Vikan


Vikan - 06.04.1978, Page 4

Vikan - 06.04.1978, Page 4
Hand san Mýkir, grædir og verndar hörundid. Handsan er handáburdur í háum gædaflokki og ekki fitukenndur. Handsan er Wella vara og fæst i næstu búd. HAND CREAM CREMA PARj US MAHOS Heildsölubirgdir: Halldór Jónsson hf. Sími 8 60 66. Sitthvað um kjöt í kjöti er mismunandi mikið af bindivef eftir þvi hvaðan af skepn- unni kjötið er. í hrygg og bakvöðvum er minnst af vefnum, svo að þeir eru best fallnir til steikingar. í kjöti af framhrygg og bringu er aftur á móti meira af bindivef, og það er betra til suðu. Þegar kjötið er hitað við matreiðsluna, þornar yfirborð þess, og er hitinn nær 100°, fer kjötið að breytast, það brúnast, og af því kemur steikingarbragð. Um leið hitnar kjötið alveg í gegn. Við 60° hita breytir það um lit, verður grábrúnt, og eggjahvítuefni þess hlaupa, svo að kjötið skreppur aaman, rýrnar. Kjötsafi og fita pressast út úr kjötinu, og því meiri sem hitinn verður, þeim mun meiri kjötsafi og fita pressast út. Kjötið verður þar af leiðandi þurrara og harðara. Steikið því ekki kjöt of lengi á pönnu eða við of háan hita. Kjöt, sem steikt er á pönnu, verður ekki meyrara, þótt steikingartíminn sé lengdur. Allt kjöt verður að hanga um tíma til þess að verða meyrt. Strax eftir slátrun er kjötið hart, en þegar það hefur fengið að hanga um tíma meyrnar það og mýkist vegna efna- breytinga, sem eiga sér stað. Eggjahvítuefni brotna niður vegna starfsemi kveikja (enzýma), en við það dökknar litur kjötsins og bragðefnin aukast. Kjöt er best að steikja, þegar það hefur náð venjulegum herbergishita. Sé það tekið beint úr kæiiskápnum, er erfiðara að halda jöfnum hita á pönnunni, og það steikist því ekki eins vel og ella. Þvoið aldrei kjöt, sem á að steikja, heldur skafið það aðeins með hnif, ef þurfa þykir. Sinar og fita í kjötbitum skreppa meira saman en sjálfur vöðvinn. Skerið því nokkra skurði í fituna og sinarnar, þá er auðveldara að steikja kjötið. Saltið ekki kjöt, áður en það er steikt. Saltið dregur til sín safa úr yfirborði kjötsins, svo erfiðara reynist að brúna það. Best er því að salta kjötið eftir að því hefur verið snúið á pönnunni. Ef steikt er upp úr smjörfeiti, þá látið feitina hitna upp með pönnunni, Þegar hættir að snarka og öll froða er horfin, er kominn tími til að steikja. Steikið

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.