Vikan


Vikan - 08.03.1979, Síða 15

Vikan - 08.03.1979, Síða 15
Þýð.: Ha/ldóra Viktorsdóttir Þær stóðu á krossgötum, konurnar tvær. Þær höfðu verið í sama ballettflokki og verið mjög nánar vinkonur, og núohittust þær aftur eftir tuttugu ár. önnur hafði náð því að láta æskudraum sinn rætast, hún var orðin fræg ballerína. En hin hafði gefið dansinn upp á bátinn, gift sig og eignast börn. Þær voru nú, eftir allan þennan tíma, neyddar til að líta til baka og rifja upp allt sem þeim hafði orðið á um dagana, þær urðu að endurlifa allt það sem leitt hafði þær að krossgötum . . . Deedee hljóp niður stigann og inn á kvennasnyrtinguna, inn í einn klefann og læsti á eftir sér. Um leið og hún var búin að læsa, braust gráturinn út, og tárin streymdu niður andlit hennar. Hún þrýsti lófunum og enninu að köldum, hvítum veggnum. Hún sleppti alveg fram af sér beislinu og grét ákaft yfir því, sem hún nú var, eða því, sem hún hafði verið og gat aldrei orðið framar. sjálfur um kennsluna, en Deedee um allt bókhald. Upp á siðkastið hafði Wayne byrjað að drekka helst til mikið vegna þess að Deedee gerði það. Einnig vegna þess að hann grunaði hvað orsakaði drykkju hennar. Samræður þeirra á síðkvöldum voru þrúgaðar af löngum þögnum. Samt vildi hún ekki að hann kveikti á sjónvarpinu nema þar væri eitthvað sérstakt að sjá; hún sagðist ekki vilja verða háð þvi. Því þegar þau sátu saman í stofunni fannst henni hún örugg, enda þótt þeim gengi illa að halda uppi sam- ræðum og þau sætu án þess að vera með nokkuð í glasi. Örugg fyrir hverju reyndi hún ekki að gera sér grein fyrir; sennilega örugg fyrir minningum sem gætu orðið ógnvekjandi í framtiðinni. Þó hún gleddist innilega yfir bréfinu frá Emmu um að balletthópurinn væri nú loksins að koma til Oklahoma, þá fékk hún samt ákafan hjartslátt af til- hugsuninni um að öryggi hennar væri kannski hætta búin. Var það vegna þess að hún kveið fyrir að sjá Emmu aftur eftir öll þessi ár? Myndin af verunum i speglinum kom aftur upp í huga hennar, ótrúlega skýr, þegar hún var að undir- búa veisluna sem hún ætlaði að halda fyrir balletthópinn. Hún ákvað að bjóða ekki neinum nágrönnum eða öðru utanaðkomandi fólki; einungis fjölskyld- unni, ballettfjölskyldunni. Núna, þegar hún gekk inn í stóra áheyrendasalinn, sem enn var kallaður Tónlistarhöllin, velti hún því fyrir sér hvort þetta hefði ekki annars verið frá- leit ákvörðun. Eftir öll þessi ár! Hvað skyldu vera margir eftir af dönsurunum sem hún og Wayne höfðu þekkt? Hann ýtti við henni og hún veifaði og brosti um leið og þau gengu niöur ganginn. Hún hafði boðið öllum hópnum, en hvað skyldu margir þiggja boðið? Hljómsveitin var byrjuð að stilla saman hljóðfærin og húsið var að verða fullt, það var næstum þvi uppselt. Allt þetta fólk kom til að sjá balletthópinn hennar. Hún óskaði þess svo innilega að þeim tækist vel. Hún tók við leikskránni sem Wayne rétti henni og blaðaði i henni þangað til hún fann heilsíðumynd af Emmu. Emmu i hlutverki Önnu Kareninu. Hún starði á myndina en sá i staðinn sjálfa sig og Emmu eins og þær höfðu staðið og horft á spegilmynd sína. Hún hafði sjálf staðið á hlið til að skoða á sér magann í speglinum. Ljósin