Vikan


Vikan - 08.03.1979, Side 20

Vikan - 08.03.1979, Side 20
Ethan horfði á þau og hló líka. Ekki af því að hann hefði skilið brandarann, heldur vegna þess að hann naut þess að sjá alla hlæja. „Veist þú hvert leyndarmálið er?” spurði Emma Wayne. „Nei. Ég veit bara, að hún þarf að ræða við þig um eitthvað.” Emma fann sem snöggvast til öfund- ar, enda þótt hún hefði strax fyrir tuttugu árum vitað að Wayne væri ein- mitt rétti maðurinn fyrir Deedee. Jæja, hvað um það. Hún brosti. „Ekki vill svo vel til að þú eigir bróður?” „Nei. En þakka þér samt fyrir.” Hann endurgalt koss hennar, tók tóma kampavínsglasið hennar og fór fram í eldhús. Hann var að ná i nýja kampa- vínsflösku þegar Deedee kom stormandi inn, rjóð og ánægð, sem stafaði af öðru meiru en vodkaglasinu, sem hún hélt á í hendinni. „Ó, þú varst á undan mér!” Wayne mjakaði korktappanum gætilega úr flöskunni. „Það er huggulegt af henni að koma með kampavín." ,3lskan mín, það er það eina, sem húndrekkur orðið.” „Hugleysingi ertu. Þú ert enn ekki farin að tala við hana, er það?” „Ég hef veriðönnum kafin við að tala við alla mögulega aðra. Ó Wayne, ég elska þau öll! Þau eru eins og ein stór fjölskylda! Ég vildi að þau færu aldrei eða að við færum með þeim, eða ...” Um leið og hún leit framan í hann sá hún hve fjarstæðukennt þetta var og hún hallaði höfðinu að brjósti hans. „Ó, hvað með það.” Hún lyfti upp glasinu. „Skál fyrir þínum fögru augum." Hann lyfti opinni kampavíns- flöskunni. „Og fyrir bakhluta þínum!” Hún þreif af honum tómu flöskuna og flýtti sér hlæjandi út. Úti á veröndinni var notalega hlýtt og kyrrt. Rennihurðin kæfði háværar raddimar að innan, litlu mislitu Ijósin vögguðust hægt fram og til baka og vörpuðu ævintýraljóma á garðinn. Emmu leið betur, en þó hún væri búin að stinga demantslokkunum niður í töskuna sina, fannst henni samt hún vera eins og illa gerður hlutur. Hún hafði ekki farið í samkvæmi með ballett- félögunum í mörg ár. Kannski hefði hún betur gert það. Húsið var lítið og yfir- fúllt, en hafði samt það sem íbúðina hennar i New York skorti. Það var heimilislegL Meðan hún hlustaði á Emilíu — og ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 20 Vlkan io.tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.