Vikan


Vikan - 08.03.1979, Qupperneq 19

Vikan - 08.03.1979, Qupperneq 19
Á KROSSGÖTUM „Guði sé lof fyrir að þú hafðir augun annars staðar." „Meinarðu á Michael?” „Nei, á ballettinum.” Þær horfðust i augu í speglinum og brostu varfærnislega. Deedee horfði á Emmu setja á sig litla demantseyrna- lokka. Það sem þessir eyrnalokkar, kjóll- inn og skórnir höfðu kostað, var meira en ballettskóli Rogersfjölskyldunnar gaf af sér í mánuð. Eða tvo mánuði. „Hvernig er það að vera þú núna, Emma?” „Ég veit það ekki. Ég hef sjálf skapað þá persónu sem ég er.” Emma hló en hlátur hennar var óeðlilegur. „Eftir að ég dansaði „Önnu” vissi ég að ég myndi ná þangað sem ég ætlaði mér. En ég vissi að ég varð að komast þangað I heilu lagi og vissi ekki hvernig ég átti að fara að því. Svo kom Dahkarova til mín eitt kvöldið — það var rétt eftir að Adelaide hafði látið hana hætta. Hún sagði . . ” Emmu tókst mjög vel að líkja eftir radd- blæ þessarar gömlu, rússnesku bailerinu. „til að verða ballerína verðurðu að taka hvern eyri af kaupi þínu og leggja á herðar þér." Hún hló aftur en sá um leið kurteisisbros Deedee í speglinum og yppti öxlum. „Þetta er bara tómt blaður.” Hún hóf að bursta hár sitt með mikilli ákefð. Það hjálpaði henni til að halda röddinni eðlilegri. „Hvernig er að vera ég? Ég dansa, Deedee. Ég sæki tíma, ég æfi mig, ég kem fram opinber- lega, ég fer heim á mitt hótel. Sumar borgir eru betri en aðrar, og þannig er það líka með kvöldin. Mér fannst mér takast vel í kvöld. Mig langaði til þess. Þín vegna.” „Þú gast ekki verið annað en stórkost- leg.” Emma lagði frá sér hárburstann, sneri sér að Deedee og leit beint framan í hana. „Ennþá?" spurði hún blátt áfram. Það var erfitt að horfast í augu við hana en Deedee tókst það. „Já, þú ert sannur listamaður Emma.” Bros Emmu var líkast grettu. Hún hafði næmt eyra og hún hafði lagt sig fram við að breyta sínum eigin fram- burði og þvi tók hún vel eftir raddblæ annarra. Það var barið að dyrum og hún opnaði. Einn af sviðsmönnunum var kominn til að sækja hvolpana hennar þrjá sem lágu steinsofandi í körfu úti I horni. Hann fór oft með þá heim á hótel fyrir Emmu þegar hún ætlaði að fara beint i einhverja veisluna. Emma tók upp litla samkvæmistösku. „Listamaðurinn er tilbúinn,” sagði hún. „Eigum við að koma okkur?” Veislan fór vel af stað. Einkabílar og leigubílar renndu upp að allir í einu, allir töluðu hver I kapp við annan, hámuðu i sig matinn, drykkina, breiddu úr sér yfir húsgögnin eða komu sér fyrir á gólfinu. Skónum var samstundis sparkað af fótunum, jakkarnir fylgdu á eftir. Deedee jók loftkælinguna og sýndi Emmu húsið, fegin þvi að vera orðin berfætt. Hún náði i fleiri diska og glös, blandaði sér I samræður hingað og þangað, hún nam ekki staðar nema rétt á meðan Wayne hellti meira vodka í glasið hennar. Hann var eins óspar á vínið og faðir hans væri olíufursti eins og faðir Ken Fernbachers, en ekki réttur og sléttur jarðfræðingur, fullur af draumórum. Hann hafði hengt jakkann sinn á bókaskápinn, maginn þrýstist út yfir beltið, en henni var alveg sama. Hús hennar var fullt af dönsurum, fortið hennar var hluti af nútið þeirra. Hún varein af hópnum. „Hvað ertu nú að gera?” spurði hún Emmu glaðlega. „Ég hatá þessa mynd." Emma rétti Michael litla samkvæmisveskið sitt og kampavínsglasið og sneri við myndinni á veggnum sem var af henni sjálfri. „Ég ætla að senda þér aðra nýja og betri. Margar. Hvað eru svefnherbergin mörg?” „Þú ert búin að sjá þau öll. Viltu skoða kjallarann? Það er enginn kjallari.” Deedee hló og fór að gá að Adelaide. Emma tók við glasinu sínu og veskinu frá Michael. „Ég er alltof fin.” „Þaðerég lika.” „En smekklegt samt,” sagði Peter sem var ballettmeistari hópsins og ástmaður Michaels. Hinu fyrrnefnda starfi hafði hann gegnt I tíu ár en hinu síðarnefnda í niu ár. Mjög margir góðir karldansarar komu frá Danmörku og Peter hafði verið með þeim bestu þangað til hann meiddi sig svo illa í vinstra hnénu að það varð að fjarlæjga hnéskelina. Emma var eiginlega hissa á hve ánægð hún var með samband þeirra. Hún var ekki eins nátengd Peter eins og hún var Michael. Samt þótti henni vænt um hann og hann sýndi henni fulla virðingu. Henni fannst hann hafa mjög góða kímnigáfu miðað við að vera Dani og honum fannst hún hafa mjög góða kímnigáfu miðað við að vera ballerína. Engum öðrum fannst þau vera fyndin, nema Michael sem þótti jafn vænt um bæði. Emilíu sem sat úti i horni með Ethan, fannst Emma ekkert vera of fín. Fallegir fætur urðu að vera i fallegum skóm; það var eins eðlilegt að vera með demants- eyrnalokka utan sviðs eins og að vera með demantsblæju á sviðinu: silki- kjóll.... „Hún er ömurleg,” sagði Ethan með munninn fullan af kjúklingasalati. „Sástu hvernig henni mistókst tvöfaldi snúningurinn? Ég er viss um að mamma hefði verið betri í hlutverki Önnu Kareninu. „Þú ert svo vitlaus." Emilía horfði á Emmu svífa glæsilega yfir til Freddie Romoff, sem drakk helst til of mikið. „Sérðu ekki hvað það er sem Emma hefur?" „Nei, hvað?” Emilia reyndi að finna rétta orðið en tókst það ekki. Hún hristi höfuðið. „Ég veit bara að ég hef aldrei séð neitt þessu líktáður.” „Og svo segirðu að ég sé vitlaus!” — „Það hefur enginn séð neitt líkt þessu þarna áður!" Ethan benti með fingri út- ötuðum I mayonaise á Y uri. Hið nýja átrúnaðargoð hans sat I stór- um hægindastól og gældi við Willu, litlu sætu ballerinuna. Wayne bætti i glösin fyrir þau og Michael. „Veistu hvað þessi stórkostlegi Rússi hérna ætlar að gera, Michael?" sagði hann. „Hann ætlar að gera það að virðingarverðu starfi fyrir ameríska drengi að dansa ballett!” „Það verður nú ekki eingöngu að þakka dansfimi hans," sagði Michael og þau hlóguöll. r Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreíðslunni: Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Dagblaðiðafgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. % iBIAÐlB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 XO. tbl. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.