Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 5
^cjptið fyrst öðrum megin, og þegar
það er hæfilega steikt, snúið því þá
við. Kjötstykkjum, sem eru meira
en 1,5 sm þykk, þarf þó að snúa
'nokkrum sinnum. Þunn kjötsneið
gegnsteikist fljótt, en þykk sneið
þarf að sjálfsögðu mun lengri tíma.
Erfitt er að segja nákvæmlega til
um steikingartíma einstakra kjöt-
tegunda og því er best að skera
örlítið í kjötið til þess að fullvissa
sig um, að það sé steikt. Setjið ekki
of mikið á pönnuna í einu. Það er
Eldhús
Vikunnar
UMSJÓN:
DRÖFN
FARESTVEIT
auðveldara að halda réttum hita á
pönnunni, ef hún er ekki fyllri en
sem nemur 2/3.
PIPARBUFF
Áætlið eina stóra, þykka sneið á
mann af innri eða ytri lundum. Malið
hvítan og svartan pipar (eða notið
grófmalaðan pipar). Notið smjör til
að steikja kjötið. Annað, sem til
þarf, er 1/2 tsk. salt og u.þ.b. 1/2 dl
af koníaki, sem þá sleppa, ef steikin
er ekki borin logandi fram.
Kjötið er barið með hnúunum, um
leið og það er lagað til. Piparnum er
síðan stráð yfir (u.þ.b. 30 piparkorn
nægja á fjórar sneiðar). Smjörið
hitað, þar til það er orðið hæfilega
heitt, og buffin sett á pönnuna.
Steikingartíminn er undir því
kominn, hvort kjötið á að vera svo-
lítið hrátt eða alveg gegnumsteikt
og svo auðvitað eftir þykkt sneið-
anna. Saltið ekki fyrr en buffin eru
steikt öðrum megin. Koníakinu er k
síðan hellt yfir og kveikt í um leið og y