Vikan


Vikan - 08.03.1979, Síða 27

Vikan - 08.03.1979, Síða 27
samanbrotna miða, er mér voru lítt kærir. Næstu dagar liðu sem í draumi. Allar hugsanir mínar snerust um bifreiðina vænu og þá dýrðartíma, sem ókomnir voru. Ég sá mig akandi um stræti borgarinnar með aftur- sætið fullt af elskandi meyjum, sem aldrei höfðu litið slíkan grip augum, hvað þá setið í honum. Jafnvel yrði ég kosinn ökumaður ársins og fengi fálka- orðuna í viðauka fyrir framlag til fegrunarmála. Daginn, sem dráttur átti að fara fram, mætti ég ekki til vinnu. Móður minni hafði ég gefið fimm þúsund krónur og sent í bæinn til verslunarvið- skipta. Ég lét fara vel um mig í slitna hægindastólnum, dreypti á rándýru púrtvíni, sem ég hafði keypt í tilefni dagsins og saug stóreflis Havana-vindil. Af einhverri einskærri vanafestu stóð ég upp og opnaði fyrir útvarpið, sennilega vegna þess að hádegisfréttatími var kominn. Rödd þularins hljómaði köld og tilfinningalaus: „í frétt frá SAMTÖKUM HAML- AÐRA segir, að sú nýbreytni hafi verið tekin upp, að láta tölvu Háskóla íslands sjá um úr- drátt í árlegu happdrætti SAMTAKANNA, með það fyrir augum að láta tilviljunar- lögmál líkindafræðinnar vinna gegn mannlegum athöfnum, sem skekkt gætu úrdráttinn. í dag var svo dregið og gaf tölvan vinningsnúmerið 77720, ég endurtek 77720... LOKSINS, LOKSINS, er Elton John ánægður Elton John hmttir okkl ai ganga mafl hCrfu, þótt skaNlnn s6 farinn. Ýmsir hafa líklega tekið eftir því að á nýjustu breiðskífu Elton John, sem ber nafnið „Single Man”, eru textarnir ekki eftir Bernie Taupin, þann hinn sama og gerði nær alla textana á þeim 17 breiðskífum, sem Elton hafði sent frá sér áður. Upphaflega stóð til að hafa „Single Man” aðeins á lítilli plötu, og var Elton John kominn í upptökustúdíóið þeirra erinda, er hann hitti Gary Osborne af tilviljun. Gary skrifaði einn texta fyrir Elton þarna á staðnum, og einhvern veginn gat hann ekki stoppað, og að stundu liðinni var hann búinn með 20 stykki. Elton þóttu textarnir það góðir að nú þýddi ekkert annað en að breyta þessari litlu plötu í stóra, sem og var gert. Samt segist Elton ekkert vera búinn að gefa Bernie Taupin upp á bátinn, heldur séu það bara landfræðilegar hindr- anir sem komi í veg fyrir fullkomið samstarf. Bernie býr nefnilega í Bandaríkjunum, en Elton í Englandi, þar sem hann er bundinn við að reka knattspyrnulið sitt, Watford. Nú segist Elton loksins vera orðinn ánægður, því nú sé hann farinn að gera hlutina sjálfur. Hér áður fyrr var hann með menn i vinnu við að sjá um hitt og þetta fyrir sig, fjármálin og fleira, en nú er hann búinn að reka alla. — Það er furðulegt að ég skuli þurfa að hafa orðið 31 árs til að fara að sjá um mig sjálfur. Ég valdi nafnið á plötuna með tilliti til þess (Single Man þýðir einn á ferð), en það má alls ekki bendla þennan titil á nokkurn hátt við kynlif mitt. Ég er ekki einn á ferð í þeim efnum. En Elton John gerir fleira en að syngja, spila og reka knattspyrnulið. Hann á sitt eigið útgáfufyrirtæki og hefur meðal annars gefið út breiðskifu með Kiki Dee sem ber heitið „Stay with me baby” og aðra með Lulu, „Don’t take love for granted”. Þá eru væntanlegar plötur með Moja Sisters, Colin Blunstone og diskó-hljóm- sveitinni T.H.P. Orchestra. Sem sagt, Elton John hefur nóg á sinni könnu og er sæll með lífið og tilveruna. 10. tbl. Vikan *7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.