Vikan


Vikan - 08.03.1979, Side 21

Vikan - 08.03.1979, Side 21
Á KROSSGÖTUM þaö hafði ekki verið auðvelt að fá hana til að ræða við sig — velti hún því fyrir sér hvernig væri að búa með öðru fólki. Hún veitti sér þann munað að drekka meira kampavín en hún var vön og hún naut þess. „En með allri þessari reynslu,” sagði hún við Emiliu, „ertu í rauninni eins og atvinnumanneskja.” „Ó, nei.” „Ó, jú. Myndi þig langa til að mæta i tíma hjá balletthópnum á morgun?” Emmu til mikillar undrunar þáði hún þetta ekki strax feimnislega. Undarlega blá augu stúlkunnar glömpuðu af stál- vilja og hún þekkti þennan glampa. „Það er tilgangslaust að vera feimin, Emilía,” sagði hún snögg upp á lagið. „Þú verður að vita hvað þú vilt og þora að segja það.” „Ég veit um sumt af því sem ég vil gera.” „Eins og hvað?" Gegnum glerdyrnar sá Emilía föður sinn, hennar fyrsta og besta kennara. Hann lagði handlegginn yfir axlir móður hennar. Hún leit niður á hina fögru fætur Emmu. „Ég vil sækja tíma með balletthópnum,” sagði hún og brosti brosi sem gerði haha líkasta óþægum krakka, svo Emma gat ekki annað en hlegið. Algjör smábörn, hugsaði Janina. Og heimsk. Sérstaklega þessi Carolyn Kingsley. Það breytti engu þó Emilía hefði fullvissað hana um að Carolyn hefði stórkostlega hæfileika og ætti áreiðanlega eftir að verða stórstjarna. Janina hafði meira að segja séð það sjálf, þegar Carolyn dansaði Svarta svaninn. En til þess þurfti ekki gáfur. Carolyn var heppin að vera svona lagleg og það var hún svo sannarlega: hár hennar var hrafnsvart og húðin mjallahvít eins og húð Emmu, hún var háfætt og hávaxin. Sennilega væri hún helst til hávaxin, það yrði erfitt fyrir hana að finna mótdans- ara. Það voru vandræði, því hún var reglulega sæt þó hún væri heimsk. Heimsk? Guð minn góður. Þegar Janina hafði hrósað henni fyrir frammistöðuna, sagði Carolyn (sem stóð og var að laga til fjaðratrefilinn sinn fyrir framan spegilinn hennar Deedee, en þau öll, bæði menn og konur, virtust endalaust þurfa að spegla sig) sagt: „Þakka þér fyrir, Janina. Ég reyni alltaf aðgera mitt bestasta.” Janina hafði ekki trúað sínum eigin eyrum. „Heyrðu, Carolyn, hvar gekkstu í skóla?” „Ja, fyrsti almennilegi kennar.inn minn var Walter í Chicago, svo var ég hjá Maríu, en það var eiginlega Dahkar- ova I New York, sem....” „Nei, Carolyn. Ég á við hvar þú hafir lært málfræði?" „Hvað áttu við?” Hvað áttu við! Jæja, Carolyn hin heimska skemmti sér greinilega mjög vel, þau skemmtu sér öll vel. Veislan sló I gegn og Janina samgladdist Deedee. Maturinn var líka frábær. Stolt á svip setti hún á sig gúmmíhanskana og fór að skola af óhreinu diskunum og stafla þeim I uppþvottavélina. Ethan kom inn með annan stafla af óhreinum diskum og hlammaði þeim á boðið við hliðina á Adelaide. Hún hafði tyllt sér á stól og borðaði eins og hún væri ennþá ein úr balletthópnum. Jan- ina starði á horaða gömlu konuna, sem enn var lagleg og var alveg undrandi. „Hvernig geturðu haldið þér svona grannri?" „Ég borða aldrei neitt,” sagði Adelaide og tuggði af kappi. „Þetta skilégekki.” „Það skilur enginn neitt af því sem ég geri, væna mín. Ég geri það ekki sjálf. Ef ég hefði vitað fyrir þrjátiu og átta árum hvað ég var að leggja út I, þá hefði ég aldrei komið þessum ballettflokki á laggirnar. Ég átti aðeins eina hugsjón: við verðum að eignast fyrsta flokks amerískan ballett.” „En þú ert