Vikan - 06.04.1978, Síða 18
FRAMHALDSSAGA EFTIR A'
ÞAÐ SEM GERST HEFUR:
Gwenda Reed er nýlega komin til
Englands og hefur keypt þar
gamalt hús, Hillside, i nágrenni
Dillmouth. Brátt verður hún þess
áþreifanlega vör, að ýmislegt þar
kemur henni kunnuglega fyrir
sjónir. Undarlegir atburðir verða
þess valdandi, að hún fer til
London og bíður komu eiginmanns
síns, Giles. í London hittir Gwenda
ungfrú Marple, en
hún hefur óstjórnlegan áhuga á
öllum dularfullum atburðum.
Gwenda fær vitneskju um að hún
hefur dvalist í Englandi, þegar hún
var á barnsaldri. Var þá morðið i
Hillside alls engin ímyndun, heldur
atburður, sem hún endurlifði nú?
Faðir hennar hafði einmitt búið í
Hillside fyrir nitján árum, þótt það
væri næsta ótrúleg tilviljun. Seinni
kona hans var Helen Spenlove
Kennedy. Það er gátan um hana,
sem þau verða að ráða. Ungfrú
Marple lætur ekki sitt eftir liggja
og kemur til Dillmouth til þess að
fylgjast með gangi mála. Þau hafa
upp á bróður Helenar, Kennedy
lækni, sem lætur þeim í té nýjar
upplýsingar. Kelvin, faðir
Gwendu , hafði látist á
geðveikrahæli nokkru eftir að kona
hans hljópst á brott frá honum
með öðrum manni. Sjálfur hélt
hann þvi þó fram við Kennedy, að
hann hefði kyrkt konuna sína.
Voru það ef til vill einungis
hugarórar? Kelvin Halliday hafði
framið sjálfsmorð á geiðveikra-
hælinu, en skýrslur læknanna sýna,
að þeir hafa ekki álitið hann
morðingja. Var þá um þriðja mann
að ræða, ef Helen var í rauninni
myrt? En hver gat hann verið þessi
þriðji maður? Það er ekki vanda-
laust að grafa upp gamlan
kunningsskap, en með góðum vilja
er það samt hægt. Sumt fólk man
jafnvel ótrúlegustu hluti. Hvernig
hafði til dæmis tengslum Helenar
og Walters Fane verið háttað?
Eftir samtalið við Fane er Gwenda
þó sannfærð um að hann hefur
ekki getað framið morð....
En Edith Pagett man eftir ýmsu
frá þvi hún var i þjónustu Halliday
hjónanna. Þjónustustúlkan Lili
Abott, hafði verið frökk og fram-
hleypin. Hún hafði líka þóst vita
lengra en nef hennar náði. Til
dæmis var hún viss um, að Helen
var hrifin af manni, sem var
sumargestur á hóteli i bænum.
0, og undirfötin, það var
undarlegur samtíningur. Trúðu því,
sem ég segi, Edie,” sagði Lily.
,,Hún hefur ekki farið neitt.
Húsbóndinn hefur drepið hana.”
Ég var nú alveg glaðvöknuð og
settist upp og spurði hana, hvað
hún væri eiginlega að tala um.
,,Þetta er alveg eins og morðið,
sem sagt var frá í sjónvarpinu um
daginn,” sagði Lily. „Húsbóndinn
hefur komist að þvi, að hún hélt
fram hjá honum, og þess vegna
drepið hana og farið með hana niður
í kjallara og grafið hana undir
gólfinu. Svo hefur hann sett föt i
ferðatösku og látið líta svo út, að
hún hafi hlaupist að heiman. En
þarna er hún — undir kjallara-
gólfinu. Hún fór ekki lifandi úr
þessu húsi.” Ég hundskammaði
hana fyrir að segja slíka hluti. En
ég játa það, að næsta morgun
læddist ég niður i kjallarann. Þar
var allt með kyrrum kjörum og þar
hafði ekkert verið grafið. Ég fór og
sagði Lily, að hún léti eins og kjáni,
en hún fór ekki ofan af því, að
húsbóndinn hefði drepið hana.
„Mundu bara,” sagði hún, „að
frúin var dauðhrædd við hann.”
,, Þar hefur þú nú einmitt rangt fyrir
þér, stúlka min,” sagði ég, „þvíþað
var nefnilega alls ekki húsbóndinn
sem hún var að tala við. Þegar þú
varst búin að segja mér frá þessu
þarna um daginn, þá leit ég út um
gluggann og sá þá húsbóndann
koma niður brekkuna með golfkylf-
uraar sínar, svo það getur ekki hafa
verið hann, sem var að tala við
frúna í dagstofunni.”
Loftið var eins og rafmagnað i
þessu þægilega herbergi.
Loks sagði Giles, um leið og hann
andaði frá sér, „það var þá einhver
annar....”
15. HEIMILISFANG
Hótel Royal Clarence var elsta
hótel borgarinnar. Þetta var vin-
gjarnlegt hótel með bogadregnum
gluggum og í loftinu lá einhver
gamaldags virðuleiki. Þangað komu
ár eftir ár sömu fjölskyldurnar.
Ungfrú Narracott, sem vann í
gestamóttökunni, var barmmikil
kona, fjörutiu og sjö ára og með
afar gamaldags hárgreiðslu.
Hún virti Giles fyrir sér og með
sjálfri sér ákvað hún, að hann væri
einn af þessum „huggulegu” ungu
mönnum. Og Giles, sem gat verið
ákaflega tungulipur og sannfærandi
þegar hann vildi, kom með góða
sögu. Hann hefði vaSjað við konuna
sina um það, hvort guðmóðir
hennar hefði búið á þessu hóteli
fyrir átján árum. Konan hans sagði,
að þau gætu aldrei fengið úr því
skorið, því auðvitað væri búið að
henda öllum hótelpöntunum frá
þeim tíma. En hann hafði sagt:
„Hvaða vitleysa. Hótel eins og
þetta, geymir áreiðanlega slíkt,
jafnvel hundrað ár aftur í tímann.”
„Já, það er nú kannski fullmikið
sagt, herra Reed. En við geymum
allar okkar, það sem við köllum,
gestabækur. Þar er líka að finna
mörg athyglisverð nöfn. Meira að
segja konungurinn gisti hér einu
sinni, þegar hann var prins af
Wales, og Adlemar prinsessa af
Holstein-Rotz kom hér á hverjum
vetri ásamt lagskonu sinni. Og hér
hafa líka komið margir frægir
rithöfundar og einnig herra Dovey,
hinn frægi andlitsmálari.”
Giles sýndi öllu þessu hinn mesta
áhuga og eftir stutta stund náði hún
í bókina frá þvi ári, sem hann bað
um, og sýndi honum.
Þegar hún var búin að benda
honum á nöfn nokkurra frægra
manna, fletti hann bókinni, þangað
til hann kom að ágústmánuði.
Já, hérna var áreiðanlega það,
sem hann leitaði að.
Setoun Erskine hershöfðingi og
frú, Anstell Manor, Daith, North-
umberland, 27. júli — 17. ágúst.
„Má ég skrifa þetta hjá mér?”
„Gjörðu svo vel, herra Reed. Þig
vantar blað og penna — ó, þú ert
með penna. Þú fyrirgefur, en ég
þarf aðeins að bregða mér frá.”
Hún skildi hann eftir með bókina.
Þegar hann kom aftur til HiUside
ORA
BAKAÐAR
BAUNIR
í tómatsósu
18 VIKAN 14. TBL.