Vikan


Vikan - 08.03.1979, Page 9

Vikan - 08.03.1979, Page 9
Judy Jones hjá Public Affaires fylgdi okkur eins og skuggi allen tímann. — Hvernig gengur óbreyttum hermönnum hér að ná sér í íslenskt kvenfólk? — Ég er nú lítið fyrir svoleiðis lagað og get þvi ekki svarað þessu. En hvers vegna ættum við ekki að geta það eins og þið? — Það er kannski erfiðara fyrir ykkur, því þið eruð bandarískir hermenn. — Ég veit ekkert um það. — Nú hefur maður heyrt að hingað sæki íslenskar gleðikonur. Hefur þú orðið var við þær? — Nei, aldrei séð neitt slíkt. — En hvað með eiturlyf? Nú hef ég heyrt íslenska eiturlyfjasala segja að á Vellinum væri stór og góður markaður fyrir slíka vöru, og þar fengist yfirleitt betra verð en annars staðar. — Ég hef aldrei orðið var við neitt slíkt. — Hefur þú fengið þjálfun í vopnaburði? — Já, að sjálfsögðu. — Værir þú tilbúinn til þess að fara í stríð? — Já, til þess er ég þjálfaður, og ég er ætíð reiðubúinn til að berjast fyrir föður- land mitt. EJ

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.