Vikan - 27.07.1978, Page 16
lega sögu af Donald Collicks. Þegar hann
dvaldi hér kynntist hann fjölskyldu í
Hafnarfirði, sem hann langaði að hitta
aftur. Hann tók leigubíl og með góðri
aðstoð leigubílstjórans tókst honum að
finna húsið Öldugötu 4, sem hann þekkti
aftur, þótt búið væri að byggja við það.
Hann gekk að útidyrunum og hringdi. Til
dyra kom Svanhvit Jónsdóttir og þótt mörg
ár væru liðin, þá sagði hún eftir örskamma
stund: Getur það verið? Er þetta Donald?
Þarna urðu fagnaðarfundir og ekki síst
þótti Donald gaman að hitta móður Svan-
hvítar á lífi, en hún er orðin 89 ára gömul.
BRÚARLAND VAR
MIÐPUNKTURINN
Magnús Lárusson, húsgagnasmiður, á
heima að Markholti 24 í Mosfellssveit.
Hann er næstelstur átta systkina, sem áttu
heima á Brúarlandi í Mosfellssveit þegar
herinn kom til landsins. Heimilisfólkið á
Brúarlandi hafði óvenju náið samneyti við
herinn, þar sem Brúarland var þá mið-
punktur sveitarinnar — þar var barna-
skólinn, símstöðin og samkomusalur var í
kjallara hússins. Það var því eðlilegt að
herinn hefði augastað á þessu húsi, þegar
þeir létu sér nægja kjallarann. Yfírmennimir
bjuggu um sig þar, og þeir létu hólfa leikfimi-
og samkomusalinn í tvennt. Ég man eftir hvað
okkur fannst skrýtið að yfirmennimir höfðu
einkabílstjóra og einkaþjóna.
Þeir settu strax vörð við símann. Fyrst
var vörður allan sólarhringinn, en síðar var
vörður á nóttunni, því þeir hafa sennilega
treyst því, að ef eitthvað óvænt gerðist yfir
daginn yrðu þeir látnir vita. Ég man vel
eftir einum símaverði, sem hét Lesley.
Hann var af frönskum ættum, skemmti-
legur maður. Hann hafði stutta viðdvöl hér
fyrir nokkrum árum, og datt þá í hug að
Donald sagði, að hann og kona sín, hefðu
boðið Svanhviti og manni hennar að koma
til Englands á næsta ári og vonaðist hann
til að þau myndu sjá sér fært að þiggja
boðið.
Eitt enn áður en við hverfum til annarra
minninga frá þessum tíma. Fjórmenn-
ingarnir sögðust ekki hafa fengið nein fyrir-
mæli frá yfirboðurum sínum um það
hvemig þeir ættu að umgangast landann.
En þeir höfðu alltaf á tilfinningunni, að þar
sem þeir væru hermenn, og ísland ekki aðili
að stríðinu nema óbeint, þá hefðu íslend-
ingar fremur kosið að fá hingað til lands
Bandaríkjamenn i þeirra stað, vegna þess
að þeir vom þá ekki orðnir beinir þátt-
takendur i stríðinu. En svo kom árásin á
Pearl Harbour, og þar með voru Banda-
ríkjamenn orðnir beinir þátttakendur og
íslendingar sátu enn uppi með her, sem var
stríðsaðili.
VAR BÚIN TIL SKÝRING?
Ég velti þessari skoðun fjórmenninganna
alllengi fyrir mér, og þegar litið er til baka,
þá er ekki óeðlilegt að ætla, að Englend-
ingar hafi ekkert verið hrifnir af því að
Bandaríkjamenn næðu yfirráðum á
Norður-Atlanshafinu, þó þeir væru banda-
menn þeirra í stríðinu, og þessvegna hafi
verið búin til viðunandi skýring handa
bresku hermönnunum þegar þeir fóm
héðan og Bandarikjamenn tóku við. En
þetta, eins og svo margt annað sem gerðist í
stríðinu, er og verður álitamál.
hringja í Brúarland og spyrja eftir pabba.
