Vikan - 08.03.1979, Page 8
DAGUR
í LÍFI . .
Bob fór með okkur vftt
og breitt um Völlinn eftir
afl vinnu lauk, og hér erum vifl
I iþröttahöllinni.
sal,#sundlaug og ýmsu öðru. Kvikmynda-
hús er hér, og svo er ég virkur í skát%
hreyfingunni hér á Vellinum.
— En hvað með klúbbana? Fer ekki
mestur hluti frístunda hermanna i að hanga
þar?
— Nei, nei, það er af og frá. Það er fjöldi
manna hérna sem aldrei fer þangað. Ég fer
næstum aldrei, nema þá að eitthvað sér-
stakt sé um að vera. Það er svo margt
annað sem hægt er að gera.
— Megið þið fara inrfog út af Vellinum
að vild?
— Já, já, það eru engar hömlur settar á
okkur í þeim efnum. Það eina er að við
verðum að vera komnir inn á svaéðið fyrir
klukkan 23.00, nema við gefum einhverja
ástæðu fyrir fjarveru okkar. Ef við dveljum
hjá vinum okkar utan Vallarins, eða á
hótelherbergjum, þá er allt í lagi. Við
megum bara ekki vera í reiðileysi utan
Vallarins eftir klukkan 11, það er allt og
sumt. Nei, nei, við þurfum ekki að vera i
einkennisbúningum þegar við bregðum
okkur i bæinn.
— Hvernig lítur almenningur i
Bandarikjunum á þá menn sem ganga í
herinn af frjálsum vilja?
— Eins og ég sagði áðan þá þykir það
sjálfsagður hlutur að njóta þeirrar þjálf-
unar sem þar er veitt. Fólk tekur manni vel
þegar maður kemur heim í frí, og ég held að
það sé borin virðing fyrir þessu starfi.
— En hér á íslandi? Hver finnst þér
afstaða fólks til ykkar vera?
— Þeir íslendingar sem maður hefur
kynnst, er aðallega fólk sem vinnur hér á
Vellinum. Aðrir vinir manns eru
bandarískir. Ég hef aldrei orðið var við nein
óeðlileg viðbrögð af hálfu íslendinga bara
vegna þess að ég sé hermaður.
Mótmælendur herstöðvarinnar? Ég hef
aldrei séð þá, enda er það ekki mitt hlut-
verk hér að hugsa um málið þannig. Ég get
ekki svarað fyrir aðra hermenn né hvort
herstöðin sé mikilvæg eða ekki, ég heyri
hermenn aldrei tala um slíkt. Starf okkar er
að vera hér og starfa, og gera eins og okkur
er sagt.
Þrótt fyrir að Bob fari næstum aldrei i klúbbana,
tókum við ekki annafl f mól en afl hann sýndi
okkur afl minnsta kosti einn. Hann baufl okkur i
Top of the Rock þar sem við fengum bjór ó
meðan hann drakk Seven Up.