Vikan


Vikan - 27.07.1978, Síða 21

Vikan - 27.07.1978, Síða 21
hér mættu velja, held ég að þeir myndi frekar kjósa austurriska stjórn.” „Hvað kemur þetta stjórninni við,” spurði Amerikumaðurinn. „Ef ég man rétt, þá voru það Þjóðverjar, sem byggðu togbrautina. Síðan tóku Bretar hana. Seldu Bretar ítölsku stjóminni hana?” „Nei, nei. Hún var fyrst í einkaeign. Bretar tóku brautina af þessum manni. Gistihúsið hérna var líka hertekið. Þegar Bretar fóru á brott, var brautin seld ókunnum manni, Sordini að nafni. Við þekktum ekki manninn. Og það kom okkur á óvart þegar hann var handtek- inn — ásamt tveimur Þjóðverjum Mér brá illilega, þegar ég heyrði sögu þessa. En ég reyndi að láta, sem málið kæmi mérekkert við. R brá ónotalega. „Var þessi Sordini Þjóðverji?” sagði ég. „Já,” sagði gistihúseigandinn undr- andi. „En Sordini var aðeins dulnefni. Hann tók það upp til þess að forðast afleiðingar gerða sinna. Það var i öllum blöðum. Það var meira að segja í enska útvarpinu — ég heyrði það sjálfur. Það var höfuðsmaður í itölsku skotliðssveit- inni, sem tók hann til fanga. Ég hafði verið að drekka með höfuðsmanninum kvöldið áður en hann fór upp í skálann. Ég held, að Sordini hafi keypt kofann til þess að felast þarna uppi. Þeir tóku hann til Róm ogsettu hann í Regina Coeli. En hann framdi ekki sjálfsmorð í fangelsinu. Nei, hann átti ef til vill vini og hafði von um að sleppa úr fangelsinu. Einn vina hans var Roatta, herforingi Mussolinis i Albaníu, sem er sagður hafa strokið af fangelsisspítalnaum í náttföt- unum og farið niður eftir Tíberfljóti í litlum kafbáti. Nei, hann tók ekki inn eitur, fyrr en hann komst í hendur Breta.” „Hvort var hið raunverulega nafn hans?" Ég reyndi að láta líta út sem ég hefði lítinn áhuga á málinu. „Hann hét Heinrich Stelben,” svaraði hann. „Ef þér hafið áhuga á málinu, skal ég sýna yður blaðaúrklippur. Ég hélt þeim saman, vegna þess að svo margir gesta minna hafa haft áhuga á málinu.” Skenkjarinn náði þegar í úrklippurnar. „Má ég fá þær að láni?” spurði ég. „Auðvitað. Ef þér skilið mér þeim aðeins aftur. Ég ætla að láta ramma þær inn.” Ég þakkaði honum fyrir og kvaðst mundu hitta hann á uppboðinu og flýtti mér út. Ég var allur i uppnámi. Heinrich Stelben. Heinrich. Ég kveikti á lamp- anum og tók fram myndina, sem Engles hafði látið mig fá. „Fíir Heinrich, mein liebling — Carla." Þetta var að visu algengt nafn. En það var eitthvað einkennilegt við allt þetta. Ég' tók upp blaðaúrklippurnar. Þær voru tvær, báðar úr Corriere della Venezia. Þær voru báðar stuttar. Hér fer á eftir þýðing mín á þeim: Þýtt úr Corriere della Venezia 20. nóvember, 1946. Höfuðsmaður úr skotliðssveitirwi lekur til fanga þýskan stríðsglœpamann nálægt Cortina. Heinrich Stelben, þýskur stríðsglæpa- maður, var handtekinn af Ferdinando Salvessa höfuðsmanni skotliðssveitar- innar i felustað sínum í Col da Varda sæluhúsinu nálægt Cortina. Heinrich Stelben hafði keypt kofann og tog- brautina af Alberto Oppo, fyrrverandi eiganda Albergo Excelsiore í Cortina. Heinrich Stelben var sakaður um morðið á tiu breskum hermönnum í La Spezia árið 1944. Hann var einn af mönnum Gestapo-sveitarinnar. Hann er sagður hafa flutt nokkur bílhlöss af gulli frá Ítalíu til Þýskalands. Stærsta hlassið var frá Banco Commerciale del Popolo í Feneyjum. Helmingur gullsins hvarf á dularfullan hátt, áður en hann náði til Þýskalands. Stelben segir menn sína hafa gert uppreisn og tekið helming gullsins. Þetta er í annað skiptið, sem Stelben er handtekinn af skotliðssveitinni. Fyrra skiptið slapp hann úr fangelsinu og sást ekki eftir það. Carla Rometta, fögur dansmær, sem hann hafði átt einhver skipti við, hvarf einnig. Talið er, að skotliðssveitin hafi fengið einhverjar upplýsingar um felustað hans. Þegar hann var handtekinn, voru með honum tveir Þjóðverjar, sem þóttust vera italskir verkamenn. Nánar vita menn ekki um menn þessa. Heinrich Stelben og félagar hans hafa verið fluttir til Róm og settir i Regina Coeli.” Þýtt úr Corriere della Venezia 24. nóv., 1946. ..Þýskur striðsglœpamaður fremur sjálfsmorð. Stuttu eftir að Heinrich Stelben, ill- ræmdur þýskur stríðsglæpamaður, hafði verið fluttur til Regina Coeli og fenginn i hendur breskrar hersveitar, framdi hann sjálfsmorð. Þetta er haft eftir bresku fréttaskeyti. Á meðan á réttar- höldunum yfir honum stóð, braut hann hylki með blásýru á milli tannanna. Hinir tveir, sem með honum höfðu verið, áttu þátt í óeirðum í Regína Coeli. Talið er, að þeir hafi látið lífi þar. Ekki er vitað neitt nánar um þá.” Ég las úrklippurnar. Síðan leit ég aftur á myndina. Carla. Carla Rometta. Heinrich Stelben. Þetta var að minnsta kosti einkennileg tilviljun. Joe Wesson virtist þreyttur og úrillur, þegar ég sá hann við morgunverðar- borðið daginn eftir. Hann hafði verið á fótum alla nóttina. Hann hafði verið að spila póker við tvo Ameríkumenn og Tékka einn. „Mér þætti gaman að ná í hann Engles,” muldraði hann. „Ég myndi setja hann efst í þetta bölvað skarð, skera á togsleðann og skilja hann jm m • Ridgeway xoi? StjO] L*JL & Jones ^ Mér tókst það. Bravö. Loksins tökst mér að komast á toppinn. © Bull's

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.