Vikan


Vikan - 27.07.1978, Qupperneq 40

Vikan - 27.07.1978, Qupperneq 40
snéri sér treglega við til að sjá staðinn einsogsystir hennar. Nú var kastalinn baðaður í siðdegis- sólinni og virtist jafn saklaus og mynd úr bamabók. Þegar þær stigu i land á bryggjunni. biðu Torquil og Angus þeirra nteð Land- Roverinn. Isabel sá um allar kynningar. og Fiona leit með velþóknun á Torquil. þegar þau tókust i hendur. Þau Angus skiptust á breiðum brosum. Torquil hlóð farangrinum inn i bilinn og hjálpaði Fionu uppi i sætið. en siðan gekk hann svolitið frá til að tala við Isabel. ,.Þú ert þreytuleg." sagði hann. „Hefurðu átt annrikt í dag?" Isabel hlósvolitið óstyrk. „Það er sjálfsagt hægt að segja. að dagurinn hafi verið viðburðarikur. Reyndar er ég nijög fegin að hitta þig aftur. Ég virðist hafa haft ..." Hún þagnaði. Hann horfði rannsakandi á hana nokkra stund. „Það hefur eitthvað komið þér úr jafnvægi.” sagði hann. „Viltu segja mér frá þvi?” ..Mig langar að segja þér allt. en ekki núna. Viltu vera svo vænn að fara með okkur heim." bað lsabei. „Auðvitað.” svaraði hann. og lagði hönd sina létt yfir aðra hönd hennar. „Þú sagðist vera fegin að sjá mig," sagði hann hljóðlega. „Það gleður mig mjög. Veistu. að ég get alltaf verið nálægur. ef þú kærir þig um." „Ég er að hugsa um að byrja að heyja á morgun,” sagði Torquil. þegar þau óku framhjá einu enginu hans, þar sent grasið bærðist í golunni. „Meguni við Fiona hjálpa til?” spurði Isabel. „Við getum sett vagninn hennar Emniu i skuggann.” Fiona vargreinilega stórhrifin af uppástungunni. Torquil brosti. „Það væri ágætt." sagði hann. „Hafið þið áður verið i heyvinnu?" „Nei — ekki beinlinis,” viðurkenndi Isabel. „Ég skal kenna ykkur.” sagði Angus. „Bieeeeeee,” sagði Emrna. Þið eru allar velkomnar,” sagði Torquil hlæjandi. „Ég skal ekki þræla ykkur út svona fyrsta daginn.” Þegar þær voru orðnar einar. litaðist Fiona um i setustofunni. „indælt,” agði hún. „Verulega indælt. Er hann giftur?” „Hver?" spurði Isabel. Fiona leit systurlega á hana. „Ó. Torquil. Nei, ég held að hann sé ekkjumaður. Hvers vegna?" Fiona brosti torræðu brosi. „Hvað meðClive?” spurði hún svo. „Æ. ekkert sérstakt.” lsabel roðnaði. ..Hefur hann ekki skrifað?” „Nei.” „Sérðu blöðin hérna?” „Sjaldan. Ég er venjulega ekkert að hafa fyrir þvi. Þau eru svo leiðinleg og venjulega er ekki hægt að trúa helmingnum af þvi. sem þar stendur. Korndu. ég ætla að sýna þér. hvar ég setti vögguna hennar Emmu. og svo getum við snyrt okkur fyrir teið.” lsabel ýtti systur sinni á undan sér inn í svefnherbergið. En Fiona vissi engu að siður að lsabel hafði séð blaðagreinina um Clive. og ef hún hefði náð i skottið á honum þessa stundina. hefði Fiona sagt honum sina i meiningu umbúðalaust. „Veistu. ég held. að það sé holrúm innra með mér, nákvæmlega á stærð við kakó-krús,” sagði Fiona um það leyti. sem þær voru að koma sér i háttinn. Emma svaf vært i vöggunni sinni. og Fiona var þegar komin uppi. svo lsabel smeygði sér úr skónunt og settist upp i rúm til systur sinnar. Þær höfðu bakkann á milli sin. Þær drukku kakóið sitt þegjandi um stund. „Hvað veistu mikið um Torquil??” spurði Fiona loks. Isabel hugsaði sig um. „Ekki margt. hcld ég.” svaraði hún. og henni kom svarið á óvart. Henni fannst eins og hún hefði þekkt liann árum saman. „Það er stúlka sem heilir Flora MacLean. sem virðist hafa — vera ntjög vel kunnug Torquil." Hún hikaði. og Fiona beið. „Það var lika stúlka, sem hét Mary- Catherine. og dó,” hélt Isabel áfram. Það virðist sern Torquil hafi staðið i ein- hverju sambandi við dauða hennar. Ég veit ekki hvernig. Ég trúi ekki —” Hún hikaði aftur og enn beið Fiona. „Mér finnst erfitt að trúa nokkru illu um Torquil. eftir því að dærna. sent ég hef séð til hans.” sagði Fiona cftir drykklanga stund. „Torquil sagði mér. að það væri eitthvað. sem hann vildi útskýra fyrir mér. og hann gerir það sjálfsagt ein hvern timann.” sagði Isabel. „Ég myndi freniur trúa orðum Torquil en Floru." lauk hún máli sínu. „Eflaust," sagði Fiona. „En hvar kemur Clive inn i þessa mynd?” Isabel braut faldinn á lakinu vandlega. saman i fellingar. og gætti þess sérlega vel. að þær yrðu allar jafnar. „Ég veit það ekki." sagði hún loks. „Það var mynd i blaðinu —'.' „Já, ég veit það. Ég sá hana.” greip Fiona frammi fyrir henni. „Ég veit það ekki enn,” sagði Isabel. „Ég veit það satt að segja ekki. Ef hann kemur hingað. þá getum við talað um þetta.enefekki—? Framhald f næsta blaði. Nú getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa- sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig með áklæðum eftir eigin vali. Eigum margar tegundir af leðursófasettum. Litið inn! Veríð velkomin! .Slfeifán_______________________ 40 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.