með mikið af útlendingum i þessum ballettflokki þínum.” „Þjóðerni skiptir ekki máli i ballett.” Adelaide lét alla gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og saup það sem eftir var af víninu. „Ballettflokkurinn minn hefur fimm sinnum verið næstum gjaldþrota, en hér erum við samt enn: besti ballett- flokkur I heimi.” „Ja, að minnsta kosti í landinu." Adelaide virti hana fyrir sér hugsandi á svip: „Er það svona sem þú ert alin upp?” Janina brosti. „Já.” „Ja-há. Móðir þin. Jæja, ég vil að hún og faðir þinn kynni mig fyrir einhverju ríku olíufólki. Þau eru með ballettskóla, væna mín, og því þekkja þau áreiðan- lega tylft af litlum stúlkum sem eiga ríka feður. Ó, hafðu ekki áhyggjur, Janina, ég geri þeim engan óleik. Ég kann að um- gangast þá ríku. Það er nóg að gefa þeim vonir, þá gefa þeir þér peninga. Ekki fara með þessa skinku. „Sparaðu þér eldmóðinn Adelaide.” Deedee kom inn með bakka af óhreinum glösum. „Janina á ekki einn einasta eyri.” „Hún ætti að opna veitingastað.” Adelaide skar sér aðra sneið af skinkunni. Wayne var alveg sama þó klukkan væri orðin margt og þó hann yrði sennilega hræðilega timbraður á morgun. Hann naut þess að rifja upp liðna tíð. Ólíkt Deedee hafði hann aldrei ' saknað hópsins, hann hugsaði aldrei til baka. Deedee og börnin þrjú voru allt sem hann þarfnaðist. En samt naut hann félagsskapar annarra; hann var góður félagi, sérstaklega fyrir þá, sem óskuðu eftir vini til að hlusta á sig, því hann var góður áheyrandi. Hann horfði alltaf á þann sem talaði. Hann hlustaði með athygli og hann var alltaf þolin- móður. En hann leitaði ekki að fyrra bragði eftir félagsskap annarra og einmitt það gerði hann enn meira aðlaðandi og eftirsóknarverðan, fólk sóttist eftir að verða náið honum. Arnold Berger var einn þeirra. Hreysti Arnolds var jafnmikil og metorðagirni hans, en fyrst og fremst var hann þó hörkuákveðinn. Bros hans var hvikult; það kom og fór eins og ljósgeisli frá vasaljósi innbrotsþjófs. Hann eyddi samt aldrei tíma í fólk, sem ekki gat orðið honum að gagnu, annaðhvort í sambandi við starfið eða kynferðislega. Wayne var þó eina undantekningin. Hann langaði til að Wayne geðjaðist að honum, og Wayne sem var mjög I þörf fyrir að kasta af sér þvagi, hlustaði þolin- móður. Hann hallaði sér upp að veggn- um móti baðherbergisdyrunum og reyndi að beina athyglinni að Amold. „Ballett erengin undantekning," hélt pilturinn áfram. „Hér I þessu landi vill fólk eitthvað nýtt hverja bölvaða mínútu. Þess vegna verðum við að koma meðeitthvað frumlegt.” „Mér skilst að þú hafir hug á að semja balletta,” sagði Wayne kurteislega og móðgaði þar með Arnold. „Það er nú einmitt það sem ég geri!" Honum skildist, að Wayne hefði séð hann dansa og að hann teldi hann góðan, en ekki nógu góðan. Líka of litinn. Hann var bálvondur og þess vegna brosti hann. „Ég hef þegar samið einn ballett fyrir Adelaide og hana fýsir mjög að ég semji annan „Fyrirgefðu, ég vissi það ekki.” „Blessaður vertu, það er ekkert að fyrirgefa.” Wayne vissi að hann meinti það ekki. „Þegar maður býr hér um slóðir....” byrjaði hann, en um leið opnuðust baðherbergisdymar og daman hans Yuri kom út. Wayne brosti feginn og ætlaði að smeygja sér inn fyrir, en rakst þá á Yuri sem var líka á leið út úr baðherberginu. Framhald i nasm blaði IO. tbl. Vlkan XI

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.