Vikan


Vikan - 08.03.1979, Page 3

Vikan - 08.03.1979, Page 3
Gytfi GMason við skissu af varki sinu i findarsai Rafiðnaðarsarnbands- ins. Lengst til vinstri má sjá stjórn- borðið, en þaðan má stjóma rauðum Ijósflötum, sem stíga upp úr fossinum, og ekki skemmir fossnið- urinn. Þetta er verk um rafmagn, og vægast sagt rafmagnað. sögn Gylfa hefur það verið kallað Hvítagull fram að þessu, — en það getur breyst eins og annað. EJ Hún er búin að fá 20 aðdáendabréf Það er ekki á hverjum degi, að íslendingum gefst kostur á því að verða heimsfrægir. En síðast- liðið sumar leit allt út fyrir, að nú myndi það loksins gerast. Það var þegar Ragnheiður Stein- dórsdóttir fékk eitt aðalhlut- verkið í breskum sjónvarps- myndaflokki í þrem þáttum, sem gerður var eftir sögu Demonds Bagley; Út í óvissuna. Kvikmyndunin fór að hluta til fram hér á landi tvo mánuði i sumar, en að öðru leyti í Bretlandi. Ragnheiður sagði okkur, að það væri tvennt ólíkt, að leika í kvikmynd eða á sviði. í kvik- myndinni myndaðist aldrei neinn samfelldur leikur, heldur væri verið að taka eitt og eitt atriði úr myndinni, og stundum vissu leikararnirekkert hvar þeir væru í sögunni. T.d. var það fyrsta verk Ragnheiðar eftir að hún fékk hlutverkið að fljúga út til Englands og leika í loka- atriði myndarinnar. — Það var dálítið erfitt sagði hún. — Ég þekkti engan og hafði aldrei gert svona áður. Það var breska sjónvarps- stöðin BBC, sem gerði þættina, og sagði Ragnheiður, að það yrði enginn feitur af því að vinna hjá þeim. Hún hefði ekki fengið neitt meira fyrir þennan kvikmyndaleik heldur en bara fyrir hverja aðra vinnu hér heima. — En það er allt í lagi, sagði Ragnheiður, mér finnst gaman að vinna á íslandi. í desember siðastliðnum fór Ragnheiður út til að vera við forsýningu myndarinnar, og þar var samankominn heill her umboðsmanna og stjörnuleitara, en engir samningar voru gerðir, hvað Ragnheiði áhrærði. Þó er hún þegar búin að fá 20 aðdáendabréf frá Bretlandi, en engin bónorð. Eftir blaðaum- sögnum að utan að dæma, þá er það islenski hluti mynda- flokksins, sem þykir hvað skástur, og er þá átt við íslenska náttúrufegurð og svo leikkon- una ungu, Ragnheiði Steindórs- dóttur. íslenska sjónvarpið hefur fullan hug á því að kaupa þessa þætti, en þar sem þeir eru enn barnið stæði upp, þá var Ragnheiður komin með svo mikinn sinadrátt, að hún féll um koll. En fall er fararheill, og sem stendur er Ragnheiður lausráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og á yfirstandandi leikári leikur hún bæði í Skáld Rósu og Geggjuðu Ragnheiflur Steindórsdóttir horfir út f óvissune, og framtíóin er óróflin. Þannig ó þaA tika aA vera hjó ungum konum. svo nýir, er ekki komið fast verð á þá. Sögðu þeir hjá sjónvarpinu að viskulegt væri að bíða i nokkra mánuði og fá þá þættina á afsláttarverði. Ragnheiður hóf leikferil sinn aðeins 7 ára að aldri í leikritinu „6 persónur leita höfundar” hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en þar lék hún dauða stúlku. Stúlka þessi átti ekkert að hreyfa sig alla sýninguna, heldur sitja með krosslagða fætur, og þegar að þvi kom í lok sýningarinnar, að konunni í París. Ragnheiður segist ekki ganga með nein stór framtíðaráform í maganum — og þess vegna væri allt í óvissu. En á meðan biðum við hin bara eftir að Ragnheiður taki sér eitthvað nýtt fyrir hendur, og hver veit nema hún verði kannski heimsfræg í næstu atrennu. Því eins og allir vita þá hefur alltaf verið erfitt að slökkva á stjörnum, sem einu sinni hefur verið kveikt á, — alla vega á íslandi. E.J. 10. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.