Vikan


Vikan - 08.03.1979, Síða 40

Vikan - 08.03.1979, Síða 40
Þegar VIKUNA bar að garði stóð öflugur Iögregluþjónn við dyrnar og fylgdist ávökull með öllu. Þegar við spurðum hann, hvort hann hefði meitt sig, svaraði hann því til, að um helgar væri nauðsynlegt að hafa lögregluvakt á Slysa- varðstofunni vegna drykkjuláta sjúklinga. Allt var þó með kyrrum kjörum, og að stuttri stund liðinni var lögregluþjónninn orðinn nógu rólegur til að taka af sér gull- slegið beltið. Þræddi hann djásnið upp á öxlina og varð með því móti einna líkastur eldingarvara. Töluvert mikið af fólki rölti um gangana í hvítum sloppum að læknis- sið, og var okkur sagt, að ekki væri allt þetta hvítklædda fólk læknismenntað, heldur væri megnið af því úr Stýrimanna- skólanum og Hjálparsveit skáta og væri þarna á Slysavarðstofunni til að kynna sér hjálp í viðlögum. Inni á sjúkrastofunni sjálfri lágu tveir unglingspiltar. Báðir höfðu þeir skorið sig í hendi, en sá var munurinn á þeim, að annar var kófdrukkinn, en hinn ekki. Sá ódrukkni var hinn rólegasti, en sá drukkni bylti sér óskaplegt ogformælti bæði Guði og góðum mönnum, en þó mest sjálfum sér. Að smá- tíma liðnum voru þeir báðir á leið heim til sín, annar með föður sínum, en hinn í lögreglubíl. Þeir hafa líkast til báðir fengið bót meina sinna. Nú leið og beið, og ekkert virtist ætla að gerast. Þá er allt í einu hrundið upp hurðum á báðum endum deildarinnar, og inn þjóta ekki færri en sjö lögregluþjónar með tvo gesti. Annar var ung kona, sem fyrir utan að vera ofurölvi, virtist hafa tekið inn eitthvað of mikið af lyfjum. Andardráttur hennar var óreglulegur, og þegar hún reyndi að tala, þá var það hreint bull. Hinn gesturinn var ungur drengur, sem fundist hafði froðufellandi fyrir utan Tónabæ. Um ungu konuna er það að segja, að hún var lítt viðræðuhæf. Lágmarksupplýs- 'ingar þurfti þó að reyna að hafa upp úr henni, ef eitthvað átti að gera, og því var ungur læknastúdent settur í það að komast til botns í sjúkrasögu hennar. Renndi hann henni á hjólabekk inn í einn af mörgum básum, sem á ganginum eru, og dró tjald fyrir. Út úr þessum bás mátti svo heyra heldur slitróttar og lítt uppbyggjandi samræður, þangað til læknastúdentinn - sviptir tjaldinu frá og segir, að þetta sé nú eitthvað alvarlegt, því konan sé öll að blána upp á höndunum. Læknarnir flykkjast um sjúklinginn og bollaleggja mikið. Einn þeirra var þeirrar skoðunar, að konan hlyti að hafa gleypt einhverja góðmálma. Hvort stúlkan hlustaði á þessar umræður vitum við ekki, en alla vega batt hún enda á vangavelturnar með því að stynja því upp, að fyrr um daginn hefði hún verið að mála herbergið sitt blátt og hefði ekki hirt um að þrifa sig nógu vandlega á eftir. Yfirlýsing 40 Vlkan 10. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.