Vikan - 27.07.1978, Síða 17
Bandaríkjamenn byggðu þessa bragga,
sem standa við Vesturlandsveg og eru
þeir á upprunalegum stað. Jakob Narfa-
son bjó þar ásamt fjölskyldu frá
striðslokum, þar til hann f lutti annað.
2.
Þetta hús, sem Englendingar létu byggja,
stendur einnig á upprunalegum stað rétt
við Álafossverksmiðjuna nýju.
3
Magnús Lárusson og Eirikur Guðmunds-
son, Meltúni, standa hér fyrir framan hús,
sem stendur í landi Eiríks. Englendingar
notuðu húsið sem eldhús, og er það með
upprunalegu lagi. Súlurnar eru steyptar
og ríkulega járnbentar, en á milli eru 3ja
tommu hleðslusteinar. Eftir að herinn fór,
tók Eirikur sig til og lét jafna landið og sá i
það. Fyrir nokkrum árum tók að bera á
dældum i túninu, þar sem skotgrafir
höfðu verið áður.
4
Bakvið þennan bragga er hænsnabúið á
Reykjum, sem áður var bió, sem tók 254 i
sæti, og segir nánar frá þvi í viðtalinu við
Magnús.
hentust í aUar áttir og vinnukona heima,
sem hét Halldóra, var hreint skelfingu
lostin. Eftir smástund komu hermennirnir
aftur og reistu tjöldin á ný hinir rólegustu.
Þá áttuðum við okkur á því að við höfðum
orðið vitni að fyrstu loftvarnaræfingu
hersins.
BRETINN VARÐ AÐ SKILA
RÚMINU
Þegar búið var að reisa braggana sváfu
hermennirnir á gófinu fyrst í stað. Þegar
fjörgömul kona, sem var heima dó,gáfum
við einum Bretanum rúmið hennar, og var
hann ákaflega þakklátur fyrir svo góða
gjöf. Hann svaf í rúminu um hríð, en
Adam var ekki lengi í Paradís — honum
var skipað að skila rúminu og sofa á gófinu
eins og allir hinir! Fyrst var bara einn lítill
kolaofn í bröggunum, en þegar líða tók á
fyrsta veturinn voru komnir tveir kola-
ofnar í flesta braggana.
— Varstu ekki svolítið hræddur við
hermennina fyrst í stað?
— Jú, ég var hálf smeykur við þá, enda
skildi ég ekkert í ensku svona fyrst í stað.
Ég man að eitt sinn kom Ásbjörn á Álafossi
heim, en hann var þá kominn í Verslunar-
skólann, og við fórum niður að læk til að
skoða hríðskotabyssu á þrífæti. Hjá
byssunni stóð vaktmaður skjálfandi af
kulda. Þá sagði Ásbjörn: „Det er ekki so
cold paa Iceland.” Svona var nú ensku-
kunnáttan hjá okkur fyrst í stað.
— Vour einhverjar hömlur á sam-
skiptum ykkar við hermennina?
— Svo til engar meðan breski herinn var
hérna. Við flæktumst mikið um meðal
hermannanna, því við fórum snemma að
selja fréttablöð, sem framtakssamir menn
gáfu út á ensku. Maður að nafni Túbogi
30. TBL.VIKAN 17