Vikan - 27.07.1978, Side 2
30. tbl. 40. árg. 27. júlí 1978
Verð kr. 530.
GREINAR OG VIÐTÖL:_____________
4 11. grein Jónasar Kristjánssonar
þar sem hann leiðbeinir ferðafólki i
mat í Kaupmannahöfn:
Fiskekælderen.
12 Vikan á neytendamarkaði: í dag
fjallar Anna Bjarnason um
þvottaefni m.a.
14 Stríðið i Mosfellssveit: Fyrsti hluti
stórskemmtilegs greinaflokks um
hernámsárin í Mosfellssveit, þar
sem Sigurjón Jóhannsson blaða-
maður rifjar upp með Mosfell-
ingum ýmsar sögur frá þessum
timaum. Fjöldi mynda prýða
greinaflokk þennan.
26 „Ailtaf má læra eitthvað af Hall-
grimi Péturssyni,” segir Megas, sá
umdeildi listamaður í viðtali við
Ásgeir Tómasson blaðamann í
þessu viðtali, þar sem Megas fer á
kostum. Stórt plakat fylgir i opnu
blaðsins í dag.
SÖGUR:
20 Skiðaskálinn i Ölpunum. 2. hluti
framhaldssögunnar eftir Hammond
Innes.
36 Myrkrið er eilíft. Framhaldssaga
eftir Eleanor Ross.
ÝMISLEGT:
2 Mest um fólk: Á „vellinum”
6 Pósturinn.
32 Húsbúnaður.
38 Stjörnuspá.
40 Poppfræðiritið: Jefferson Airplane / Starship.
43 Mig dreymdi.
46 Pennavinir.
47 í næstu viku.
Úbsll Þar fór boltinn og hvanœr œtii hann komi svo til baka?
Það er Stafán Benadiktsson kannari, sam við sjáum hár vera að skvoanast um aftir bottanuml
Á „Vellinum”
Já, það var margt um manninn á
Laugardalsvellinum þann 28.
júní s.s. þegar Danir og íslend-
ingar spiluðu landsleik í knatt-
spyrnu. Og þó að leikurinn
sjálfur hafi fengið misjafna
dóma, þá ríkti mikil spenna á
áhorfendapöllunum, því ætli
sigur yfir Dönum í knattspyrnu
sé ekki einn stærsti draumur ísl-
enskra knattspyrnuunnenda!
Þarna mátti sjá mörg andlit,
bæði þekkt og óþekkt, og spá
manna um úrslitin var æði mis-
jöfn. En það var þétt setið og í
stúkunni ríkti mikil stemmning,
þrátt fyrir að svalt væri í veðri.
Þó voru margir komnir með
rautt nef, þegar þeir héldu heim
og voru þeir óhressir yfir því, að
ekkert mark skyldi hafa verið
skorað, því mark yljar mönnum
alltaf um hjartaræturnar. En
fólk verður að sætta sig við það,
sem það fær, og hér birtum við
nokkrar myndir af áhorfendum
og eiga margir þeirra örugglega
eftir að sjást á fleiri knattspyrnu-
leikjum í framtíðinni. HS.
mE/T um FÓLK