
þola vel að falla úr mikilli hæð. Sem
sagt....
P G heiti Harald Axelsen og er
45 ára. Hæfni min i fimleikum
er í núlli, og mér hættir til að fá
svima, eins og fleirum. En ég hafði
ekki um neitt að velja.
Þegar ég nokkrum sekúndum
siðar klifraði með ítrustu varúð út á
bríkina, gætti ég þess auðvitað
vandlega að líta ekki niður.... niður
i hyldýpið, þar sem götulifið var
eins og iðandi maurabú. Ég snéri
bakinu að gínandi dýpinu og ein-
beitti mér að því að horfa einungis á
vegginn, meðan ég fikraði mig
áfram sentimetra fyrir sentimetra, i
átt að skjalinu, sem lá ennþá þarna.
Mér fannst það glotta að mér. Svo
nærri og samt svo langt frá...
Hjartað barðist af skelfingu, og
andardrátturinn var óeðlilegur. Það
eina sem bjargaði mér frá því að
sogast niður i hyldýpið, var
nauðsyn þess að ná þessu bölvaða
skjali. örvæntingin hélt mér uppi.
Ég náði reyndar að komast að
skjalinu, en einmitt i því blés golan
þvi lengra frá. Ef ég hefði tekið það
upp af gólfinu inni á skrifstofunni,
hefði þetta aldrei þurft að verða. En
nú....
Ég lokaði augunum til hálfs og
beygði mig hægt í hnjánum. Eitt
andartak leit ég niður, og mér rann
kalt vatn milli skinns og hörunds.
Ég lokaði augunum alveg og hallaði
mér þunglega að veggnum og
fálmaði eftir haldi, sem ekki var að
fá. Ég kjökraði, þegar ég hafði
jafnað mig aftur og beygði mig á ný
og fálmaði eftir blaðinu. Ég greip
blaðið og bögglaði það saman og
tróð því í jakkavasann. Ég safnaði
nú kröftum til að komast til baka,
varirnar skulfu, og í hnjánum var
magnleysi. Þetta voru bara fimm
metrar, en fyrir mér var þetta eins
og dagsferð með ótal skelfilegum
hættum og hindrunum.
Það var á þessu augnabliki, sem
36VIKAN 45. TBL.