Hann hafði miililent hér á leið til Kanada.
Pabbi sagði honum að taka leigubil,
og hann kom i heimsókn í Tröllagil, en
þangað fluttu foreldrar mínir árið 1949.
FÖTIN BRUNNUINNI
— Tjölduðu ekki hermennirnir á túninu
hjá ykkur?
— Jú, þegar þeir komu var búið að bera
skit á öll tún og komið óvenju mikið gras
miðað við árstíma, þvi vorið var hlýtt en
vætusamt. Pabbi bað þá um að tjalda bara
á einu túni og gerðu þeir það, en þegar
yfirmaður þeirra kom, tveimur eða þremur
dögum síðar, skipaði hann þeim að dreifa
tjöldunum út um allt. Ég man að þeir tóku í
sina vörslu sumarbústað við Álafoss og þar
þvoðu þeir fötin sín. Skömmu síðar varð
það óhapp, að sumarbústaðurinn brann og
jafnframt brann mikið af fatnaði her-
mannanna. Næstu daga sáum við her-
menn skjótast milli tjalda buxnalausa, því þeir
áttu ekki buxur til skiptanna!
Skömmu eftir að þeir komu byrjuðu þeir
að byggja bragga, og jafnframt hlóðu þeir
hús úr steini. Þegar Kanadamennirnir
komu byggðu þeir aftur á móti mikið hús
úr timbri og er hluti þess nú íbúðarhúsið
Litlaland. Nokkur steinhúsanna, sem
Englendingarnir byggðu.eru að stofni til
enn notuð sem íbúðarhús hér í sveitinni.
Ég minnist þess hve okkur brá, þegar allt
i einu voru felld öll tjöld á túninu eftir að
sírena byrjaði að væla. Hermennirnir
Myndin til vinstri sýrlir hvemig umhorfs
var vkJ Brúariand i byrjun striðsins. Hluti
af húsinu lengst til vinstri stendur enn á
sama stað og heitir i dag Litla land. Það
hús byggðu Kanadamenn. Hin myndin er
tekin af pallinum ó Brúarlandi, fremst er
hænsnakofi, en bakvið hann er rafstöð,
verslun og tómstundabraggi. Nú sjást svo
til engin ummerki um þessa byggð.
hann kom hingað fyrst og tók að svipast um |
eftir húsnæði til bráðabirgða. Húsráðendur
á Brúarlandi i þann tið voru Lárus
Halldórsson, skólastjóri, og Kristin
Magnúsdóttir, en þau eru nú bæði látin.
— Hvað varstu gamall, Magnús, þegar
herinn kom, og hvað er þér minnisstæðast
frá fyrstu dögum hernámsins?
— Ég var 14 ára þegar herinn kom i maí
1940. Ég man ekki nákvæmlega daginn,
sem herinn settist að í Mosfellssveit, en það
var nokkrum dögum eftir að herinn kom til
Reykjavikur. Þegar fyrstu hermennirnir
komu hingað í sveitina var ég að vinna í
garðyrkjunni á Reykjum og fór hjólandi úr
og í vinnu. Þegar ég kom heim eitt kvöldið,
í mígandi rigningu, var fullt af hermönnum
á hlaðinu heima. Þegar ég tók beygjuna inn
um hliðið heim á hlað var ég nærri búinn
að hjóla á varðmann, sem var búinn að
taka sér þar stöðu. Ég hrökk óskaplega við,
eins og nærri má geta. Reyndar var ég
búinn að sjá hermenn áður, því þeir komu
heim og mældu húsið hátt og lágt til að
finna út hvað þeir gætu komið fyrir þar
mörgum rúmum. Sennilega hefur verið
ætlun þeirra að leggja undir sig allt húsið, en
16 VIKAN 30. TBL.