Vikan


Vikan - 27.07.1978, Qupperneq 23

Vikan - 27.07.1978, Qupperneq 23
miklu handapati. „Einu sinni brotna hún. Molto periculoso.” Hann brosti. „Hvað skeði?” spurði ég. „Kapall slitna. En togkapall halda, og vagninn detta tuttugu metra og ekki koma við jörðina. Farþegar mjög hræddir.” „Ef þessi kapall slitnar?” sagði ég. „Hann slitna ekki. En ef hann slitna, signori, þá ekkert geta stoppað hann.” Hann benti glottandi á brautina fyrir aftanokkur. „Ég þakka,” sagði ég. Og ég var ekki í rónni, fyrr en við vorum komnir upp til kofans. Þetta var nokkuð stór skiðakofi. Flestir skíðakofar þarna eru aðeins fyrir daggesti. En þessi var með svefnher- bergjum. Col da Varda hafði verið byggður fyrir skíðafólk, sem ekki eyðir öllum stundum sinum í dans og gleðskap. Skálinn var úr timbri. Hann hafði verið búinn til fyrir tveim árum. Fyrrverandi eigandi Excelsiore gisti- hússins hafði látið byggja hann úr furutrjám. Hann var byggður utan um klefann. sem dró togbrautina. Kofinn sjálfur var langur skáli, sem stóð á voldugum furustofnum. Fyrir utan hann voru stórar svalir, glerbyrgðar. Útsýnið var stórkostlegt. Enda þótt við værum í þetta mikilli hæð, var enn mjög heitt úti. Inn af svölunum var stór borðstofa, búin sterkum húsgögnum. í einu horninu var bar, en bak við hann var komið fyrir óteljandi vínflöskum. í miðri dýrðinni var pendúlklukka. Nálægt barnum var stór arinn, og í einu hominu var píanó. Við gengum inn í eldhúsið. Við sáum I hausinn á Aldo gegnum hlera í eld- húsinu. Hann var sköllóttur og gljáði á skallann. Hann var heimskulegur á svip, og hann brosti aulalega til okkar. Þetta var furðuleg mannskepna. Bros hans var það eina, sem ég fann mannlegt við hann. Heilinn var eitthvað bjagaðaur. Joe Wesson sagði seinna, að ef hann væri með hendurnar fullar af glösum og maður bæði hann um að taka diskinn sinn, myndi hann sleppa glösunum á gólfið og taka upp diskinn. Ég bað hann að vísa okkur til herbergja okkar. Það kurraði eitthvað i honum, eins og í kalkún. Hann pataði með höndunum. Ég skildi lítið i ítölskunni hans, en mér skildist, að ekki hefði verið pantað her- bergi handa okkur. Ég bað hann að hringja niður i Splendido. Ég hafði séð sima við barinn. Hann yppti öxlum og sagðist ekkert herbergi hafa hvort eð var. „Hvað er hann að þvaðra?” spurði Joe. Þegar ég sagði honum það, byrjuðu kinnarnar á honum að hristast af reiði. „Vitleysa,” sagði hann. „Segðu þessum aumingja að koma út úr þessari kompu og koma til mín, svo að ég geti sparkað í endann á honum. Ég er svo sem ánægður, ef ég get komist á eitt- hvert almennilegt gistihús.En fjandinn Skíðaskálinn í Ölpunum hirði migef ég fer niður þessa togbraut aftur. Einu sinni á dag er alveg nóg." Ég opnaði hurðina, og Aldo kom dauðskelkaður út. Ég sagði honum, að við værum orðnir reiðir. Hann byrjaði að þvaðra eitthvað á ítölsku. „Fari hann til fjandans,” hópaði Joe. „Við skulum líta inn í herbergin. Það eiga að vera sex herbergi, og mér var sagt, að aðeins tvö þeirra væru upptekin.” Ég kinkaði kolli, og við gengum upp stigann, Aldo kom á eftir okkur og lét móðan mása. Uppi var langur gangur. Þarna voru herþergin. Ég opnaði eitt þeirra. Það var tómt. Ég leit á Aldo. Hann baðaði út höndunum og setti upp fýlusvip. í næsta herbergi var ekki búið að búa um rúmin. En í þriðja herþerginu var maður. Aldo ætlaði ekki að hleypa mér inn, en Joe ýtti honum til hliðar. Litill, snyrtilegur maður, sléttgreiddur og grár i vöngunum leit á okkur, þegar við opnuðum hurðina. Klæðnaður hans átti bersýnilega ekki heima þarna upp i Ölpunum. Hann var i jakkafötum, i blárri silkiskyrtu með gult hálsbindi með mynd af seglskipum á. Hann var með greiðu í annarri hendinni. Hann var eins og á verði, eins og hann væri hræddur við eitthvað. „Eruð þér að leita að mér?” spurði hann á næstum galla- lausri ensku. Ég flýtti mér að útskýra vandræði okkar. Aldo smeygði sér fram hjá Joe og byrjaði að tala. En maðurinn bandaði hendinni gremjulega i áttina til hans. „Ég heiti Stefan Valdini,” sagði hann. „Þessi maður er asni. Hann reynir að bægja fólki héðan til þess að sleppa við að vinna. Hann er hundlatur.” Maðurinn talaði lágri röddu næstum eins og malandi köttur. „Cretino!” Hann hreytti þessu út úr sér framan i Aldo. „Það eru fjögur auð herbergi. Láttu Englendingana fá þessi tvö við endannáganginum.” Ég hafði búist við því, að Aldo yrði fokvondur — það er hægt að segja allan þremilinn við Ítala, án þess að hann blikni. en ef hann er kallaður „cretino”,- þá sleppir hann sér venjulega alveg. En Aldo glotti aðeins undirgefinn og sagði: „Si, si, Signor Valdini — pronto." Við vorum sendir inn i herbergin fyrir endanum á ganginum. Úr glugga sinum sá Joe beint niður eftir togbrautinni. Úr mínum glugga mátti sjá yfir svalirnar. Ég gat ekki séð til togbrautarinnar. nema með því að teygja mig út um gluggann og fá kalda dropa ofan á háls- inn. Það var stórkostlegt útsýni úr glugganum mínum. Ég sá upp á Cristallo fjallið og niður eftir skógi vöxnum hlíðum þess. „Bölvuð hola þetta, Neil.” sagði Joe Wesson. „Hver var litli karlinn? Hann lét eins og hann ætti kofann." „Veit það ekki,” sagði ég. Ég var að taka upp úr töskum mínum og var að hugsa um það, hve hér væri hægt að gera góða kvikmynd. „Hann er liklegast gamall gestur hér — enda þótt hann virtist heldur eiga heima i næturklúbbi.” „Jæja. úr því að við erum nú komnir hingað, er þá ekki best að halda það hátiðlegt með einu glasi?” muldraði Joe. „Ég verð niðri við barinn. Ég ætla að reyna þetta rauða gutl, sem þeir kalla grappa." Hringbraut 121 Sími 2 8601 30. TBL.VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.