slokknuðu, það var klappað fyrir hljómsveitarstjóranum og hún klappaði líka. Anna Karenina var síðasti ballettinn á dagskránni. Hún vissi ekki hvernig hún átti að geta beðið. Sviðið var baðað silfurlitri birtu fyrir fyrsta ballettinn, La Bayadere. Ljós- geislinn beindist að öðru horninu aftast á sviðinu og um leið birtist undur fögur ung stúlka og sveif inn á sviðið eins og i þokuslæðu. Önnur ung stúlka kom á eftir henni og sveif sömu leið, og siðan önnur og önnur og önnur. Deedee sveif með þeim. Hennar fyrsta mikilvæga hlutverk hafði verið sem fremsta stúlkan í Bayadere. Þetta var erfitt hlutverk, það krafðist mikillar sjálfstjórnar. Hreyfingarnar þurftu að vera i ná- kvæmu samræmi við tónlistina, því allar Framhaldssaga Annar hluti hinar stúlkurnar fylgdu á eftir og svifu á eftir þeirri fyrstu, og gerðu sömu spor og hún á nákvæmlega sömu stöðum og hún. Hafði það verið hún sem var fremsta stúlkan þarna í fyrsta skiptið? Eða hafði það verið Emma? Þær höfðu skipst á, það mundi hún, en hvor hafði verið sú fremsta fyrr? Emilía hallaði sér fram við hlið hennar. Sevilla Haslam var á sviðinu. Adelaide var alltaf með erlenda prima- ballerínu. Að þessu sinni var hún ensk, stíllinn var auðþekktur. Wayne deplaði augunum til Deedee. Hún hafði alltaf likt enskum ballerinum við fugla. Fíngerðar og tígulegar með mjóa útlimi. Þær voru líkastar fuglum sem baða vængjunum út í loftið. En henni fannst alltaf eins og þær gætu þá og þegar farið að tísta og kurra. Sevilla var mjög góð, ein af þeim bestu. Hvernig skyldi Emmu hafa liðið, þegar Sevilla bættist i hópinn? „Vá!” heyrðist i Ethan. Meira að segja Janina var hætt að fikta við leik skrána. Frá áhorfendunum heyrðist hvorki stuna né hósti, það var eins og loftið væri rafmagnað. Allra augu beindust að Yuri Kopeikine, rússnesk- um dansara sem hafði flúið frá Kirov ballettinum, og sem álitinn var einn af bestu karldönsurum heimsins. Ef hann var það ekki þegar, þá var að minnsta kosti eins líklegt að hann ætti eftir að verða það. Þó starfsferill dansara væri stuttur, þá hafði Yuri tímann fyrir sér, því hann var aðeins tuttugu og fimm ára. Líkami hans var stæltur eins og á íþróttamanni og hann var í senn fríður og karlmannlegur, auk þess sem hreyfingar hans voru mjög tígulegar. Meira að segja íbúar Oklahoma gerðu sér ljóst að þeir voru að horfa á frábæra snilli: stórkostlegan listamann sem gat lyft sér upp eins og hann væri með vængi og snúið sér og hreyft sig í loftinu áður en hann að lokum ákvað að snerta aftur sviðið. Hvað, var þetta nú ballett? Það var það, en það voru engir nema Deedee, Wayne, Emilia og Ethan sem skildu til fulls hvers vegna. Janina skildi meira að segja ekki nema til hálfs það hvernig Yuri túlkaði erfiðustu sporin þannig að hann virtist gera þau án minnstu áreynslu og það hvernig hann náði að gera hverja hreyfingu enn áhrifameiri með frábærum leikhæfileikum. „Það getur enginn reynt að keppa við þetta!" sagði Deedee í hléinu. „Emrna þarf þess ekki.” Wayne lagði handlegginn utan um hana. „Það eru tveir ballettar eftir áður en „Anna” kemur. „Og þeir eru meira leiknir en dansaðir.” lO.tbl. Vikan 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.