Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 20
„Yngsti sonur þinn er ekki
giftur, er það?”
Frú Fane ljómaði öll.
„Nei, Walter býr hér heima.
Hann er dálítið viðkvæmur — og
hefur alltaf verið frá því hann var
bam — ég hef alltaf þurft að hugsa
vel um heilsu hans. (Hann kemur
rétt bráðum.) Þú getur ekki
ímyndað þér, hve hugulsamur og
elskulegur sonur hann er. Ég er í
sannleika sagt mjög heppin að eiga
slíkan son.”
„Og hefur honum aldrei dottið í
hug að giftast?” spurði ungfrú
Marple.
, .Walter segir alltaf, að hann geti
ekki hugsað sér þessar ungu stúlkur
nú til dags. Honum finnst þær ekki
aðlaðandi. Hann og ég, við eigum
svo mikið sameiginlegt, að ég er
hrædd um að hann fari ekki eins oft
út og æskilegt væri. Á kvöldin les
hann Thackeray fyrir mig og oft
spilum við. Walter kann best við sig
heima.”
„En hvað það er indælt,” sagði
ungfrú Marple. „Hefur hann alltaf
unnið á skrifstofunni? Einhver
sagði mér, að þú ættir son á Ceylon,
en það er kannski einhver misskiln-
ingur ?”
Það dimmdi aðeins yfir svip frú
Fane. Hún bauð gesti sínum
valhnetuköku og sagði svo: „Það
var þegar hann var mjög ungur.
Eittafþessumæskuglöpum. Drengi
langar alltaf til að skoða sig um í
heiminum. En það var reyndar
stúlka, sem var orsök alls þess.
Stúlkur geta verið svo óstaðfastar. ”
„Já, það er alveg satt. Ég man,
að frændi minn — ”
Frú Fane hélt áfram og lét þetta
með frænda ungfrú Marple eins og
vind um eyrun þjóta. Hún var sjálf
miðpunktur samræðnanna og hún
naut þess að öðlast samúð vinkonu
Dorothy.
„Þetta var afskaplega óæskileg-
ur kvenmaður — eins og oft vill
verða. Ö, ég á ekki við að hún hafi.
verið leikkona, eða neitt slíkt.
Systir læknis hér — eða eiginlega
meira eins og dóttir hans, því hún
var svo miklu yngri en hann — og
vesalings maðurinn hafði enga
hugmynd um, hvernig hann átti að
ala hana upp. Karlmenn eru nú oft
svo hjálparvana, finnst þér það
ekki? Hún fór alltaf sínu fram, og
byrjaði á því að vera í tygjum við
ungan mann á skrifstofunni — hann
var ekki annað en venjulegur
skrifstofumaður — og ekki beinlínis
eftirsóknarverður persónuleiki
heldur. Þeir urðu að láta hann fara.
Hann talaði af sér um trúnaðarmál.
En þessi stúlka, Helen Kennedy,
var, ja ég geri ráð fyrir, að hægt sé
að segja að hún hafi verið mjög
lagleg. Mér fannst það ekki. Ég var
alltaf viss um, að hún litaði á sér
hárið. En Walter, vesalings dreng-
urinn, varð ákaflega ástfanginn af
henni. Eins og ég sagði, þá var hún
í alla staði óæskileg, peningalaus og
með ekkert slíkt í vændum, og alls
ekki sú manngerð, sem ég myndi
óska mér sem tengdadóttur. En
hvað getur móðirin gert. Walter bað
hennar og hún hryggbraut hann, og
þá fékk hann þessa heimskulegu
hugmynd að fara til Indlands og
vinna við terækt. Maðurinn minn
sagði: „Leyfðu honum að fara,”
þótt hann væri auðvitað mjög
vonsvikinn. Hann hafði hlakkað til
að fá Walter inn í fyrirtækið og
Walter var kominn með öll tilskilin
embættispróf og allt slíkt. En
svona fór nú samt. Það er nú meira
hvað slikar konur geta skapað mikil
vandræði.”
„O, láttu mig þekkja það.
Frændi minn — ”
ru BronV
j Uppl i
|1H ok 22 i
liorti crtjj þúr
|:.n;odi Topp
nu 12H.r>0
ítluga 14-lH og
orta
'irrti, 5() 111 *>() fm
’-Nludyrum. 40
■inmg 40
1 Hppl i
rnynlir kr ||| .upum isl frl-
merki Krim^i. jahusirt La-kjar-
gólu (>. simi 11H14
Bílaviðskipti
Sunbeam Imp. sendibill
arg 1971 til sólu, þokkalegur bill
l'ppl i sima 404.14 eftir k! 1H.
Plvmoulh Belvedere
arg 1HK7 iil solu Tilbort. Uppl i
sima 42il(>H
Chevrolel Impala
arg 19K9 111 solu.
Tilbort l’ppl i slma 2(K
Skulagotu
Uppl.1
isiptur, ástai.
: ma H4230 eftir kl. >
Kiat 850 speeial árg. ‘71
til sölu. góðir greirtsluskilmálar.
nýupptekin vél i toppstandi
IIppl i sima 74917
Einkamál
l'ngur martur
iskar eftir art kynnasi siulku -
Ul 30 ara mert sai
hafa liorn
11lliort lil 1)11
Reynsláner
ótysnust
Hún sýnir í hvaða blaði smáauglýsing ber
mestan árangur. Hvaða ástæða önnur skyldi ráða því að
smáauglýsingamagnið er alltaf mest í Dagblaðinu?
Þangað leita viðskiptin. sem úrvalið er mest.
Smáauglýsingar
BIAÐSINS
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í
20 VIKAN 14. TBL.