Vikan


Vikan - 08.03.1979, Page 37

Vikan - 08.03.1979, Page 37
Handavinna Hettupeysa meö garðaprjóni Stærð: 38 og 42. Greint er milli stærð- anna með skástriki (/) í uppskriftinni. Ef aðeins ein tala er uppgefin, gildir hún fyrir báðar stærðir. Brjðstvídd: 87/95 sm. Garn: Ulricks Dale Heilo-Populær 4/5 hnotur af millibláum lit og ryðrauðum, 5/5 hnotur af stálbláum og gráum lit. Prjónastærð: Aero peysuprjónar nr. 3 og 3 1/2. Prjónafesta: Fitjið upp 9 1. á prjóna nr. 3 1/2 og prjónið 30 prjóna garðaprjón (allir prjónar rétt), prufan á þá að mæl- ast 4 sm á breidd og 6 sm á lengd. Ef hún reynist það ekki, þurfið þið að þreifa ykkur áfram um rétta prjónastærð. Bakið: Fitjið upp á prjóna nr. 3 98/106 1. með gráu garni og prjónið snúning í 4/5 sm. Fyrsti prjónn er frá röngunni og þið prjónið 1 kantlykkju og 1 snúna og síðan 2 réttar, 2 snúnar þar til 4 1. eru eftir, þá 2 réttar 1 snúin 1 kantlykkja. Kant- lykkjur eru alltaf réttar. Skiptið á prjóna nr. 3 1/2 og á stærð 42 á að auka 1 1. fyrir miðju. Nú j»rf ekki að hugsa um kantlykkju, allar lykkjur eru prjónaðar rétt og hver rönd er 30 prjónar. Þegar sex rendur hafa verið prjónaðar (34/35 sm) setjið þið merki í hvora hlið og haldið svo áfram 22/23 sm frá merkinu en þá er fellt af í hvorri hlið fyrir öxlum 3 sinnum 5 1., 4 sinnum 4 i., 7 sinnum 5 1., annan hvern prjón. Um leið og þriðja axlarúrtakan er gerð á jafnframt að fella af vegna hálsmáls 20/23 1. fyrir miðju og prjóna hvora hlið fyrir sig og þið fellið áfram af við háls- málið 4 sinnum 2 1. (annan hvern prjón). Framstykki: Prjónað eins og bakstykkið í 49/51 sm (eða eftir 14/19 prjón í gráu röndinni næst hálsmálinu) og fellið svo af fyrir hálsmáli 12/13 1. fyrir miðju og prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af áfram við hálsmálið 3 1., og svo 3 sinnum 2 1. og 3 sinnum 1 1., annan hvern prjón. Axlarúrtakan er alveg eins og á bakstykkinu. Ermar: Fitjið upp 54 1. á prjóna nr. 3 með gráu garni og prjónið 8 sm. snúning á sama hátt og á bolnum. Skiptið á prj. nr. 3 1/2 og prjónið rendur, aukið út á fyrsta prjóni 10/11 1. jafnt yfir. Aukið síðan út 16. hvern prjón 10 sinnum 1 1., ö.hvern prjón 7 sinnum 1 1. P14. hvern prjón 8 sinnum 1 1., 12. hvern prjón 4 sinnum 1 1. og 6. hvern prjón 7 sinnum 1 1. = 98/1061. Þegar ermin mælist 50 sm, eða eftir aðra ryðrauða röndina, eru allar lykkjurnar felldar af samtímis. Hettukragi: Fitjið upp 104/106 1. á prjóna nr. 3 1/2 með stálbláu og prjónið rendur, það eru fjórir prjónar með hverjum lit. Þegar 16 prjónar eru prjónaðir á að auka út 44 1. jafnt yfir og þá eru 148/150 1. á prjónunum. Prjónið 33 sm og endið á 3 prjónum grátt og fellið síðan af frá röngunni með réttum I. Frágangur: Saumið bolinn og hettuna saman, ermarnar eru saumaðar þar til 6 sm eru eftir að fit og þá brotið innaf og gengið frá saumnum. Saumið ermarnar i og gætið þess að taka laust ( festið hettu- kragann við og hafið sauminn á honum fyrir miðjuað aftan. Þessa fallegu peysu er bæði einfalt og fljótlegt að prjóna. Mun óhætt að mæla með henni jafnvel fyrir óvant prjónafólk. Þið getið að sjálfsögðu valið ykkar uppáhaldsliti, þó hér sé mælt með ákveðnum litum. Sama gildir um tegund garns. Oftast ræður prjónastærðin, hvaða garn er heppilegt. tvöföld vernd í24tíma! >JNTI' PERSPIRiNT DRY DEODOIÉNT Admiral svitavarinn veitir þér tvöfalda vernd. Hann hefur bæöi hemil á svita og eyóir lykt i 24 tima samflevtt. ADMIRAL SVITAVARI fæst bæói á spraybrúsum: ADMIRALDRY og á kúluflöskum: ADMIRAL ROLL-ON. iO.tbl.Vikan 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.