Vikan


Vikan - 27.07.1978, Síða 22

Vikan - 27.07.1978, Síða 22
eftir þarna uppi. Ég myndi troða ofan i hann svo miklum snjó. að hann myndi aldrei framar nota ís út i vinið sitt.” „Mundu, að hann er ágætur skiða- maður,” sagði ég hlæjandi. Engles hafði einu sinni tekið þátt í Olympíuleikunum. „Hann kann áreiðanlega vel við snjó.” „Ég veit það. Ég veit það. En það var i gamla daga, fyrir stríð. Ætli hann sé ekki farinn að kalka eitthvað. Þannia fer maður, þegar maður er i hernum Nú vill hann ekkert annað en þægindi — og brennivín. Ég er hræddur um, að hann myndi ekki skemmta sér þarna uppi i kofanum — engir kvenmenn, enginn hiti, enginn, sem getur dáðst að hugmyndum hans — ef til vill ekki einu sinni bað?” „Það er að minnsta kosti bar þar,” sagði ég. Hann hnussaði. „Bar! Mér er sagt, að maðurinn, sem er við barinn, sé fáviti. Það er hægt að rekja það langt fram í ættir. Fáviskuna, meina ég. Og það eina, sem hann hefur vit á að búa til, er „grappa,” búið til úr spritti. Þar að auki er hann víst skítugasti, latasti og heim- skasti Ítali, sem til er. Og það er ekki svo lítið. Og ég á að fara að drattast með myndavélina mina þangað upp i skarðið og hoppa um úti i kuldanum til þess að taka myndir. Allt til þess að þóknast Engles. Og mér líst ekkert á að fara upp í togbrautinni í dag. Mann svimar. Hún var búin til i striðinu. og Þjóðverjinn, sem átti hana, var tekinn til fanga fyrir stuttu sem striðsglæpamaður. Ætli togbrautin sé ekki eitthvað biluð." Ég verð að viðurkenna, að þegar ég sá brautina, leið mér ekkert vel. Við stóðum og horfðum upp eftir henni til kofans, sem var nálægt fjögur hundruð metrum ofar. Maður rétt greindi gaflana á húsinu inn á milli furutrjánna. Það stóð i miðri öxl Cristallo fjallsins, fjarri allri menningu, fjarri öllu. Bílstjóri okkar fór út úr bílnum og kallaði „Emiliio”. Lítill maður i breskum hermannafötum og með geysimikil snjó- stígvél á fótunum kom út úr steinhúsinu þar sem togsleðinn hóf ferð sina. Stíg- vélin hafði hann fengið hjá Þjóðverjum í stríðinu. Það var litið farið að snjóa í Cortina á þessum tíma árs. En þarna var þegar komið þykkt lag af snjó, sem lá eins og teppiájörðinni. Við settum farangur okkar á togsleðann og settum skíði okkar aftan á sleðann. Svarta taskan utan af ritvélinni minni og myndatökuáhald Joe Wessons virtust ekki eiga þarna heima. Við stigum um borð. Maðurinn i snjóstígvél- unum settist við stýrið. Hann strengdi á kaðlinum, svo að á stöku stað hékk hann í lausu lofti. Við liðum af stað. Brekkan var mjög brött, svo að maður lá hálf- vegis i sæti sínu. Þetta var einkennileg og æsandi tilfinning. Við sáum ekki skíðakofann lengur. Við ókum upp á milli hárra furutrjáa, upp snarbratta hlið Cristallo fjallsins. Ég leit við. Tre Croci gistihúsið var eins og smákassi i fjarska. Vegurinn til Austurríkis var eins og mjó lina í snjónum. Sólin var hátt á lofti, en við sáum lítið af þessari „snjóparadís,”, sem lýst var í bæklingunum. Þetta voru öræfi, eyðiland og svartir skógar. Kaðallinn, sem dró sleðann, var stengdur eins og fiðlustrengur. Við liðum hljóðlaust áfram. Hallinn hefur verið um sextíu gráður. Joe hallaði sér áfram og sagði á ensku við sleðastjór- ann: „Slitnar strengurinn nokkurn tima?” Maðurinn virtist skilja hann. Hann hristi höfuðið brosandi. „Non, non, signore. Brotna aldrei, en funivia —” það var hengibraut niðri hjá Cortina, og hann sleppti stýrinu og lýsti þessu með 22 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.