Vikan


Vikan - 08.03.1979, Page 26

Vikan - 08.03.1979, Page 26
Smásaga eftir Birgi A. Sveinsson Happ- drættismiði nr. 77721 Ég gekk aftur fyrir almyrkvað húsið og kom að litlum kjallaraglugga. Ég sperrti eyrun, en gat ekki greint neitt óvanalegt. Þá dró ég undan frakkanum verkfæri af því tagi, sem trésmiðir nota gjarnan. Eftir stutta stund hafði mér tekist að losa rúðuna úr falsinu og vippaði mér innfyrir. Á hverjum einasta morgni gekk ég fram hjá þessari glæstu bifreið, á leið minni til vinnu. í henni sat kona með útrétta hönd, fulla af miðum og hrópaði: Styrkið gott málefni! Kaupið miða í happdrætti hamlaðra! Freistið gæfunnar og styðjið hamlaða um leið! Þessi köll fylgdu mér daglega inn á vinnustað minn, jafnvel þótt ég reyndi eftir megni að bægja endurómi þeirra frá mér. Þegar ég hugsa til þess, finnst mér það eilítið undarlegt, því ég > hef alltaf haft megnustu óbeit á starfsemi eins og happdrætti. Ég áleit það vera niðurrifsaðgerðir af versta tagi, þar sem gleði og ánægja einnar manneskju yfir fengnum vinningi, byggðist á vonbrigðum og depurð hundruða, sem happadísin hefur snúið við baki. Ég reyndi að rýna í sjálfan mig, í því skyni að skilja hvers vegna hróp konunnar höfðu þessi einkenni- legu áhrif á mig. Máski var það vegna þess, að hún amma mín hafði að mörgu leyti verið hömluð, og það vissu allir, að mér hafði þótt vænt um hana, alveg fram í andlátið og erfða- skrána. Eða kannski var það þessi glæsivagn, sem vakti til- finningar minar, ég hafði margan morguninn vaknað eftir viðburðaríkar draumfarir, þar sem ég og vagninn sá arna vorum í aðalhlutverkum. Hverjar orsakirnar voru, átti ég ekki vissu fyrir, en hitt var mér ljóst, að einhvers konar órói knúði mér að sálardyrum. Þetta ástand náði hámarki morgun- inn, sem ég stansaði fyrir framan bifreiðina og bað konuna um einn miða. Mér virtist, sem ein af stærri stundum lifs míns hefði runnið upp, þegar ég greiddi miðann með þúsundkrónaseðli. Ég leit á miðann og sá að hann barnúmerið 77721. Þegar ég kom til vinnu minnar, settist ég við skrifborð mitt og horfði lengi á miðann. Ótal myndir flugu í gegnum huga mér og ég veitti því enga eftirtekt, að klukkan var löngu orðin níu. Fótatak húsbóndans hreif mig frá þessum hugsunum og neyddi augu mín og hendur að skjalabunkanum á borðinu. í hádeginu reikaði ég niður að höfn, i stað þess að fara heim til móður minnar að snæða, eins og ég gerði vanalega. Þankagangur minn snerist allur í kringum þann afrakstur gæfu og gjörvi- leika, sem þessi miði gæti fært mér. En þá rak mig skyndilega i rogastans. Hvað um alla hina miðana, sem konan hafði selt? Ef vinningurinn félli á einhvern þeirra? Hjartað í mér tók kipp við þessa tilhugsun. Og hvað með líkindin fyrir að minn miði... Skerandi hávaði rauf hugsanir mínar. Ég leit upp. Rétt hjá mér var gríðarlega stór vélskófla að moka vikri upp i síló, sem var tengt lestum flutningaskips, sem þarna lá við festar. Um stund horfði ég á vinnuvélina moka hverju hlassinu á fætur öðru í gapið á sílóinu. Þá tók ég eftir því, að bros færðist yfir andlit mitt. Djöfullegri hugmynd hafði lostið niður í huga mér, hvaðan veit ég ekki. Nú skyldi ég snúa á öll heimsins tilviljunarlögmál og reka hina hungruðu úlfa þeirra burt frá þeim krásum, sem mér einum voru ætlaðar. Ég hófst þegar handa. Ég hljóp næstum alla leiðina þangað til ég kom að bílnum. — Afsakið, frú, en getið þér sagt mér hve mörgum miðum er dregið úr? — Hundrað þúsund, svaraði konan, meira megum við víst ekki gefa út. En má ekki bjóða yður miða? — Nei takk, frú, ég hef nú þegar keypt einn.” Með það hraðaði ég mér aftur í vinnuna. Ég tók engan kaffi- tima, svo upptekinn var ég af áætlunum mínum. Heim fór ég þó á venjulegum tíma. Ég þrýsti frakkanum þétt að mér, því næturgjólan var nístingsköld. Þrátt fyrir myrkrið, gat ég lesið á skiltið á húsinu: SAMTÖK HAMLAÐRA. Ég gekk aftur fyrir almyrkvað húsið og kom að litlum kjallaraglugga. Ég sperrti eyrun, en gat ekki greint neitt óvanalegt. Þá dró ég undan frakkanum verkfæri af því tagi, sem trésmiðir nota gjaman. Eftir stutta stund hafði mér tekist að losa rúðuna úr falsinu og vippaði mér innfyrir. Þótt furðu- legt megi teljast, voru hurðir hússins ólæstar, þannig að ég átti greiða leið um húsið. Loks fann ég það, sem ég leitaði að. í litlu herbergi upp við skáp stóð kopargljáandi tromla. Ég tók í handfang, sem á henni var og sneri hálfhring. Út um rifuna féll samanbrotinn miði, sem ég hirti upp og stakk í vasann. Að því búnu hvarf ég út úr húsinu sömu leið og ég kom, eftir að hafa sett rúðuna á sinn stað. Daginn eftir gekk ég á fund kunningja míns, sem er prentari i einni af stærri prentsmiðjum borgarinnar. — Áki, sagði ég — ég þarf að biðja þig um að gera mér smá- greiða. Gætirðu prentað fyrir mig miða eins og þennan, með samskonar letri. Ég tók saman- brotinn miða úr vasa mínum, rakti hann í sundur og sýndi Áka hann. — Já, það hugsa ég, en varla einn? svaraði hann. — Nei, í hundrað þúsund eintökum. — Hundrað þúsund eintökum, át hann upp eftir mér, hvem andskotann ætlar þú að gera við svo marga snepla? — Það er mitt mál, geturðu gert þetta? spurði ég. — Jú, jú, ætli það ekki, þótt það sé þitt mál, bætti Áki við snúðugt. Hálfum mánuði seinna var lokaþáttur áætlunarinnar til- búinn til sviðssetningar. Þessa nótt var ég óvenjulega skýr í hugsun, þrátt fyrir að mig er yfirleitt farið að syfja upp úr klukkan ellefu. Ég var kominn bakmegin að húsi hamlaðra þessa desembernótt. Með sömu aðferð og áður var ég fyrr en varði kominn inn í húsið með stóran strigapoka á bakinu og staddur inni í herberginu, þar sem tromlan var geymd. Ég beindi vasaljósinu að læsingu hennar, en mér til mikillar undrunar hékk þar enginn lás. Ég hafði snör handtök, losaði innihald tromlunnar i stóran poka, sem ég hafði meðferðis. Síðan hellti ég úr striga- pokanum, sem bak mitt hafði borið, i tóma tromluna og lét hana aftur. Því næst gekk ég frá öllum ummerkjum, sem verið höfðu og forðaði mér frá húsinu með poka á bakinu, sem innihélt 26 Vikan 10. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.